Erindi um gengisdóma

Laugardaginn 25. febrúar hélt ég erindi í Grasrótarmiðstöðinni um gengisdóma Hæstaréttar.  Erindið var tekið upp og hefur Rakel Sigurgeirsdóttir klippt það til og birt á vefnum.  Langar mig að birta upptökuna hér og fjalla lítillega um hvern hluta…

Read more

Hagnaður bankanna hefði líklegast orðið 450 ma.kr. árið 2011 ef ekki væri fyrir Hæstarétt

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 19.3.2012. Efnisflokkur: Nýir bankar

Á síðustu 15 mánuðum eða svo hafa bankarnir barið sér á brjósti fyrir að vera að "afskrifa" háar upphæðir af lánum einstaklinga og fyrirtækja.  Samkvæmt tölum á síðu Samtaka fjármálafyrirtækja þá stóð "afskriftartalan" fyrir einstaklinga/heimili í 196 ma.kr. í desember sl.

Read more

Ekki hægt að bjarga bönkunum eftir 2005! Var reynt nógu mikið? Og erum við búin undir annað áfall?

Nú er fyrstu viku Landsdómsins lokið og heilmargt hefur verið sagt.  Menn segja sína sögu sem nánast alltaf er eitthvað stílfærð.  Af þeim framburðum sem ég hef komist í að kynna mér, þá held ég að aðeins ein manneskja hafi komið fyrir dóminn og sagt satt og rétt frá án stílfærslu, þ.e. hún sagði nákvæmlega frá hlutunum eins og þeir gerðust á hennar vakt…

Read more

Samkeppniseftirlit heimilar samstarf með ströngum skilyrðum

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.39.2012. Efnisflokkur: Nýir bankar

Óhætt er að segja að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 telst tímamót.  Ekki sá hluti sem snýr að því að fjármálafyrirtæki megi hafa samstarf, það er nú gegn um gangandi rugl í íslensku samkeppnisumhverfi sem verður að fara að stoppa.  Nei, það eru hin ströngu skilyrði sem Samkeppniseftirlitið setur samstarfinu.

Read more

Lögfræðiálit LEX er ekki um niðurstöðu Hæstaréttar!

Er þetta ekki dæmigerð nálgun stjórnvalda á ágreiningi sem kominn er upp.  Fá skal tvo óháða lögfræðinga (hvar sem þeir finnast) til að rýna álit lögmannsstofunnar Lex um lögfræðileg álitaefni vegna dóms Hæstaréttar 15. febrúar sl.  Eins og fram kemur í fréttinni, þá var sú álitsgerð unnin að ósk Samtaka fjármálafyrirtækja.  Ég ætla ekki að segja að niðurstaðan hafi verið pöntuð, þar sem slíkt væri ærumeiðingar, en ég gef ekki mikið fyrir þetta álit…

Read more

Fordæmisgildi Hæstaréttardóms víðtækt

Fyrirsögn fréttar mbl.is er "Óvíst um fordæmisgildi".  Miðhluti fréttarinnar er um greiningu Sigurjóns á dómnum, en ráða má af fyrirsögninni og því sem kemur á undan miðkaflanum að það sem þar segir gefi tilefni til að efast um fordæmisgildi dómsins.  Þessu er ég algjörlega ósammála og þessu sé frekar öfugt snúið.  Orð Sigurjóns bendi einmitt til víðtæks og sterks fordæmisgildi dómsins…

Read more

Vaxtadómar og Árna Páls-lög - hluti 2 - Bláeygur Hæstiréttur?

Óhætt er að segja að Hæstiréttur hafi hrist vel upp í þjóðfélaginu sl. miðvikudag.  Í mínum huga kom niðurstaðan ekki á óvart og var gjörsamlega fyrirséð út frá kröfurétti og neytendarétti.  Ég verð þó að segja að ég er ekki sáttur við allan rökstuðning réttarins, frekar en ég var sáttur við rökstuðning hans í september 2010, rökstuðning FME og Seðlabanka Íslands í júní 2010 og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þegar Árna Páls-lögin voru til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd í nóvember og desember 2010…

Read more

Leiðbeiningar FME/SÍ og Árna Páls lög hækkuðu vexti um allt að 357 ma.kr. á lánum heimilanna

Ég veit ekki af hverju ég hef ekki gert þetta áður, en í gær fór ég að velta fyrir mér hver hafi verið nákvæmlega áhrif leiðbeininga FME og Seðlabanka Íslands og síðar Árna Páls-laganna (nr. 151/2010) á heimilin í landinu.  Hluti af ástæðunni var að upplýsingar vantaði og þær hafa verið að koma fram smátt og smátt.  Hinn hlutinn var að hélt að þetta væri svo flókið…

Read more