Í þessari litlu frétt mbl.is koma fram sterkustu rökin sem hægt er að færa fram gegn Icesave samkomulaginu. Bankinn sjálfur er best til þess hæfur að greiða til baka innistæðurnar! Fram kemur í fréttinni að Heritable bankinn, sem var í eigu Landsbankans, sjái sjálfur um að greiða innistæðueigendum innistæður sínar…
Read moreGylfi ætlar að banna það sem hefur verið bannað í 8 ár
Ég hjó eftir því í orðum Gylfa Magnússonar á blaðamannafundi í dag, að hann ætlar að standa fyrir lagabreytingum sem bannar bönkum að bjóða almenningi og fyrirtækjum lán með tengingu við erlenda gjaldmiðla. Þetta er stórmerkileg staðhæfing, en hann er bara 8 árum of seinn…
Read moreFinnur segir mörg fyrirtæki ekkert til sakar unnið, en hvað með hin?
Stundum geta menn óvart sagt eitthvað sem líklegast var ekki ætlunin að segja. Visir.is vitnar í Finn Sveinbjörnsson, bankastjóra Nýja Kaupþings, þar sem hann talar um lánabók Kaupþings sem lekið var á netið…
Read moreErum við menn eða mýs? Einveldi AGS á Íslandi
Maður getur ekki annað en spurt sig þeirrar spurningar hvort ráðamenn þessarar þjóðar, embættismenn og forsvarsmenn fjármálafyrirtækja séu menn eða mýs. Það er sama hvað þetta fólk reynir að gera til að blása einhverjum glæðum í efnahagslífið alltaf kemur landstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lemur menn niður…
Read moreÞetta hef ég vitað frá 1988
Hér er í meira lagi áhugaverð frétt með gamlar upplýsingar. A.m.k. fyrir mig. Ekki það að minnst tveir höfundar skýrslunnar hafa lengi haft efasemdir um arðsemi virkjana, þ.e. Þorsteinn Sigurlaugsson og Sigurður Jóhannesson, niðurstaðan sem hér er sýnd er það sama og ég komst að í vinnu við lokaverkefni mitt við Stanford háskóla skólaárið 1987-8…
Read moreIcesave samningurinn er óefni
Með því að hafna Icesave samningi Svavars Gestssonar erum við ekki að hafna því að greiða Icesave skuldbindingarnar. Bara að segja að við viljum betri samning sem gerður er á okkar forsendum eða viðhafa annað fyrirkomulag við uppgjör þessara skuldbindinga í samræmi við íslensk lög um innistæðutryggingar…
Read moreEnn er lopinn teygður
Fyrir 16 mánuðum gekk yfir það versta Páskahret sem þjóðin hefur lent í. Þetta hret var ekki mælt hjá Veðurstofunni, heldur af Seðlabankanum. Það hófst með miklum látum 7. mars og gekk á með slæmum hryðjum næstu 3 vikur. Þegar hretinu slotaði loks 28. mars hafði gengisvísitalan fallið um 25 stig heil 18,7%…
Read moreÁkvörðun um að taka ekki ákvörðun
Mér sýnist þetta vera ákvörðun um að fresta því að taka ákvörðun.. Þeir mega eignast bankann, en mega líka fá skuldabréf eða kauprétt. Það eina jákvæða við þetta er að Íslandsbanki virðist bara þurfa 25 milljarða frá ríkinu, sem er eins og skiptimynt samanborið við það sem áður var nefnt…
Read moreTölur Seðlabankans geta ekki staðist
Seðlabankinn hefur birt sinn stóradóm um skuldastöðu "þjóðarbúsins" við útlönd. Hvernig sem á því stendur, þá eru þetta allt aðrar tölur en hafa verið aðgengilegar á vef Seðlabankans og það sem meira er, að torvelt er að bera tölurnar saman. Fyrir því geta verið góðar og gildar skýringar, en þær koma ekki fram í greinargerð SÍ…
Read more31. mars voru heildarskuldir 4.483 milljarðar
Samkvæmt tölum af vef Seðlabankans voru heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis sem hér segir 31. desember 2008 og 31. mars 2008…
Read moreIcesave er slæmt, en ekki stærsta vandamálið
Ég veit ekki hve margir átta sig á því, en samkvæmt tölum sem finna má á vef Seðlabanka Íslands, þá eru vaxtaberandi erlendar skuldir innlendra aðila, annarra en gömlu bankanna þriggja, gríðarlega miklar. Í árslok 2008 voru þessar skuldir 3.649 milljarðar króna. Hér er um að ræða skuldir Seðlabanka, ríkis og sveitarfélaga, innlánsstofnana annarra en gömlu bankanna, það sem er kallað aðrir geirar, m.a. orkufyrirtæki, og síðan vegna beinna fjárfestinga við erlenda banka, ekki þá íslensku, ekki við gömlu bankana…
Read moreÁlögur á heimilin þyngjast stöðugt - Framtíðarhorfur eru dökkar
Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna erum orðin nokkuð þreytt á úrræðaleysi stjórnvalda þegar kemur að skuldavanda heimilanna. Við auglýsum því eftir hagspá fyrir heimilin, þar sem hagstærðir eru mældar sérstaklega með hagsmuni heimilanna í huga…
Read moreAf hverju ætti krónan að styrkjast?
