Hagnaður bankanna hefði líklegast orðið 450 ma.kr. árið 2011 ef ekki væri fyrir Hæstarétt

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 19.3.2012. Efnisflokkur: Nýir bankar

Á síðustu 15 mánuðum eða svo hafa bankarnir barið sér á brjósti fyrir að vera að "afskrifa" háar upphæðir af lánum einstaklinga og fyrirtækja.  Samkvæmt tölum á síðu Samtaka fjármálafyrirtækja þá stóð "afskriftartalan" fyrir einstaklinga/heimili í 196 ma.kr. í desember sl.  Í fréttum frá Arion banka og Landsbankanum, þá hafa þessir tveir bankar fært niður áður gengistryggð lán um 55 ma.kr. vegna dóms Hæstaréttar 15. febrúar sl. þannig að sú upphæð bætist ofan á það sem áður var gert.  Alls gerir þetta því 251 ma.kr. og þá á Íslandsbanki eftir að koma með sínar tölur.  Frjálsi tilkynnti aftur fyrir helgi tap upp á milljarða tugi á tveimur árum, 8,9 ma.kr. fyrir 2011 og 27,4 ma.kr. vegna 2010.

Það stórkostlega við tölur bæði Landsbanka og Arion banka er að fyrir rúmu ári, þ.e. þegar dómar í málum nr. 603/2010 og 604/2010 gengu í Hæstarétti hinn 14. febrúar 2011, þá sáum við ekki afturvirka niðurfærslu í ársreikningi fyrir 2010.  Nei, þeir dómar höfðu nánast engin áhrif inn í ársreikningana.  Samt áttu bankarnir hlutdeild í 146 ma.kr. niðurfærslu vegna endurútreiknings gengistryggðra lána.  Núna er dómurinn sem gekk 15. febrúar 2012, þ.e. nr. 600/2011, látinn hafa strax áhrif.  Gefum okkur að þessi tveir bankar hafi gefið eftir 60% af 146 ma.kr. eða 87,6 ma.kr., bætum svo 55 ma.kr. vegna dóms nr. 600/2011 og hagnaði upp á 28 ma.kr., þá fáum við að hagnaður þessara tveggja banka hefði orðið a.m.k. 170,6 ma.kr. vegna síðasta árs.  Við þessa tölu á eftir að bæta áhrifum af "afskriftum" til lögaðila sem dómar nr. 603/2010 og 604/2010 þvinguðu bankana til að veita.  Heildarhagnaður hefði því líklegast endað í einhverjum 300-350 ma.kr. bara hjá þessum tveimur bönkum.  Ekki slæmt í hagkerfi sem varð nánast gjaldþrota fyrir 3,5 árum. Síðasta ár hefði því skilað tveimur bönkum hátt í tvöföldum hagnaði á við alla bankana þrjá ríflega 2 ár þar á undan.  Gefum okkur næst að Íslandsbanki sýni álíka hagnað og meðaltal hinna, þá 

Svo segjast þeir ekki hafa haft neitt svigrúm til að leiðrétta lán heimilanna.  Kanntu annan betri?