Jón Gunnar Jónsson skrifar grein undir heitinu "Endurreisn án eftirskjálfta" sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þetta er ákaflega áhugaverð grein, sem ég tel eiga erindi til allra sem vilja fá skýrari mynd af stöðu bankanna…
Read moreVeit Jóhanna hvað hún er að segja?
Jóhanna Sigurðardóttir hélt því blákalt fram á RÚV áðan að það myndi kosta ríkissjóð 900 milljarða að færa niður skuldir um 20%. Ég get ekki annað en velt því fyrir hverju ráðgjafar hennar hafa haldið að henni og hvaða reiknikúnstum þeir hafa beitt…
Read moreAfleiðing af aðgerðarleysi tveggja ríkisstjórna - Krafan er þjóðstjórn
Ég veit ekki alveg hvort það er jákvætt eða neikvætt að hærra hlutfall útlána verður skilið eftir í gömlu bönkunum. Ég er hins vegar alveg klár á því að aðgerðarleysi tveggja ríkisstjórna hefur orðið til þess að allt er renna niður um ræsið. Hversu lengi eigum við landsmenn að bíða eftir að eitthvað verði gert?…
Read moreBrýnustu málin eftir kosningar - verkefni þjóðstjórnar
Nú eru þær að hellast yfir okkur kosningarnar. Ég var að horfa á svo kallaðan borgarafund RÚV rétt áðan og sá varla nokkurn "borgara" leggja fram spurningar. Þarna komu frambjóðendur af hinum og þessum listum flokkanna og spurðu spurninga sem áttu að láta sinn frambjóðanda líta vel út og reyndu að koma höggi á andstæðingana…
Read moreSjálfstæðisflokkurinn í afneitun
Hún er frábær afneitun Guðlaugs Þórs:
Read more"ástæðan fyrir því að vinstri flokkarnir boðuðu til kosninga á þessum tíma væri að þannig gætu þeir valdið Sjálfstæðisflokknum mestum skaða…
Ávöxtunin sem ríkið býður er glæpur gegn þjóðinni
Ríkissjóður Íslands hefur ákveðið að leggja línur um vaxtakjör í landinu næstu 17 ár. Ávöxtunarkrafan er sett á 8,82 - 9,98%! Í mínum huga er þetta glæpur gegn þjóðinni. Með þessu er ríkissjóður að endurspegla tiltrú sína á hagkerfið og endurreisnina, þ.e. verið er að lýsa frati á uppbygginguna…
Read moreEru gengistryggð lán ólögleg?
Í lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur er í greinum 13 og 14 fjallað um vísitölutengingu skuldbindinga.
Read moreVI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.
13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar…
Blekkingadeildir - nei - greiningadeildir bankanna
Yfirlýsing Hagsmunasamtaka heimilanna er send út í tilefni einhliða samkomulags lánveitenda um það hvaða kjör eigi að bjóða lántakendum. Einhvers staðar í heiminum væri talað um samkeppnishamlandi samráð, en hér á landi er látið svo líta út að verið sé að gera lántakendum mikinn greiða…
Read moreBreyting á vaxtabótum - Allt að 500% hækkun hjá tekjuháum, en 30% hjá tekjulágum!!!