Krónuræsknið hefur verið heldur ræfilslegt undanfarna mánuði. Skýringin er einföld. Foreldrarnir eru búnir að missa trúna á hana. Henni var því vísað á dyr og gert að spjara sig sjálfri. Jú, vissulega fékk hún heimamund í formi gjaldeyrishafta og hárra stýrivaxta, en hvers virði eru slík sundhjálpartæki þegar ekki sést til lands í ólgusjó?…
Read more42% telja sig vera með ekkert eða neikvætt eigið fé
Þetta eru sláandi tölur sem koma fram í þjóðarpúlsi Gallup, þó þær komi ekki á óvart. 42% telja að skuldir séu álíka miklar eða meiri en verðmæti fasteignar. Þetta er meira en 4 af hverjum 10 íbúðaeigendum…
Read moreÉg fæ mun hærri greiðslubyrði eða 8,3%, ekki um 4%
Í grein í Morgunblaðinu í dag skrifar Gylfi Magnússon um greiðslubyrðina vegna Icesave. Þar segir hann m.a.:
Read moreVitaskuld er þó talsverð óvissa um vöxt útflutningstekna landsmanna á næstu árum. Óvarlegt er að gera ráð fyrir að vöxturinn verði sá sami og undanfarin 15 ár (8,4%) en óhætt ætti að vera að gera ráð fyrir að hann verði a.m.k. helmingur þess (4,2%)…
Gott framtak hjá ríkistjórninni, en rangar tölur hjá Gylfa
Það ber að fagna framtaki ríkisstjórnarinnar varðandi viðræður við bílafjármögnunarfyrirtækin um gengisbundin bílalán. Ég vil þó taka varann á að tala um "erlend bílalán", því ég kannast ekki við að slík lán hafi verið í boði hér á landi. Lánin voru "skuldbindingar í íslenskum krónum með tengingu við dagsgengi erlendra gjaldmiðla"…
Read moreÉg neita að vera kallaður óreiðumaður út af Icesave
Mér finnst hann furðulegur málflutningur Gylfa Magnússonar. Hann úthrópar Íslendinga óreiðumenn, ef við göngumst ekki undir þann nauðungarsamning sem Icesave samningurinn er. Kannski að blessaður maðurinn hafi ekki heyrt um álit seðlabanka Frakklands og háttsetts aðila innan sænska seðlabankans (eða hvar það nú er)…
Read moreVaxtamunur bankanna: Eru rökin röng?
Ég var að lesa ýtarlega fréttaskýringu Morgunblaðsins á endurreisn bankanna og þeim vandamálum sem þar er staðið frammi fyrir. Höfundurinn, Pétur Blöndal, listar upp fjögur atriði sem skipti mestu máli, þ.e. misvægi í gjaldeyrisjöfnuði bankanna, neikvæðum vaxtamismun, verðtryggingarójafnvægi og verðmatsóvissu…
Read moreTölur Seðlabankans gefa ranga mynd - staðan er verri
Sé Jóhanna óánægð með stöðu heimilanna samkvæmt tölum Seðlabankans, þá verður hún ennþá óánægðari, þegar hún sér réttar tölur. Ég hef legið yfir þessum tölum undanfarnar 2 vikur og meðal annars komst af eftirfarandi…
Read moreDropinn holar steininn - Bankar og þingmenn hlusta á HH
Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir því af eldmóði frá því að samtökin voru stofnuð í janúar, að komið væri til móts við kröfur samtakanna um leiðréttingu þeirra lána sem blásist hafa út á undanförum tæpum tveimur árum. Við höfum beitt fyrir okkur alls konar rökum, en þau mikilvægustu eru réttlæti, skynsemi og sokkinn kostnaður…
Read more