Fjármálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um skilyrði þess að eftirgjöf skulda manna utan atvinnurekstrar teljist ekki til tekna o.fl. nr. 534/2009. Full ástæða er að fagna hugsuninni sem liggur að baki reglugerðinni og verður hún mikil réttarbót fyrirfjölmarga skuldara. En eingöngu þá sem eru í verstri stöðu!…
Read moreSkoða þarf skyldur SPRON (og Frjálsa) til upplýsingagjafar
Það er nokkuð flóknara að slíta sparisjóði eða banka en öðrum fyrirtækjum. Liggur munurinn í þeim upplýsingum sem fjármálafyrirtæki meðhöndlar fyrir viðskiptavini sína. Í flestum tilfellum er um að ræða upplýsingar sem þurfa ekki aðeins að vera tiltækar heldur einnig rekjanlegar lögum samkvæmt…
Read moreBandormurinn er ómerkileg árás á þá sem minnst mega sín
Hún er sérkennileg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, þegar kemur að niðurskurði ríkisútgjalda. Fyrsti hópurinn sem ráðist er á með niðurskurðarhnífnum er gamla fólkið og öryrkjarnir. Sá skattur sem þessir hópar þurfa að sitja uppi með er ekki 8%, eins og þeir tekjuháu þurfa að bera…
Read moreHvað þýðir að Ísland geri samning?
Ég hef aðeins verið að glugga í þessa Icesave samninga. Það sem vekur furðu mína að á meðan ríkissjóður Bretlands og hollenska ríkið eru aðilar að samningunum, þá er "Iceland" eða Ísland aðila að samningnum. Hvað þýðir það? Hvernig getur "Ísland" verið aðili að samningi? Ég hélt að það væri ríkissjóður, ríkisstjórnin eða fjármálaráðuneytið sem gætu verið samningsaðilar en ekki "Ísland"…
Read moreTraustið hvarf og það þarf að endurreisa
Ekki það að ég sé að mæla með aðferð húseigandans á Álftanesi, en í baráttu minni hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, þá finnur maður fyrir vaxandi gremju hjá fólki yfir úrræðaleysi stjórnvalda og bankanna. Mér finnst t.d. merkilegt að setjast niður með þjónustufulltrúum eða útibússtjórum hjá hamskiptingum gömlu bankanna og eiga að geta treyst þeim. Bara sorry Stína, þetta virkar ekki þannig…
Read moreSökudólgurinn fundinn: Markaðsvirðisbókhald eða hvað?
Menn telja sig vera búnir að finna sökudólginn fyrir fjármálakreppunni. Það er ekki léleg efnahagsstjórn eða halli á fjárlögum. Það er ekki óvarlegar lánveitingar og offramboð á lánsfé. Það eru ekki þær aðgerðir sem Alan Greenspan, seðlabankastjóra í Bandaríkjunum, hrinti í framkvæmd til að hressa við efnahagslíf Bandaríkjanna árið 2001…
Read moreÞað er til betri leið
Ég tel mikla annmarka vera á leið Sjálfstæðismanna sem gerir hana ófæra. Það er hvernig á að halda utan um af hvaða iðgjöldum á að greiða skatt og af hvaða iðgjöldum er ekki búið að greiða skatt…
Read more40% í fastar afborganir lána er ekki viðráðanlegt
Ég var á þessum fundi í dag og gerði nokkrar athugasemdir við framsetningu gagna. Ég spurði hvernig menn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri viðráðanleg greiðslubyrði að greiða 40% ráðstöfunartekna í fastar afborganir lána. (Að vísu vantar LÍN inn í þetta.) Svarið sem ég fékk var frekar loðið…
Read moreSilagangur stjórnvald með ólíkindum
Ég get ekki annað en tekið undir með Margréti Kristmannsdóttur, formanni SVÞ. Seinagangur eða silagangur stjórnvalda er með ólíkindum. Um þessar mundir eru 15 mánuðir liðnir síðan krónan féll í byrjun mars 2008…
Read more„Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn“
Mig langar að birta hér bréf Hagsmunasamtaka heimilanna til eftirtalinna aðila…
Read moreRisaklúður, en samkvæmt lögum
