Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.5.2009.
„Vandinn er sá að bankarnir eru með of mikið af eignum í erlendri mynt sem bera lága vexti en of mikið af skuldbindingum í krónum sem bera háa vexti. Það er afar óþægileg staða að vera í og veldur taprekstri þeirra,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Ég veit ekki frekar en aðrir landsmenn hvernig efnahagsreikningur nýju bankanna lítur út núna, en ef eitthvað er að marka stöðuna við hrun bankanna í byrjun október, þá þarf mikið að hafa breyst til þess að orð viðskiptaráðherra standist. Skoðum tölur sem er að finna á vef Seðlabanka Íslands.
Samkvæmt þessum tölum eru innlán á innlánsreikningum og seðlar kr. 1.1.54 milljarðar. Þessi innlán skiptast sem hér segir:
(Ég veit ekki hvernig stendur á þessum 9 milljörðum sem munar á þessum tölum Seðlabankans.)
Þá eru það útlánin:
Berum þetta núna saman:
Verðtryggð innlán eru 166,3 milljarðar, en útlánin 971,4 milljarðar
Veltiinnlán eru 355,1 milljarðar, en yfirdráttarlán 251,5 milljarðar. Þó svo að veltiinnlánin séu hærri en yfirdráttarlánin, þá eru vextir af yfirdráttarlánunum mun hærri.
Óverðtryggð innlán eru rúmlega 387 milljarðar, en óverðtryggð útlán (í skuldabréfum) 629,5 milljarðar
Ég verð að viðurkenna, að ég fæ þetta ekki til að ganga upp eins og viðskiptaráðherra er að skýra út. Líklegasta ástæðan er sú að ég hef ekki réttar tölur, en ég hef jú bara þær tölur sem Seðlabankinn hefur birt.
Ég sé annað vandamál í þessum tölum, en það er gjaldeyrisjöfnuður innlenda hluta fjármálakerfisins. Gengisbundin útlán nema um 2.960 milljörðum meðan gengisbundin innlán eru ekki nema í kringum 110 milljarðar. Samkvæmt reglum Seðlabankans má þessi munur eingöngu vera 10%, en er um 96%. Að öllum líkindum þýðir þetta að skilja verður eftir í gömlu bönkunum stóran hluta gengisbundinna útlána. Einnig væri hægt að breyta þessum lánum yfir í íslenskar krónu, en það verður varla gert á því gengi sem var 30. september 2008.