Stundum verður maður kjaftstopp. (Þeir sem þekkja mig vita að það gerist ekki oft ) Það eru ótrúlegar sögur sem maður heyrir af framferði fjármögnunarfyrirtækja gagnvart neytendum. Marga grunar að þar gætu verið á ferðinni stórfelld fjársvik, þegar um er að ræða vörslusviptingar á bifreiðum og öðrum lausafjármunum og „uppgjör“ fyrirtækjanna og endurkröfur á viðsemjendur sína í kjölfarið…
Read moreÞrjár spurningar til ráðherra sem hann gat ekki svarað
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, bar upp þrjár spurningar til Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Spurningarnar eru okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna vel kunnar, þar sem Margrét hafði samband við okkur og bauð okkur að aðstoða sig við gerð þeirra…
Read moreTillögur um að innheimta í botn
Hagsmunasamtök heimilanna hafa undanfarna daga legið yfir tillögum félagsmálaráðherra um aðgerðir til lausna á greiðsluvanda og skuldum heimilanna. Afrakstur vinnunnar varð 12 síðna greinargerð sem send var ásamt fréttatilkynningu og ítarefni til fjölmiðla, stjórnvalda og þingmanna núna í morgun…
Read moreStaðreyndavillur í viðtali
Morgunblaðið birtir í dag viðtal við Agnar Tómas Möller, fyrrverandi starfsmann í áhættustýringu og miðlun hjá Kaupþingi og núverandi starfsmann hjá GAM management. Þó eitt og annað sé ágætt í viðtalinu, þá er annað gegnum sýrt af staðreyndavillum…
Read moreVerkfallið er í góðum gír
Nú er fyrsti dagur greiðsluverkfalls að kvöldi kominn. Ég veit ekki betur en að hann hafi gengið mjög vel, en einhverjar fregnir hef ég haft af undarlegu háttalagi bankanna…
Read moreBreytilegir vextir eru ekki hentugleikavextir
Mjög margir eru með lán með breytilegum vöxtum. Það þýðir að vextir breytast að gefnum einhverjum forsendum á lánstímanum. En það er einmitt lykillinn í þessu. Forsendurnar fyrir breytingu vaxtanna verða að vera þekktar við lántöku og skráðar í lánssamninginn…
Read moreGallað regluverk?
Vissulega er það rétt hjá forsætisráðherra að regluverkið var gallað. Mein gallað til að vera nákvæmari. En það er ekki galli í evrópska regluverkinu sem er að setja allt úrskeiðis hér vegna Icesave. Það eru gallar í íslenska regluverkinu, sem valda því…
Read moreOg á hverju eigum við að lifa?
Trú stjórnvalda á getu heimilanna til að draga sama neyslu sína er með ólíkindum. Fyrst er heimilunum ætlað að standa undir uppbyggingu bankakerfisins með því að gefa bönkunum fasteignir sínar og nú eiga þau að láta stóran hluta tekna sinna renna til ríkissjóðs svo ríkissjóður geti greitt reikninginn sem bankarnir sendu þjóðinni…
Read moreLeið til að forðast auknar álögur á fólk og fyrirtæki
Ríkisstjórnin er að leita leiða til að loka fjárlagagatinu margfræga. Í sumar kom ég með hugmynd, sem ekki fékk hljómgrunn og vil ég endurtaka hana núna. Hún kallar á samstarf launþegar, atvinnurekenda og stjórnvalda. Ég vil meina að hún sé sársaukalausasta skattahækkun sem hægt er að fara út í og það sem skiptir mestu máli, hún skilar sér ekki út í verðlagið og þar með í lánin okkar…
Read moreHrunið - hluti 1: Peningamálastjórnun Seðlabanka Íslands og íslenska flotkrónan
Það var í marsmánuði 2001 að krónan var sett á flot. Sett höfðu verið ný lög um Seðlabanka Íslands og samkvæmt þeim var hlutverk bankans að nokkru endurskilgreint. Meginmarkmið bankans varð nú að stuðla að stöðugu verðlagi. Það var sem sagt þessi lagasetning frá Alþingi, sem hratt af stað atburðarrás sem við erum í dag að súpa seyðið af…
Read moreDagurinn sem öllu breytti
Í dag er eitt ár frá því formaður bankaráðs Glitnis fór á fund formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Þessi skref, sem þá voru stigin, verða að teljast einhver örlagaríkustu skref Íslandssögunnar. Ekki það, að það sem á eftir fylgdi hefði mátt forðast. Að því munum við aldrei komast. En þarna hófst atburðarrás sem engan óraði fyrir…
Read moreHvaða stöðugleiki er mikilvægur?