Ég get ekki annað en dáðst af þingmönnum. Nú er komið nefndarálit vegna frumvarps um breytingar á vaxtabótum. Ég fór á fund efnahags- og skattanefndar vegna málsins fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna og hlustaði þar meðal annars á fulltrúa fjármálaráðuneytisins leggja til breytingu á lögunum…
Read moreEkki ráð nema í tíma sé tekið
Það verður að segjast eins og er, að uppbyggingar- og endurreisnarvinnan gengur allt of hægt. Sumt sem hefði virkar ofboðslega gott í október er orðið að klóri í bakkann núna í apríl. Ég skil ekki af hverju viðbrögð stjórnvalda eru svona ómarkviss og hæg. Það er ekki eins og margir kostir séu í stöðunni…
Read moreAlgjörlega fyrirséð
Séu einhverjir hér á landi, sem sáu ekki fyrir mikinn samdrátt í einkaneyslu, þá held ég að það sé rétt að vekja þá. Hávaxtastefna Seðlabankans, hrun krónunnar og mikil verðbólga hafa gert það að verkum að sífellt stærri hluti ráðstöfunartekna heimilanna fer beint til bankanna…
Read moreNiðurfærsla lána er nauðsynleg
Það er búin að vera mikil umræða á blogginu og í fjölmiðlum um hvort eigi að færa niður höfuðstól lána. Þeir sem eru á móti því telja óforsvaranlegt að færa niður skuldir stóreignamanna eða stórfyrirtækja…
Read moreJohn Perkins: Efnahagsböðlar
Ég var að hlusta á John Perkins í Silfrinu hjá Agli. Hann talaði um efnahagsböðla sem fara til landa sem búa yfir miklum auðlindum. Þar selja þeir ráðamönnum þá hugmynd að fara út í miklar framkvæmdir við t.d. virkjanir eða vegakerfi…
Read moreÓverðtryggt en samt betur tryggt en verðtryggt!
Ég fagna því að Landsbankinn ætli að bjóða óverðtryggð húsnæðislán, en vil samt vara við því að lánin eru samt á vissan hátt verðtryggð eða a.m.k. vel tryggð. Stýrivaxtatenging lánanna gerir það nefnilega að verkum, að á þeim eru nær undantekningarlaust raunvextir upp á 3,5 til 9,5%…
Read moreLögbundinn sparnaður tapast - valfrjáls ekki
Mikið er ég ánægður að sjá gagnrýni Kára Arnórs Kárasonar í þessari frétt Morgunblaðsins. Ég hef verið eins og biluð plata að benda á þá mismunun sparnaðarforma sem fólst í setningu neyðarlaganna…
Read moreÁhugaverð lesning, svo ekki sé meira sagt
Mér finnst þetta skjal hin áhugaverðasta lesning. Meira í átt við hryllingssögu en fagurbókmenntir. Það er gott að búið er að birta þessar upplýsingar, en ég get ekki tekið undir það að þetta sé einhver syndaaflausn fyrir Seðlabankann…
Read moreGetur einhver útskýrt fyrir mér...
Ég get stundum verið svo tregur að það er með ólíkindum. Nú er svona fattleysi dottið yfir mig. Þetta eru raunar tvö aðskilin mál. Annað kom fram í málflutningi Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og hitt í frétt á visir.is. Tökum fyrst Sigríði…
Read moreAfleiðing af reglubreytingu 30. júní 2003 - Blame it on Basel, taka tvö
Ég hef nokkrum sinnum bent á að þensluna í þjóðfélaginu sem síðan varð að útrásinni megi (meðal annars) rekja til reglubreytinga sem komu í framkvæmd 1. júlí 2003. Daginn áður gaf FME í samráði við Seðlabankann út nýjar reglur nr. 530/2003 um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja…
Read moreHver er kostnaðurinn af niðurfærslu húsnæðislána? Fyrir hvern vinnur ASÍ?
Í Morgunblaðinu í dag er birt undir stúfnum Skoðun grein eftir Henný Hinz, hagfræðing hjá ASÍ. Greinin ber yfirskriftina Greiðsluaðlögun er grundvallaratriði. Mig langar að birta þessa grein hér og vonandi fyrirgefur Morgunblaðið mér það…
Read moreOfurhagfræðingur sammála Hagsmunasamtökum heimilanna
Mig langar að fá lánað hér efni frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann skrifar á eyju-blogginu í færslunni Ofurhagfræðingur sammála Framsókn að "ofurhagfræðingurinn" Nouriel Roubini telji að eina skynsamlega sem hægt er að gera í húsnæðislánavandanum sé flöt niðurfærsla höfuðstóls lánanna…
Read more