Þá er niðurstaðan komin og hún er eins og menn bjuggust við í gær. Aðeins er búið að lyfta hulunni af stöðunni þannig að við vitum betur um hvað þetta snerist. Innistæður á Icesave í Bretlandi reyndust 4,6 milljarðar punda. Af þeim falla 2,2 milljarðar á íslenskar innistæðutrygginga. Innistæðurnar í Hollandi voru 1,6 milljarðar, þar falla 1,2 milljarðar á íslenskar innistæðutryggingar…
Read moreUmmæli fólks um Hagsmunasamtök heimilanna gerir baráttuna þess virði
Hagsmunasamtök heimilanna eru með könnun í gangi. Þátttakendum gefst færi á að bæta við athugasemd í lokin. Ég fékk sendan lista yfir þær athugasemdir sem þá voru komnar og er ekki hægt að segja annað en þær hafi verið ákaflega hvetjandi. Hér kemur listinn óstyttur…
Read moreGylfi vill ekki kaupa skuldir með afslætti
Stundum skil ég ekki Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra. Hann gefur alls konar yfirlýsingar um að þetta sé ekki hægt og hitt ekki hægt, en kemur sjaldnast með skýringu á því af hverju svo sé. Nýjasta yfirlýsing hans er að ekki sé skynsamlegt "að ríkið kaupi skuldabréf gömlu bankanna með afslætti" eins og haft er eftir honum á visir.is í dag…
Read more650 milljarðar er það mikið eða lítið?
Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort þetta eru góðar fréttir eða slæmar fréttir. 650 milljarðar er lægri tala en hæst hefur verið nefnd að félli á Landsbankann/ríkissjóð, en einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að menn hafi verið að vonast eftir að koma tölunni neðar…
Read moreLífseigur misskilningur að vandi heimilanna hafi byrjað við hrun bankanna
Í fréttinni sem ég hengi þessa færslu við, þá er setning sem virðist eiga að bera blak af bankamönnum vegna vanda heimilanna. Þar segir…
Read moreEr í lagi að skuldirnar hækki bara og hækki vegna lélegrar efnahagsstjórnunar?
Ég veit ekki til hvaða talna Jóhanna er að vísa, en sé hún að vísa til þeirra talna sem Seðlabankinn kom með fyrir tveimur mánuðum eða svo, þá er ætti hún að vita að þær tölur segja ekki neitt. Sé hún með einhverjar nýjar tölur, þá væri gott að alþjóð fái að sjá þær. Ég held að það skipti ekki máli hvort hún sé að vísa í nýjar tölur eða gamlar…
Read moreÆtli ríkisstjórnin hlusti núna?
Ég man ekki eftir jafn afgerandi niðurstöðu í skoðanakönnun og þessari. 95% telur frekar eða mjög aðkallandi að leysa fjárhagsvanda íslenskra heimila og 91,5% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sinna vanda fyrirtækjanna…
Read moreSvæðið milli Grindavíkur og Skálafells er eftir
Skjálftahrinan sem gengið hefur yfir landið undanfarin 9 ár minnir okkur á að Ísland er á mörkum tveggja stórra fleka, Norður-Ameríkuflekans og EvróAsíuflekans. Þó það sé nú reyndar þriðji flekinn, Hreppaflekkinn, sem er að valda mestu vandræðunum á Suðurlandi, þá er hann líklegast bara saklaust fórnarlamb sem er að kremjast á milli hinna tveggja…
Read moreHugmyndafæð ríkisstjórnarinnar æpandi
Ég veit ekki hvort menn eru búnir að reikna það út, að það hækki vísitölu neysluverðs minna að hækka álögur á bifreiðaeigendur, en að hækka einhverja aðra þætti. A.m.k. er það stórfurðulegt að þegar hækkun bensínverð var stór áhrifavaldur við hækkun vísitölu neysluverðs núna í maí, þá sé gripið til þess að hækka það enn frekar…
Read moreÞjóðarsátt um þak á verðbætur
Birti hér fyrir neðan ályktun og hvatningu Hagsmunasamtaka heimilana til þjóðarsáttar um þak á verðbætur…
Read more