Á árunum eftir hrun sendu hin ýmsu ráðuneyti frá sér alls konar efni um hrunið, endurreisnina og skuldamál bæði heimilana og fyrirtækja. Hér fyrir neðan er að finna tengla á það efni sem safnað var í tímans rás.
Síðan er í vinnslu og verður efni bætt við eins og tími gefst til.
Mats Josefsson var fenginn til ráðgjafar um endurreisn fjármálakerfisins. Tillögur hans féllu í grýttan jarðveg íslenskrar spillingar, enda gerði hann ráð fyrir að endurreisn bankanna byggði á sanngirni og réttlæti. Skýrsla hans varð því aldrei neitt annað en bókastoð eða til að setja undir horn á ruggandi borði.
En það var ekki bara Svíi sem var hunsaður, heldur líka Finni. Kaarlo Jännäri var fenginn til að skrifa skýrslu og skilaði henni í mars 2009. Hún ber titilinn Report on Banking Regulation and Supervision in Iceland: past, present and future.
Í staðinn fyrir hugmyndir mjög reynds sérfræðings voru fullkomlega óreyndir Íslendingar fengnir til að semja um endurreisn viðskiptabankana. Niðurstaðan þeirra vinnu var birt í skjalinu Skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna. Hið merkilegasta plagg. Í því kemur m.a. fram loforð fjármálaráðherra um að yrði gengistryggingin dæmd ólögleg, þá kæmu seðlabankavextir á lánin. Niðurstaða Hæstaréttar í máli 471/2010 þurfti því ekki að koma á óvart. Hún hafði verið ákveðin ári fyrr. Skýrslan kom að vísu ekki út fyrr en 31. mars 2011.
Samhliða útgáfu Skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna, þá sendi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, frá sér greinargerð vegna umræðu um skýrsluna. Greinargerðin er eiginlega enn áhugaverðari enn skýrslan, því í henni segir ráðherra að bankarnir hafi skuldbundið sig til að “veita einstaklingum meiri afslátt af lánum þeirra en samið var um við yfirfærsluna”. Ekki er líklegt að nokkur maður finnist sem kannast við að hafa fengið þennan aukna afslátt, enda kæmi það illa heim og saman við yfir 700 ma.kr. hagnað bankanna á árunum eftir hrun.
Í október 2010 var stofnaður vinnuhópur um skuldamál heimilanna. Forsætisráðuneytið leitaði til Marinós G. Njálssonar um setu í hópnum, líklegast í þeim tilgangi að þagga niður í honum. Þvert á vilja stjórnar Hagsmunasamtaka heimilana, þá ákvað Marinó að taka þátt í vinnu hópsins, enda sá hann með því gott tækifæri að nálgast gögn sem annars hefðu ekki verið aðgengileg. Á fyrsta fundi hópsins sneri fulltrúi félagsmálaráðherra sér að Marinó og sagði að hans hlutverk væri að troða öfuga ofan í hann vitleysuna sem Marinó og HH hefðu verið að dreifa út um allt. Þetta endaði svo á því þeir áttu mjög góða samvinnu og það var fulltrúi ráðherra sem varð að kyngja ýmis konar ranghugmyndum. Út úr þessari vinnu komu tvær skýrslu, þ.e. skýrsla hópsins og sérálit Marinós. Heiðarleikinn var nú ekki meiri en svo, að sérálitinu var ekki dreift með aðalskýrslunni. Hér eru skýrslurnar tvær: Aðalskýrsla - Sérálit Marinós
Eftir að niðurstaða vinnuhópsins var klár, var komið að bönkunum, já en ekki, að móta sínar tillögur. Þær voru að sjálfsögðu á skjön við niðurstöður hópsins og miðuðu eingöngu að því að tryggja hagsmuni bankanna, þegar markmiðið með vinnunni var að finna niðurstöðu sem bætti hag skuldara. Á fundi í desember 2010 kynntu bankarnir hugmyndir sínar og er glærusýning vegna þeirra að finna hér.