Á hverju munu Íslendingar lifa?

Við stöndum frammi fyrir því að enn ein tilraunin í atvinnusköpun og verðmætaaukningu hefur runnið út í sandinn.  Á undan hafa farið síldin, loðdýrarækt, fiskeldið, rækjuveiðin og nú síðast bankakerfið.  Vafalaust mætti telja fleiri gullkálfa, en ég læt þessa duga…

Read more

Löngu tímabær aðgerð

Ég spáði því í sumar að farið yrði í uppskurð á regluverki fyrir fjármálafyrirtæki.  Var það í framhaldinu á því að Evrópusambandið setti ofan í við þann aðila sem hefur haft umsjón með þessum málum, þ.e. Basel-nefndina sem starfar innan Alþjóða greiðslubankans (Bank for International Settlements), og vildi taka stjórnina af þeim að hluta…

Read more

Geta þeir ekki hætt þessari vitleysu?

Enn halda matsfyrirtækin að níðast á íslenskum fyrirtækjum.  Og hver er tilgangurinn?  Það eru sjálfuppfyllandi spádómar þessara matsfyrirtækja sem í raun hafa valdið mestum skaða hér á landi.  Það er enginn vandi fyrir matsfyrirtækin að spá versnandi horfum, þegar þau eru sjálf búin að skerða lánamöguleika með mati sínu…

Read more

Innlegg í naflaskoðun og endurreisn

Þessa daga eru í gangi miklar björgunaraðgerðir til að bjarga íslenska bankakerfinu, en ekki síður íslenska hagkerfinu.  Ég, líkt og margir aðrir, hef verið í skotgröfunum og hef vafalaust sett fram alls konar blammeringar, sem ekki standast nánari skoðun, meðan annað stendur traustum fótum…

Read more