Færslan er unnin upp úr athugasemdum við færslu sem var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Umræða, Hagsmunabarátta
Eftirfarandi var beint til mín í athugasemd:
Marinó, það sem þú ert alltaf að biðja um er að það borgi einhver "annar" fyrir þá sem fóru óvarlega, þeirra sem eyddu á kostnað þeirra sem spöruðu.
Þú virðist alltaf gleyma því þegar þú biður um að skuldin þín lækki sem allra mest..
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 18.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar
Ég get ekki annað en fagnað þessum fyrstu viðbrögðum SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans við dómi Hæstaréttar. Fyrirtækin, sem hafa setið undir ámæli um að gera ekkert og hlusta lítið á viðskiptavini sína, hafa núna tekið virðingarvert skref til móts við lántaka sína. Vil ég hrósa þeim fyrir þetta framtak þeirra.
Read more
Ég vona innilega að í eftirfarandi tilvitnun í frétt mbl.is sé eitthvað rangt haft eftir viðmælanda:
„Þessi dómur snýr aðallega um formsatriði málsins þannig að það er vafasamt að það sé hægt að draga af honum víðtækar ályktanir…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 16.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar
Athygli fólks hefur í dag verið á bílalánadómunum tveimur sem féllu í Hæstarétti, en ennþá stærri dómur féll líka í dag. Það var í máli NBI gegn Þráni ehf., þar sem NBI krafist gjaldþrotaskipta á Þráni ehf. Héraðsdómur hafnaði í úrskurði sínum 30. apríl sl. beiðni NBI og hélt ég að þeim úrskurði hefði ekki verið áfrýjað, enda komu upplýsingar um slíkt ekki fram á vefi Hæstaréttar.
Read more
Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp þann dóm að samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur sé óheimilt að binda lán í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Sjá dómana hér…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 16.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar
Ég vil vekja athygli á því að Hæstiréttur mun kveða upp dóma í tveimur bílalánamálum í dag. Dómarnir verða birtir á vef réttarins k. 16.00 og verður að finna hér. Ég mun að sjálfsögðu fjalla um dómana síðar í dag.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 15.6.2010. Efnisflokkur: Staða almennings
Opinberir aðilar hér á landi hafa forðast, eins og hægt er, að viðurkenna þær staðreyndir sem koma fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar. Síðast opinberaði forsætisráðherra afneitun sína í ræðu á Alþingi í umræðu um skuldavanda heimilanna. En það er sama hvað stjórnvöld gera, þau geta ekki vikið sér undan þeirri staðreynd að ástandið fer stigversnandi hjá einstaklingum, heimilum, fyrirtækjum og sveitarfélögum í landinu.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 15.6.2010. Efnisflokkur: Verðtrygging
Ég verð að taka hattinn ofan fyrir Eygló Harðardóttur í þessu máli. Fyrst fékk hún því framgengt að haldinn var opinn fundur í viðskiptanefnd um verðtrygginguna og efnahags- og viðskiptaráðherra var fenginn til að láta útbúa skýrslu um málið. Núna er komin þverpólitísk nefnd sem fjalla á um kosti þess og galla að draga úr vægi verðtryggingar.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.6.2010. Efnisflokkur: Umræðan
Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Ástu Sigrúnu Helgadóttur, forstöðumann Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Þar segir hún þá skoðun sína að fólk sé í afneitun og leiti því ekki úrlausnar á vanda sínum.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.6.2010. Efnisflokkur: Nýir bankar, Bankahrun, Seðlabankinn
Ég hélt þegar ég byrjaði að rita þessa færslu að fjármálaráðherra hefði aðeins svarað einni krassandi fyrirspurn á Alþingi í gær (9. júní). Þær voru tvær.
Fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur
Í skriflegu svari fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur sem birt var á vef Alþingis í dag má lesa ýmislegt fróðlegt.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.6.2010. Efnisflokkur: Umræðan
Með ólíkindum er stundum að hlusta á stjórnarliða og þá sérstaklega samfylkingarfólk berjast gegn því að viðurkenna vanda heimilanna. Ég hef skrifað um skuldavanda heimilanna og fyrirtækja í á þriðja ár og setið í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna frá byrjun. Í skrifum mínum og störfum fyrir samtökin hef ég ítrekað bent á ýmsar tölulegar staðreyndir um stöðu heimilanna. Nær undantekningarlaust hafa þessar tölur reynst réttar. Hagsmunasamtök heimilanna hafa aftur og aftur varað við þróun mála.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.6.2010. Efnisflokkur: Skattamál
Fólk þarf ekki að lesa margar færslur hjá mér hér á blogginu til að sjá, að ég hrósa þingmönnum Samfylkingarinnar ekki oft, enda finnst mér flokkurinn vera ákaflega spar á hugmyndir sem virkilega verja hagsmuni heimilanna. Ég hef varað við því og eins stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna, byggja ætti upp nýja bankanna á eignum og tekjum heimilanna.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 8.6.2010. Efnisflokkur: Stjórnvöld
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, á sér hliðar vekja sífellt furðu mína. Hér er eitt atriði. Opinberir starfsmenn eiga að sætta sig við launafrystingu til ársloka 2014.
Ég hélt að væri einhver maður með púlsinn á ástandinu í þjóðfélaginu, þá væri það Árni Páll. Hefur hann ekki séð vanda heimilanna? Fattar hann ekki hvað þessi vandi er umfangsmikill? Ég segi að hann ætti að vita betur.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 7.6.2010. Efnisflokkur: Tölvur og tækni
Ég verð að viðurkenna, að mér finnst það ekki bera vott um mikinn vilja eigenda Verne Holding til að taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs í landinu, að það þurfi að vera í skjóli sérstakrar fyrirgreiðslu af hálfu ríkisvaldsins. Satt best að segja, þá furða ég mig á því. Það er flott hugmynd að koma upp þessu gagnaveri, en af hverju þarf ríkisstyrk?
Read more
Síðast liðinn föstudag fór ég fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna á fund efnahags- og skattanefndar til að greina frá afstöðu samtakanna til bílalánafrumvarps félags- og tryggingamálaráðherra. Samtökin voru ekki ein um að vera boðuð á fund nefndarinnar þarna á föstudagskvöldi…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 4.6.2010. Efnisflokkur: Umræðan, Stjórnmál
Ég verð að taka undir með Þór Saari, að þessi umræða um persónukjör er komin út í algjöra vitleysu. Snýst þetta virkilega um kynjamál, en ekki lýðræði. Það er minn lýðræðislegi réttur í dag að stroka út alla karla eða allar konur af þeim lista sem ég kýs. Ekki eru nein lög sem banna það. Af hverju halda femínistar að persónukjör verði konum óhagstætt?
Read more
Í Morgunblaðinu í dag (fimmtudag) er rætt við formenn þingflokkanna og síðan Þór Saari og þeir spurðir hvaða verkefni séu mikilvægust það sem eftirlifir þings. Mig langar að vekja athygli á svari Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins…
Read more
Ég verð að taka undir með greiningu Íslandsbanka að trúverðugleiki Seðlabankans beið hnekki. Þetta var að vísu heldur illa varðveitt leyndarmál, að lífeyrissjóðirnir ættu að fá þessi skuldabréf. A.m.k. hef ég vitað af því í nokkurn tíma. Mánuð til að vera nákvæmari…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 30.5.2010. Efnisflokkur: Stjórnmál
Það er eitt sem er dagljóst með úrslit kosninga: Formenn stjórnmálaflokka viðurkenna aldrei tap. Í kvöld var Jóhanna Sigurðardóttir í sjónvarpssal og í hvert sinn sem hún komst nálægt því að viðurkenna tap Samfylkingarinnar, þá tengdi hún það alltaf við "fjórflokkinn". Samt er það þannig, að Samfylkingin tapar miklu fylgi í fjórum stærstu sveitarfélögum landins, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri
Read more
Ég vil byrja á því að þakka Breka Karlssyni fyrir að vekja athygli á þessari vitleysu.
Samkvæmt gögnum Seðlabankans, sem Breki vísar í, voru yfirdráttarlán í íslenskum krónu 251,5 milljarðar kr. í september 2008, en stóðu í 129,7 milljörðum þremur mánuðum síðar. Hlutur heimilanna var um þriðjungur af þessari tölu, þ.e. var í september 2008 78,3 milljarðar og hafði lækkað í 46,7 milljarða í desember sama ár sem er lækkun upp á 40,4%…
Read more