Já, hvaða stöðugleiki er mikilvægastur? Maður getur ekki annað en spurt sig þessarar spurningar eftir að niðurstaða peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er ljós. Ekki það að ákvörðunin komi á óvart, þar sem forsendur fyrri ákvarðana um vaxtastig hafa ekkert breyst…
Read moreLán færð til ÍLS og hvað svo?
Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í morgun eru í gangi viðræður um mögulega yfirtöku Íbúðalánasjóðs á öllum húsnæðislánum bankanna. Nefnd sem dóms-, félagsmála- og viðskiptaráðherra hefur verið að skoða ýmis úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum og virðast menn hallast á að þetta sé góð hugmynd…
Read moreStuðningur úr óvæntri átt - Fleiri sjá ljósið
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands flutti erindi í um "endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja í kjölfar kerfislægrar fjármálakreppu", svo ég hafi fullan titil á erindi hans. Verð ég bara að segja, að loksins hefur einhverjum hagfræðingi tekist að finna fræðilegan rökstuðning við því sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum haldið fram frá því í janúar og ég raunar hér á blogginu frá því í október í fyrra…
Read moreHeimilin eiga að vera galeiðuþrælar fjármálafyrirtækja
Samkvæmt frétt á pressan.is eru uppi hugmyndir um að tekjutengja afborganir húsnæðislána í samræmi við hugmynd Þórólfs Matthíassonar, prófessors. Ég vil eindregið vara við þessari hugmynd. Hér er um fátæktargildru að ræða, eins og allar aðrar tekjutengingar í þessu þjóðfélagi…
Read moreGjaldþrot Seðlabankans stærsti bitinn
Þetta eru forvitnilegar tölur sem birtar eru í Hagtíðindum. Ef ekki hefði verið fyrir gjaldþrot Seðlabankans, þá værum við í þokkalegum málum. Það kostaði ríkissjóð ríflega 192 milljarða að bjarga Davíð og co úr snörunni og munið að þeim fannst samt ekki þörf á því að víkja sæti…
Read moreDónaskapur stjórnvalda ótrúlegur
Í sjö mánuði hafa Hagsmunasamtök heimilanna beðið eftir því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, standi við orð sín frá fyrsta blaðamannafundi sínum um að samráð yrði haft við Hagsmunasamtök heimilanna. Ekkert hefur gerst. Við erum komin í hóp með listum og menningu sem gott er að vísa til í hátíðarræðum, en þegar á reynir býr ekkert að baki…
Read moreSvikamylla bankanna
Ég hef verið að bíða eftir þessari kæru í nokkurn tíma, en satt best að segja, þá hef ég ekki skilið af hverju Fjármálaeftirlitið og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafi ekkert gert í málinu hingað til…
Read moreSteingrímur í talnablekkingaleik
Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu virðist Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa mikla áhyggjur af skuldastöðu þjóðarinnar. Í fréttinni segir…
Read moreKannski er verið að sýna okkur..
Þessi "ég elska þig, ég elska þig ekki" snúningur á því hvort mál Íslands verði tekið fyrir hjá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er kannski til að sýna okkur að við komumst líklegast alveg af án þeirra. Ég get t.d. ekki séð að ástandið hafi versnað neitt verulega síðustu mánuði. Ástandið er jafnvel ívið skárra en það var í janúar og þá var það svipað og í lok október…
Read more