Hagsmunabarátta, neytendaréttur

Gullfoss á góðviðrisdegi - Ljósmynd: Marinó G. Njálsson

Hér fyrir neðan koma efnisflokkar sem snúa að hagsmunabaráttu heimilanna og neytendarétti.

Hagsmunasamtök heimilanna 2009-2010

Ég var einn af stofnfélögum Hagsmunasamtaka heimilanna og var kosinn varamaður í stjórn á stofnfundi. Fljótlega var ég orðinn aðalmaður og á fyrsta aðalfundi var ég kjörinn í aðalstjórn. Af einhverri ástæðu æxlaðist það svo, að ég varð helsti talsmaður og eiginlega andlit samtakanna. Gerðist það í raun gegn mínum vilja, en svona er lífið. Þetta leiddi síðan til þess, að ég fékk fjölmiðlana í andlitið og nokkrum þeirra datt í hug, m.a. í pólitískum tilgangi, að vega að mér persónulega. Steig ég þá frá borði og hætti í stjórn HH. Við það datt niður áhugi þessara hælbíta á mér.

Hagsmunabarátta

Undir þessum lið eru skrif mín utan þess tíma sem ég var í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna. Þ.e. fram til 15. janúar 2009 og eftir 18. nóvember 2010.

Skuldamál heimilanna

Fátt reyndi meira á, en framferði hinna svo kölluðu viðskiptabanka gagnvart skuldsettum heimilum, vanda sem eldri kennitölur þeirra höfðu skapað. Það er eiginlega grátbroslegt að sjá Íslandsbanka eigna sér í auglýsingum hinar ýmsu framfarir banka og sparisjóða á síðustu öld, en ekki geta gengist við afleiðingum Glitnis á þessari öld. Gleymum því aldrei, að bankarnir fengu lánasöfn heimila og fyrirtækja með miklum afslætti til að láta þennan afslátt ganga til þeirra, en ekki til að mynda ofurhagnað í meira en áratug eftir stofnun.

Gengistryggingin

Um þetta efni skrifaði ég bók, en undir þessu hatti verða birtar hina ýmsu greinar, sérstaklega af Moggablogginu.

Neytendamál

Almennt fer lítið fyrir þessu í íslensku þjóðfélagi og sérkennilegt er að upplifa stjórnvöld og dómstóla hunsa ítrekað neytendarétt og neytendavernd. Ég hef sagt, að ein helsta ástæða fyrir því, að ég er hlyntur inngöngu í ESB, er að þar er neytendaréttur og neytendavernd í hávegum haft.

Húsnæðismál

Undir þetta fellur líka hin endalausa barátta öryrkja, ellilífeyrisþega og annarra sem standa höllum fæti. Hver ríksistjórnin á fætur annarri finnur breiðu bök þjóðfélagsins í þeim sem minnst mega sín og geta ekki hönd fyrir höfuð sér borið.

Umræðan

Umræðan hefur tekið á sig alls konar myndir og inn í hana blandast bull, blekkingar, spilling, rökleysa, svindl og svik. Sumir hafa stillt sér upp gegn hinni sjálfsögðu hagsmunabaráttu sem “fúll á móti” í þeim eina tilgangi að sýna fram á skilningsleysi sitt á málefninu. Gengu menn svo langt að skrifa langan texta í bókum, sem gefnar voru út, þar sem skilningur þeirra á málefninu var enginn.