Varnarræða FME

Í gær sór Davíð af sér allar sakir og í dag fáum við afsakanir FME.  Ég verð að vísu að viðurkenna, að mér finnast skýringar Jóns Sigurðssonar, formanns stjórnar FME, mun yfirvegaðri og trúverðugri, en þær sem formaður bankastjórnar Seðlabankans gaf í gær.  Jón reynir þó ekki að kenna Seðlabanka og ríkisstjórn um…

Read more

Ríkisstjórn alþýðunnar í DV

Það var hringt í mig á miðvikudaginn frá DV og ég beðinn um að taka þátt í léttu gríni.  Að vera forsætisráðherra í slembuvalinni ríkisstjórn alþýðunnar.  Ég hugsaði mig aðeins um, enda gætu einhverjir litið svo á, að það rigndi upp í nefið á þeim sem tæki þátt í slíku, en ákvað svo að slá til…

Read more

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Ofsóknaræðið er orðið svo mikið í þjóðfélaginu að menn sjá skrattann í öllum hornum.  Fólk skýtur út í loftið án þess að vita af hverju eða á hvern, vegna þess að það er hrætt og reitt.  Upplýsingaflæðið frá stjórnvöldum er í dropatali, þegar það á að vera stöðugt flæði, eins og í fallegri á og eykur það frekar á fárið…

Read more

Að halda uppi atvinnu skiptir sköpum

Það er sama hvert litið er, alls staðar blasir við sama sjónin.  Samdráttur, uppsagnir, þrengingar og gjaldþrot.  Þetta minnir mig á það sem sagt var um ástandið í Finnlandi á sínum tíma.  Af því sem ég hef heyrt frá fólki sem upplifði finnsku kreppuna, þá virðist fólk almennt vera sammála um að þar hafi ein reginn mistök verið gerð…

Read more

Hinn almenni borgari á að blæða

Það er gjörsamlega fáránlegt að leggja til svona eignaupptöku.  Við skulum hafa í huga, að hinn almenni borgari gerði í fæstum tilfellum nokkuð rangt.  Vissulega tóku ýmsir 90 - 100% lán og þau hafa hækkað, en í langflestum tilfellum hefur það eitt gerst að greiðslubyrði lána hefur vaxið fólki yfir höfuð vegna þess að ríkisstjórn og Seðlabanka mistókst að viðhalda efnahagslegum stöðugleika…

Read more

Veðmál á veðmál ofan

Mér sýnist sem ákveðinn hluti íslenska fjármálageirans sé haldinn slæmri spilafíkn.  Það hefði kannski verið betra að leyfa fjárhættuspil hér á landi og skapa þeim sæmilega lokað umhverfi til að leggja sitt eigið líf í rúst, en láta okkur hin í friði…

Read more

Vogunarsjóðurinn Ísland og aðrir sjóðir - 100% öryggi er ekki til

Menn keppast hver við annan þveran að gagnrýna alla sem hægt er fyrir vafasamar fjárfestingar, svindl með peningasjóði, svindl með bótasjóði, áhættusækni og skort á framsýni.  Ég hef svo sem ekki gert neina fræðilega úttekt á bótasjóðum, fjárfestingum lífeyrissjóða, fjárfestingum peningasjóða eða hvað það nú er annað sem virðist hafa mistekist á undanförnum mánuðum og árum…

Read more