Laugardaginn 25. febrúar hélt ég erindi í Grasrótarmiðstöðinni um gengisdóma Hæstaréttar. Erindið var tekið upp og hefur Rakel Sigurgeirsdóttir klippt það til og birt á vefnum. Langar mig að birta upptökuna hér og fjalla lítillega um hvern hluta…
Read moreHagnaður bankanna hefði líklegast orðið 450 ma.kr. árið 2011 ef ekki væri fyrir Hæstarétt
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 19.3.2012. Efnisflokkur: Nýir bankar
Á síðustu 15 mánuðum eða svo hafa bankarnir barið sér á brjósti fyrir að vera að "afskrifa" háar upphæðir af lánum einstaklinga og fyrirtækja. Samkvæmt tölum á síðu Samtaka fjármálafyrirtækja þá stóð "afskriftartalan" fyrir einstaklinga/heimili í 196 ma.kr. í desember sl.
Read moreHvernig eru verðmæti metin? Náttúran er landsins verðmætasta eign
Hún er merkileg þessi umræða, þar sem verið er að stilla náttúruvernd upp sem óvini verðmætasköpunar. Hvers vegna það er gert veit ég ekki, þar sem fátt bendir til þess að þetta sé rétt…
Read moreÞingsályktun Hreyfingarinnar: Hugmynd sem taka verður alvarlega
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 13.3.2012. Efnisflokkur: Skuldamál heimilanna
Ég hvet þingheim til að taka þessa tillögu Hreyfingarinnar alvarlega. Í henni felst virkilega metnaðarfull tilraun til að höggva á hnút sem haldið hefur stórum hluta húsnæðiseigenda föstum.
Read moreÞetta átti ekki að koma á óvart, en er skynsamlegt að draga að greiða?
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.3.2012. Efnisflokkur: Skuldir þjóðarbúsins
Merkilegt að það komi stjórnvöldum og Seðlabanka Íslands á óvart að færa þurfi íslenskar eignir hrunbankanna yfir í erlendan gjaldmiðil. Þetta hljómar pínulítið svoleiðis.
Héldu menn virkilega að þessir peningar myndu bara liggja inni á reikningum?
Read moreEkki hægt að bjarga bönkunum eftir 2005! Var reynt nógu mikið? Og erum við búin undir annað áfall?
Nú er fyrstu viku Landsdómsins lokið og heilmargt hefur verið sagt. Menn segja sína sögu sem nánast alltaf er eitthvað stílfærð. Af þeim framburðum sem ég hef komist í að kynna mér, þá held ég að aðeins ein manneskja hafi komið fyrir dóminn og sagt satt og rétt frá án stílfærslu, þ.e. hún sagði nákvæmlega frá hlutunum eins og þeir gerðust á hennar vakt…
Read moreSamkeppniseftirlit heimilar samstarf með ströngum skilyrðum
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.39.2012. Efnisflokkur: Nýir bankar
Óhætt er að segja að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 telst tímamót. Ekki sá hluti sem snýr að því að fjármálafyrirtæki megi hafa samstarf, það er nú gegn um gangandi rugl í íslensku samkeppnisumhverfi sem verður að fara að stoppa. Nei, það eru hin ströngu skilyrði sem Samkeppniseftirlitið setur samstarfinu.
Read moreLandsbankinn: Dómur hefur litið fordæmisgildi!
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 7.3.2012. Efnisflokkur: Gengistrygging, Kröfuréttur
Skuldara barst bréf frá Landsbankanum:
Read moreSæll
Því miður þá get ég aðeins gefið þér takmarkaðar upplýsingar um stöðu þessara mála þar sem ekki liggur fyrir hvernig þessum málum verður háttað.
Dómur Hæstaréttar er mjög skyr: Vextir verða eingöngu leiðréttir til framtíðar
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 2.3.2012. Efnisflokkur: Gengistrygging, Kröfuréttur
Dómur Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 um vaxtaútreikning áður gengistryggðra lána er mjög skýr:
Read more..þykir það standa varnaraðila nær en sóknaraðila að bera þann vaxtamun sem af hinni ólögmætu gengistryggingu hlaust og um er deilt í málinu.
Lögfræðiálit LEX er ekki um niðurstöðu Hæstaréttar!
