Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 26.5.2010. Efnisflokkur: Icesave
Ef þessi niðurstaða ESA er að koma einhverjum á óvart, þá hefur sá hinn sami ekki fylgst mikið með Icesave umræðunni. Eins og ég skil Icesave samningana, þá hefur Ísland alltaf viðurkennt að það þurfi að greiða lágmarkstrygginguna. Deilan hefur ekki snúið um það. Hún hefur snúið um hvernig endurgreiðsla frá Landsbankanum fari fram, þ.e. hvort fyrst skal greiða inn á skuldbindingu íslenska tryggingasjóðsins..
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 26.5.2010. Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd
Ég get ekki annað en furða mig á öllum þeim smákökum (cookies) sem ætlast er til að maður baki á ferð um veraldarvefinn. Varla er hægt að opna eina einustu síðu án þess að beðið er um skrifa smáköku niður á tölvu hjá manni eða óskað er eftir að smákaka sé send út. Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki þessa hnýsni sem í þessu felst. Til hvers þarf einhver vefþjónn að vita að ein eða önnur mynd hafi verið birt í vafra úti í bæ frekar en á Akureyri
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 26.5.2010. Efnisflokkur: Skuldaúrræði
Hún er furðuleg sú ályktun blaðamanns að SP-fjármögnun hafi riðið á vaðið. Fyrirtækið stendur frammi fyrir tveimur niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Annarri frá því 12. febrúar, þar sem Áslaug Björgvinsdóttir settur héraðsdómari úrskurðar að gengistrygging sé ólögleg, og hinni frá 30. apríl, þar sem Jón Finnbjörnsson héraðsdómari úrskurðar að ekki sé gengistryggingin bara ólögleg heldur skuli engin önnur verðtrygging koma í staðinn, en lánasamningurinn skuli að öðru leyti standa.
Read more
Ég verð að furða mig á þessari miklu athygli sem Morgunblaðið og mbl.is veita útspili SP-fjármögnunar. Ennþá meira er ég hissa á hinni gagnrýnislausu "fréttaskýringu" sem þessi færsla er hengd við…
Read more
Fimmtudaginn 20. maí féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Flemmings Bendsens gegn Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka vegna kröfu Flemmings um að kröfur hans til slitastjórnar bankans verði viðurkenndar sem forgangskröfur. Ég ætla ekki að fjalla um dóminn hér heldur kröfurnar…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 25.5.2010. Efnisflokkur: Skuldaúrræði
SP-fjármögnun sér sæng sína út breidda og býður lækkun höfuðstóls gengistryggðra bílalána. Lána sem fyrirtækið mátti ekki bjóða lögum samkvæmt, lán sem voru í ókennilegum sjóðseiningum sem það hafði ekki starfsheimildir til að bjóða, lán sem það sagðist hafa veitt í gjaldeyri til viðskiptavina, þó fyrirtækið hefði ekki heimild til gjaldeyrisviðskipta.
Read more
Mér þykir höggvið í saman knérum. Enn einu sinni á að leita í vasa heimilanna eftir aur til að laga fjárlagahallann. Bara svo eitt sé á hreinu:
Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fyrir misvitra stjórnmálamenn og illa rekin fjármálafyrirtæki…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.5.2010. Efnisflokkur: Minningarorð
Mig hefur í nokkurn tíma langað að minnast gamals nemanda míns og bloggvinar, Ísaks Rafaels Jóhannssonar, en hann lést á Landspítalanum 19. apríl sl.
Ísak gekk inn í fyrsta tímann hjá mér í Iðnskólanum fyrir um 15 árum. Hann var kominn í tölvunám og ætlaði sér stóra hluti. Og ekki skorti viljann. Hann lagði sig alltaf fram við hlutina, þó hann þyrfti oft að leggja meira á sig en margir í kringum hann.
