Hvað þýðir að Ísland geri samning?

Ég hef aðeins verið að glugga í þessa Icesave samninga.  Það sem vekur furðu mína að á meðan ríkissjóður Bretlands og hollenska ríkið eru aðilar að samningunum, þá er "Iceland" eða Ísland aðila að samningnum.  Hvað þýðir það?  Hvernig getur "Ísland" verið aðili að samningi?  Ég hélt að það væri ríkissjóður, ríkisstjórnin eða fjármálaráðuneytið sem gætu verið samningsaðilar en ekki "Ísland"…

Read more

Traustið hvarf og það þarf að endurreisa

Ekki það að ég sé að mæla með aðferð húseigandans á Álftanesi, en í baráttu minni hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, þá finnur maður fyrir vaxandi gremju hjá fólki yfir úrræðaleysi stjórnvalda og bankanna.  Mér finnst t.d. merkilegt að setjast niður með þjónustufulltrúum eða útibússtjórum hjá hamskiptingum gömlu bankanna og eiga að geta treyst þeim.  Bara sorry Stína, þetta virkar ekki þannig…

Read more

Risaklúður, en samkvæmt lögum

Þá er niðurstaðan komin og hún er eins og menn bjuggust við í gær.  Aðeins er búið að lyfta hulunni af stöðunni þannig að við vitum betur um hvað þetta snerist.  Innistæður á Icesave í Bretlandi reyndust 4,6 milljarðar punda.  Af þeim falla 2,2 milljarðar á íslenskar innistæðutrygginga.  Innistæðurnar í Hollandi voru 1,6 milljarðar, þar falla 1,2 milljarðar á íslenskar innistæðutryggingar…

Read more

Gylfi vill ekki kaupa skuldir með afslætti

Stundum skil ég ekki Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra.  Hann gefur alls konar yfirlýsingar um að þetta sé ekki hægt og hitt ekki hægt, en kemur sjaldnast með skýringu á því af hverju svo sé.  Nýjasta yfirlýsing hans er að ekki sé skynsamlegt "að ríkið kaupi skuldabréf gömlu bankanna með afslætti" eins og haft er eftir honum á visir.is í dag…

Read more

Er í lagi að skuldirnar hækki bara og hækki vegna lélegrar efnahagsstjórnunar?

Ég veit ekki til hvaða talna Jóhanna er að vísa, en sé hún að vísa til þeirra talna sem Seðlabankinn kom með fyrir tveimur mánuðum eða svo, þá er ætti hún að vita að þær tölur segja ekki neitt.  Sé hún með einhverjar nýjar tölur, þá væri gott að alþjóð fái að sjá þær.  Ég held að það skipti ekki máli hvort hún sé að vísa í nýjar tölur eða gamlar…

Read more

Svæðið milli Grindavíkur og Skálafells er eftir

Skjálftahrinan sem gengið hefur yfir landið undanfarin 9 ár minnir okkur á að Ísland er á mörkum tveggja stórra fleka, Norður-Ameríkuflekans og EvróAsíuflekans.  Þó það sé nú reyndar þriðji flekinn, Hreppaflekkinn, sem er að valda mestu vandræðunum á Suðurlandi, þá er hann líklegast bara saklaust fórnarlamb sem er að kremjast á milli hinna tveggja…

Read more

Hugmyndafæð ríkisstjórnarinnar æpandi

Ég veit ekki hvort menn eru búnir að reikna það út, að það hækki vísitölu neysluverðs minna að hækka álögur á bifreiðaeigendur, en að hækka einhverja aðra þætti.  A.m.k. er það stórfurðulegt að þegar hækkun bensínverð var stór áhrifavaldur við hækkun vísitölu neysluverðs núna í maí, þá sé gripið til þess að hækka það enn frekar…

Read more