Sem stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, þá fæ ég alls konar símhringingar frá fólki sem er komið í þrot, hefur misst greiðsluviljann eða er bara reitt. Ég verð bara að viðurkenna að sumar sögurnar eru svo fáránlegar, að maður er bara hlessa. T.d. talaði við mig um daginn kona, sem lent í vandræðum 2003. Hún gerði samning við bankann sinn og hefur borgað í samræmi við það samkomulag…
Read moreStefnuleysi stjórnvalda stærsti vandinn
Um þessar mundir eru 8 mánuðir frá því að Seðlabankinn tók þá ákvörðun fyrir hönd ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að taka yfir 75% hlut í Glitni. Afleiðingar þessarar ákvörðunar hafa verið geigvænlegar og er ekki séð fyrir endann á þeim enn. Þegar þáverandi formaður bankastjórnar, Davíð Oddsson, tók þessa ákvörðun í lok september á síðasta ári, þá voru hér starfandi fimm bankar (Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn, Sparisjóðabankinn og Straumur) og öflugt sparisjóðakerfi…
Read moreStaða bankakerfisins 30. september 2008 segir annað
„Vandinn er sá að bankarnir eru með of mikið af eignum í erlendri mynt sem bera lága vexti en of mikið af skuldbindingum í krónum sem bera háa vexti. Það er afar óþægileg staða að vera í og veldur taprekstri þeirra,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra…
Read moreHeimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fjármálafyrirtækja og slæmrar efnahagstjórnunar
Ég bið stjórnvöld og fjármálastofnanir vinsamlegast um að hugleiða eftirfarandi orð vandlega og grípa til aðgerða í samræmi við innihald þeirra…
Read moreEkkert fyrir heimilin - Þeim á að blæða út
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekkert sem gefur til kynna að taka eigi á einn eða neinn hátt á vanda heimilanna. Þar er stutt innihaldslaus klausa sem hefði alveg eins get hljómað bla, bla, bla. En klausan er sem hér segir…
Read moreHvað felst í aðgerðum/ greiðsluvandaúrræðum? - 29 atriði skoðuð
(Varúð, þetta er löng grein. Í henni er m.a. farið yfir þau úrræði sem tvær ríkisstjórnir hafa gripið til vegna erfiðrar stöðu heimilanna. Neðst í henni er hugsanlegt skúbb.)
Haft er eftir Hrannari B. Arnarsyni í Morgunblaðinu…
Read moreStefán Ólafsson fer með fleipur
Ég get ekki á mér setið og verð að svara orðum Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði, sem koma fram í helgarblaði DV. Í frétt DV, sem birt er á Pressunni segir:
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, segir niðurfærslu skulda dæmigerða frjálshyggjukenningu ættaða frá Bandaríkjunum…
Read moreYfirgengileg harka í innheimtu - Búið að finna leið framhjá banni við vanskilagjaldi
Ég get ekki orða bundist. Inn um lúguna rann innheimtubréf frá símafyrirtæki í eigu landsmanna í gegnum ríkið sem á það í gegnum ónefndan banka. Efni innheimtubréfsins eru vanskil á símreikningi sem var á eindag 2. maí. Eins og alþjóð veit, þá eru laun almennt borguð út fyrsta virka dag mánaðar, þó í þessu tilfelli hafi þau líklegast komið síðasta virka dag apríl…
Read moreLög nr. 38/2001 gætu bjargað gjaldeyrismisvægi bankanna
Gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikningi nýju bankanna gæti sett allt á annan endann hefur Morgunblaðið eftir Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra. Í frétt blaðsins segir…
Read morePeningamál Seðlabankans - Eru stjórnvöld að hlusta?
Ég var að kíkja í ritið Peningamál sem Seðlabankinn gefur út ársfjórðungslega. Þar er eins og venjulega margt forvitnilegt að sjá. Þó ég ætli að mestu að fjalla um raunlækkun fasteignaverðs, þá get ekki setið á mér að benda á nokkra gullmola í ritinu…
Read moreHvers vegna greiðsluverkfall?
Verkfall í hvaða mynd sem er, er vopn til að ná fram rétti. Fyrir launafólk er fá rétt greitt fyrir vinnuframlag sitt. Í þessu tilfelli að fá fram sanngjarna úrlausn og leiðréttingu á höfuðstól lána sem sumir lánveitendur orsökuðu að hækkuðu umfram þær væntingar sem voru bæði hjá lántakanda og lánveitanda…
Read moreHvað hafa stjórnvöld gert fyrir heimilin?
