Tölur í skýrslu AGS tala sínu máli

Ég vakti athygli á því í gær, að í skýrslu AGS væru fróðlegar tölur um mat á virði skulda heimilanna hjá fjármálafyrirtækjum.  Las ég það út úr meðfylgjandi grafi, að matsvirði skuldanna er eingöngu talið vera 65% af bókfærðu virði (kallað "gross value" eða vergt virði) eins og það var líklegast fyrir hrun…

Read more

Samkomulag um þjóðnýtingu staðfest

Í dag voru undirritað samkomulag um greiðslujöfnun og skuldaaðlögun án aðkomu annars samningsaðilans í þeim lánasamningum sem undir samkomulagið heyra.  Er þetta bara enn eitt dæmið um þann eindregna vilja stjórnvalda að slá skjaldborg um fjármálafyrirtækin í landinu á kostnað einstaklinga og heimila í landinu…

Read more

Nýtt "kostaboð" Íslandsbanka

Íslandsbanki spilar út nýju spili.  Bankinn ætlar að lækka stökkbreyttan höfuðstól gengistryggðra lána, sem vafi leikur á að sé löglegur, um heil 23% en í staðinn ætla þeir að hækka vexti um 7% strax og svo sjáum við til.  Til að láta þetta nú líta vel út, þá er bent á að mánaðarleg greiðsla lækki úr 86.000 kr. í 54.000 kr…

Read more

Stjórnvöld enn að bjarga bönkunum á kostnað heimilanna

Í mars kvartaði ég undan því í færslu hér, að áherslur stjórnvalda væru rangar.  Allt snerist um að bjarga bönkunum á kostnað heimilanna.  Nú er stóri dómur stjórnvalda kominn.  "Björgunaraðgerðir" í þágu einstaklinga og heimila hafa verið samþykktar sem lög frá Alþingi.  Mér sýnist fátt hafa breyst frá því í mars og sé aðgerðum best lýst eins og sýnt er hér fyrir neðan…

Read more

Undir hverjum steini er eitthvað nýtt

Maður er eiginlega hættur að vera hissa á nýjum sögum um misferli hjá blessuðum bönkunum.  Hér er enn eitt dæmið um það hvernig menn gátu "keypt" sér lán.  Samkvæmt því sem talsmaður Gertner bræðra segir, þá var nóg, eða nauðsynlegt, að gerast stór hluthafi í Kaupþingi til að komast að peningageymslum bankans…

Read more

Enn eitt vígið fallið - Veð á að duga fyrir skuld - Stórskuldugir fá mestu afskriftirnar

Ég er búinn að liggja aðeins yfir frumvarpi félagsmálaráðherra í þingskjali nr. 69 frumvarp til laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gengishrunsins.  Þetta er stærra mál en nokkurn hefði grunað, ef marka má athugasemdir og umsögn með frumvarpinu.  Fallið er enn eitt vígið sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum setið um, þó hugsanlega sé þessi sigur bara tímabundinn…

Read more

Sorg og áfall

Þegar ég heyrði af því í hádegisfréttum RÚV að brotist hefði verið inn í steinasafnið að Teigarhorni og þaðan stolið öllum geislasteinum safnsins, þá fann ég fyrir sorg í hjarta.  Er virkilega svona komið fyrir landinu, að dýrmætustu gersemar þess eru ekki lengur óhultar nema í rammgirtum söfnum…

Read more

Árni Páll ekki með staðreyndir á hreinu

Ég náði að hlusta á hluta af viðtalinu við Árna Pál Árnason, félagsmálaráðherra, á Bylgjunni áðan.  Þar kom hann upp um þekkingarleysi sitt og ótrúlega lélega stærðfræðikunnáttu.  Á þeim stutta tíma sem ég hlustaði fullyrti ráðherra m.a. spurður af hverju megi ekki lækka höfuðstól lánanna (gróf endursögn)…

Read more