Read more
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er loksins búinn að láta reikna út hvaða upphæð kemur út, ef ætlunin er að leiðrétta verðtryggð lán heimilanna um annars vegar 10% og hins vegar 20%. Hann lét að vísu bara reikna hvað þetta kostar fyrir hluta lánanna, en það gefur samt góða mynd…
Read more
Um daginn henti slitastjórn Kaupþings þeirra bombu að innheimta ætti lán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa. Þessi lán voru vægt til orða tekið umdeild eftir að stjórn Kaupþings ákvað á síðustu metrunum fyrir hrun að fella niður persónulegar ábyrgðir tengdar þessum lánum…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 18.5.2010. Efnisflokkur: Bankahrun
Ég veit ekki við hverju Sigurður Einarsson bjóst. Hann er með aðgerðum sínum búinn að valda íslensku þjóðinni geigvænlegum skaða. Upphæðirnar velta á þúsundum milljörðum króna. Í slóð hans og hans kóna er sviðin jörð, brotin heimili, gjaldþrota fyrirtæki, uppflosnaðar fjölskyldur og fólk sem tekið hefur líf sitt vegna þess að nokkrir gráðugir einstaklingar sáu sér færi á að græða örlítið meira.
Read more
Sigurður Einarsson og ýmsir sjálfskipaðir verjendur gerenda í hruni íslenska hagkerfisins hafa haldið því fram að aðgerðir Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, séu leikþættir. Ég get ekki annað en sagt á móti…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.5.2010. Efnisflokkur: Bankahrun
Það er stutt stórra högga á milli. Handtaka Hreiðars Más, Magnúsar Guðmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Steingríms Kárasonar á síðustu dögum, alþjóðleg handtökuskipun gefin út á Sigurður Einarsson sem "þorir ekki heim", krafa um frystingu eigna Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára hér á landi og núna þetta.
Read more
Landsbankinn auglýsir á heilsíðum í blöðunum í dag 25% lækkun höfuðstóls lána bæði heimila og fyrirtækja í erlendri mynt. Miðað er við gengi 30. apríl, en þá var gengisvísitala um 226,5. Tilboð bankans þýðir því lækkun í gengisvísitölu 170…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.5.2010. Efnisflokkur: Bankakreppa
Risastór björgunarsjóður hefur verið stofnaður. Í hann eiga að renna 750 milljarðar evra. Þetta er engin smá upphæð, en samt ætlar enginn að leggja fram eitt cent, ef marka má fréttaflutning á BBC World.
Mér sýnist sem stofnun þessa sjóðs sýni og sanni að vogunarsjóðir og spákaupmenn hafa unnið. Fyrir þremur árum hófst mikil atlaga að fjármálakerfi heimsins.
Read more
Ég sat í morgun, sem annar fulltrúi Hagmunasamtaka heimilanna, opinn fund viðskiptanefndar Alþingis um verðtrygginguna. Auk mín var Friðrik Ó. Friðriksson frá HH. Þá sat einnig með Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Hlutverk okkar þriggja var að svara spurningum nefndarmanna um verðtrygginguna og skyld efni…
Read more
Hún er sérkennileg myndin sem birtist mér á síðum vefmiðla og fjölmiðla eftir að tveimur hvítflibbum var stungið í steininn. Í marga mánuði hefur gagnrýnin dunið á Ólafi Þór Haukssyni (sem ég vil taka fram að er góður vinur minn) fyrir að hafa ekki handtekið neinn og sýni ítrekað getuleysi sitt, reynsluleysi, þekkingarleysi og ég veit ekki hvað…
Read more
Mér barst í gær afrit af tölvupósti sem m.a. var sendur nokkrum þingmönnum. Mér fannst efni þessa pósts eiga erindi við fleiri og óskaði eftir leyfi höfundar til að birta það hér. Það leyfi var góðfúslega veitt. Hér er pósturinn…
Read more
Ég velti því fyrir mér í nóvember og desember 2008 hvort gjaldeyrishöftin væru mistök. Hreinlega hættuleg efnahag þjóðarinnar. Rök mín fyrir því voru, og eru enn, að hér á landi er heilmikið fé bundið sem er í eigu erlendra aðila…
Read more
Það er merkilegt að lesa þessi ummæli Kjartans Georgs Gunnarssonar. Auðvitað getur hann sætt sig við 20 - 35% lækkun, þegar Héraðsdómur Reykjavíkur er rétt búinn að dæma að lækka eigi höfuðstól láns um tæp 60%…
Read more