31. mars voru heildarskuldir 4.483 milljarðar

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 14.7.2009.

Samkvæmt tölum af vef Seðlabankans voru heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis sem hér segir 31. desember 2008 og 31. mars 2008:

(Allar tölur fengnar af vef Seðlabankans fyrir utan upplýsingar um verga landsframleiðslu og gjaldeyristekjur, sem fengnar eru af vef Hagstofunnar.)

Ég vil þó vekja athygli á því að skuldir um fram eignir voru "bara" 1.688 milljarðar í lok 1. ársfjórðungs.

Mikið er talað um hlutfall skulda miðað við verg landsframleiðslu, en ég hefði haldið að menn ættu ekki síður að hafa áhyggjur af hvert hlutfallið er af vergur gjaldeyristekjum.  Það er jú gjaldeyririnn sem streymir inn í landið, sem er notaður til að greiða vexti og afborganir af þessum lánum.

---

Ég og Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur, mættum á fund fjárlaganefndar sl. þriðjudag og kynntum greiningu Haraldar á stöðunni um síðustu áramót og í morgun vorum við á fundi efnahags- og skattanefndar.  Sumir þingmenn virtust átta sig á alvarleika stöðunnar meðan þetta voru nýjar fréttir fyrir aðra.  Mig grunar að vinna Seðlabankamanna um helgina hafi verið afleiðing af fundi okkar Haraldar með fjárlaganefnd í síðustu viku, enda nauðsynlegt að þingið viti hver skuldastaðan er áður en tekin er ákvörðun um að bæta litlum 650-700 milljörðum við.

Stefna í að vera yfir 200%