Er þetta ekki dæmigerð nálgun stjórnvalda á ágreiningi sem kominn er upp. Fá skal tvo óháða lögfræðinga (hvar sem þeir finnast) til að rýna álit lögmannsstofunnar Lex um lögfræðileg álitaefni vegna dóms Hæstaréttar 15. febrúar sl. Eins og fram kemur í fréttinni, þá var sú álitsgerð unnin að ósk Samtaka fjármálafyrirtækja. Ég ætla ekki að segja að niðurstaðan hafi verið pöntuð, þar sem slíkt væri ærumeiðingar, en ég gef ekki mikið fyrir þetta álit…
Read moreHæstiréttur: Eingöngu má leiðrétta rangan lagaskilning til framtíðar
Í þessum pistli langar mig til að greina þau atriði sem mér finnst mestu máli skipta í dómsorðum Hæstaréttar í máli nr. 600/2011 frá 15. febrúar sl…
Read moreErindið um vaxtadóma Hæstaréttar í Grasrótarmiðstöðinni
Erindi um vaxtadóma Hæstaréttar í Grasrótarmiðstöðinni. Fjölmiðlar sýndu þessu engan áhuga og er það furðulegt…
Read moreMjök erum tregt tungu at hræra
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 24.2.2012. Efnisflokkur: Staða almennings
Mjök erum tregt
tungu at hræra
eða loptvætt
Read moreFordæmisgildi Hæstaréttardóms víðtækt
Fyrirsögn fréttar mbl.is er "Óvíst um fordæmisgildi". Miðhluti fréttarinnar er um greiningu Sigurjóns á dómnum, en ráða má af fyrirsögninni og því sem kemur á undan miðkaflanum að það sem þar segir gefi tilefni til að efast um fordæmisgildi dómsins. Þessu er ég algjörlega ósammála og þessu sé frekar öfugt snúið. Orð Sigurjóns bendi einmitt til víðtæks og sterks fordæmisgildi dómsins…
Read moreSóttin breiðist út - Stemmum stigum við henni áður en það verður um seinan
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.2.2012. Efnisflokkur: Skuldamál heimilanna
Sú sótt sem lagst hefur á okkur Íslendinga er farin að dreifa sér víða. Hjá okkur kom hluti höggsins strax vegna gengistryggingarinnar. Fólkið með verðtryggðu lánin eru farin að finna fyrir hitanum og þar mun bara hitna undir pottinum.
Read moreVaxtadómar og Árna Páls-lög - hluti 2 - Bláeygur Hæstiréttur?
Óhætt er að segja að Hæstiréttur hafi hrist vel upp í þjóðfélaginu sl. miðvikudag. Í mínum huga kom niðurstaðan ekki á óvart og var gjörsamlega fyrirséð út frá kröfurétti og neytendarétti. Ég verð þó að segja að ég er ekki sáttur við allan rökstuðning réttarins, frekar en ég var sáttur við rökstuðning hans í september 2010, rökstuðning FME og Seðlabanka Íslands í júní 2010 og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þegar Árna Páls-lögin voru til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd í nóvember og desember 2010…
Read moreLíkleg staða lánþegar áður gengistryggðra lána eftir dóma Hæstaréttar
Margir hafa spurt mig hver sé staða sín eftir hinu fjölmörgu dóma Hæstaréttar um áður gengistryggð lán. Hér fyrir neðan er farið yfir grófar niðurstöður helstu dóma, hvað þeir þýða og loks sýnd einföld dæmi…
Read moreLeiðbeiningar FME/SÍ og Árna Páls lög hækkuðu vexti um allt að 357 ma.kr. á lánum heimilanna
Ég veit ekki af hverju ég hef ekki gert þetta áður, en í gær fór ég að velta fyrir mér hver hafi verið nákvæmlega áhrif leiðbeininga FME og Seðlabanka Íslands og síðar Árna Páls-laganna (nr. 151/2010) á heimilin í landinu. Hluti af ástæðunni var að upplýsingar vantaði og þær hafa verið að koma fram smátt og smátt. Hinn hlutinn var að hélt að þetta væri svo flókið…
Read moreÞýðing dóms Hæstaréttar fyrir lántaka
Það rigna yfir mig fyrirspurnir um hvað niðurstaða Hæstaréttar í gær þýðir í raun og veru fyrir lántaka. Eins og alltaf er til einföld og ónákvæm skýring og síðan flókin og ítarleg skýring…
Read moreAfturvirkni vaxta ólögmæt af greiddum gjalddögum
Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta. Vissi af niðurstöðunni rétt rúmlega þrjú og las frétt mbl.is en vantaði heildarmyndina áður en ég gæti öskrað YES, YES, YES!!!!!!…
Read more