Það er gleðilegt að sjá að þingflokkur Borgarahreyfingarinnar lýsir yfir stuðningi við meginkröfur Hagsmunasamtaka heimilanna. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, þar sem báðir hópar, þ.e. samtökin og Borgarahreyfingin, spretta upp úr hópi almennings sem hefur ofboðið aðgerðarleysi tveggja ríkisstjórna gagnvart vanda heimilanna…
Read moreJóhanna og Steingrímur, lesið þessa frétt
Þetta er því miður veruleikinn. Sífellt stærri hópur fólks á ekki annarra kosta völ en að velja á milli þess að eiga fyrir nauðþurftum eða greiða af lánum. Velkomin í þann veruleika sem skapaði undirmálslánin í Bandaríkjunum. Munurinn er sá að hér voru þetta ekki undirmálslán. Þetta voru ósköp venjuleg íbúðalán…
Read moreÁður glitti í löngutöng, en nú sést hún skýrt og greinilega
Um miðjan janúar hélt Gylfi Magnússon, lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands ræðu á Austurvelli. Þá mælti hann eftirfarandi orð:
Read moreSú hugmyndafræði sem kom okkur í núverandi stöðu er andlega gjaldþrota. Þeir sem fóru fyrir henni þurfa að víkja strax af sviðinu og láta öðrum eftir uppbygginguna…
Hvar standa samtök launafólks í baráttu heimilanna og atvinnulífsins? Áskorun til verkalýðshreyfingarinnar
Í næstu viku eru sjö mánuðir frá því að ríkið tók yfir Landsbankann, Glitni og Kaupþing. Á þessum tíma hefur grátlega lítið gerst hvort heldur til bjargar heimilunum eða atvinnulífinu. Fátt snertir launafólk meira en þetta tvennt. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna samtök launafólks hafa verið jafn óvirk og raunber vitni á þessum umbrotatímum…
Read moreFundur um skuldastöðu þjóðarbúsins hjá FVH
Ég var að koma af fundi um stöðu þjóðarbúsins, sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hélt. Frummælendur voru Haraldur Líndal Haraldsson, framkvæmdastjóri Nýsis og talnagrúskari, og Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður…
Read moreÁ að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlit?
Davíð Oddsson segir í viðtali við Daily Telegraph, að rangt hafi verið að skilja á milli Seðlabankans og bankaeftirlitsins á sínum tíma og færa bankaeftirlitið yfir í hið nýstofnaða Fjármálaeftirlit. Þó ég teljist ekki sérfræðingur, þegar kemur að skipulagi stjórnsýslu, þá þekki ég vel inn á hæfiskröfur í tengslum við úttektir á vottunarhæfum kerfum…
Read moreLausnin er utanþingsstjórn
Ég vil óska Samfylkingunni til hamingju með að hafa steypt landinu í stjórnarkreppu innan við sólarhring eftir að niðurstöður kosninganna voru kunnar. Mér finnst alveg með ólíkindum að flokkurinn ætli að setja ESB-aðild á oddinn, meðan heimilunum og atvinnulífinu blæðir út…
Read moreSamfylkingin dregur fólk og fjölmiðla á asnaeyrunum
Ég skil ekki þessa umræðu um að þjóðin hafi verið að kjósa um ESB. Hafi hún verið að gera það, þá var ESB hafnað! Skoðum niðurstöður kosninganna nánar.
Í töflunni hér fyrir neðan hef ég bætt við einum dálki við þessar hefðbundnu upplýsingar sem hafa verið framreiddar fyrir þjóðina…
Read moreEn hver er ávinningurinn ef vextir lækka um 3% án ESB-aðildar?
Merkileg getur hún verið tölfræðin. Þarna er reiknaður út ávinningur af 3% lækkun vaxta og gefið í skyn að þessi ávinningur komi bara, ef gengið er í ESB. Ég get alveg fullyrt að ef vextir lækka um 10% án ESB-aðildar, þá verði ávinningurinn mun meiri. Ég get líka fullyrt að ef vextir lækka um 15% með því að ganga í NAFTA, þá verði ávinningurinn alveg ótrúlega mikill…
Read more