Aukalán LÍN greidd út á næsta ári!

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 11.11.2008.

Það er kominn inn frétt á vef LÍN um aukalán fyrir námsmenn í sárri neyð skólaárið 2008-09.  Þar segir:

Ef námsmaður er í sárri neyð vegna ófyrirsjáanlegrar röskunar á stöðu hans og högum frá því nám hófst í haust, getur hann sótt um sérstakt aukalán, sbr. heimild í gr. 4.9 í úthlutunarreglum sjóðsins. Umsækjanda ber að fylla út sérstakt umsóknareyðublað og senda til sjóðsins ásamt skýringum og fylgiskjölum sem sýna breytta stöðu umsækjanda.  Hvert tilvik verður svo metið af stjórn sjóðsins. Ef slíkt aukalán verður samþykkt, þá verður það greitt út með framfærsluláni.

Ég veit ekki hvort ég eigi að taka þetta alvarlega.  Námsmenn eru margir í alvarlegum og brýnum fjárhagsvanda, en það á að leysa hann á næsta ári!  Það á að bíða þar til það kemur í ljós hver árangur námsmanna er úr prófum, sem þeir hugsanlega geta ekki farið í vegna fjárhagsvandræða, með að ákveða hvort námsmenn fá aukalánið og þá hve hátt lán.

Skilja menn ekki að neyðin er núna og úrræðin þurfa að koma strax.  Aðstandendur námsmannanna hafa ekki sömu úrræði til að hjálpa þeim og áður vegna efnahagskreppunnar.  Ég átti von á meiri skilningi.  Ég get bara ekki sagt annað.  Ég efast u