Sighvati Björgvinssyni svarað

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 14.2.2012. Efnisflokkur: Stjórnmál

Sæll Sighvatur

Þetta er Marinó "nokkur" Njálsson.  Þú sendir mér pillur í einhverju bræðikasti, þar sem þér líkar ekki við málflutning minn um orð þín í Silfri Egils sl. sunnudag.  Ég tek það fram að ég á ekki í neinu stríði við þig og mér þykir þú fara sérkennilega leið að Ólafi Arnarsyni að spyrða málflutning okkar saman.

Read more

Ótrúlegar rangfærslur í Silfri Egils - Hægri/vinstri skipting er úrelt hugmyndfræði

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.2.2012. Efnisflokkur: Stjórnmál

Ég var að hlusta á Silfur Egils, þar sem eru í panel fjórir einstaklingar.  Tveir sem eru að meta stöðuna á hlutlausan hátt, þ.e. Jóhanna Vigdís og Styrmir, og tveir sem eru að drepast úr spælingu yfir góðu gengi SAMSTÖÐU - flokks um lýðræði og velferð, þ.e. Þóra Kristín og Sighvatur.

Read more

Af vanhæfi, hlutleysi og fagmennsku dómara

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.2.2012. Efnisflokkur: Dómstólar

Á Eyjunni er frétt þar sem rætt er við Brynjar Níelsson (eða vitnað í hann) vegna gagnrýni sem komið hefur á einn dómara í Hæstarétti fyrir að hafa ekki sagt sig frá máli, þegar kom í ljós að góður vinur hans flutti málið fyrir annan málsaðilann.  Mér er alveg sama hverjir einstaklingarnir eru, þar sem í mínum huga snýst málið ekki um einstaklinga heldur grundvallarmál.

Read more

480 ma.kr. menntunarkostnaður lífeyrissjóðanna - Lífeyrissjóðirnir taki yfir Íbúðalánasjóð

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.2.2012. Efnisflokkur: Lífeyrissjóðir, Íbúðalánasjóður

Oft hef ég deilt á sýn Guðmundar Gunnarssonar á hlutina.  Í dag birtir hann færslu á bloggi sínu, Samhengi hlutanna, og setti ég meðfylgjandi athugasemd inn á hjá honum. Í þessu tilfelli get ég tekið undir flest það sem hann segir.

Read more

Almannatryggingaflækjan og mannréttindabrot á lífeyrisþegum - Umbóta er þörf

Fyrir hartnær áratugi fékk ég það verkefni í vinnunni að greina allar breytur og stikur í lögum um almannatryggingar og reglugerðum sem Tryggingastofnun ríkisins vann eftir. Ástæða var að fyrirtækið sem ég vann hjá var að forrita nýtt hugbúnaðarkerfi fyrir TR.  Ég átti að ljúka þessu af á dagsstund eða svo, þar sem mönnum datt ekki annað í hug en að það færi nú vart meiri tími í verkið.  Reyndin varð önnur…

Read more

SFF notar loðið orðalag og segir ekki alla söguna

Samkvæmt fréttum frá SFF þá hafa lán heimilanna verið færð niður um tæpa 200 ma.kr.  Efast margir um sannleiksgildi þessarar staðhæfingar og er ég í þeirra hópi.  Í fyrsta lagi, þá er ekki hægt að lesa þessa tölu út úr reikningum fjármálafyrirtækjanna, hversu góður vilji væri til þess að leita af þeim.  Í öðru lagi, þá eru, eins og segir í frétt mbl.is, ekki allir sáttir við að túlka aðlögun stöðu lána að lögum vera niðurfærslu…

Read more

Samstaða - flokkur lýðræðis og velferðar

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 7.2.2012. Efnisflokkur: Stjórnmál

Ég vil byrja á því að óska Lilju Mósesdóttur til hamingju með fundinn í dag og flokkinn.  Nýju afli Samstöðu - flokki lýðræðis og velferðar hef verið hleypt af stokkunum. 

Þegar stefnuskrá flokksins er skoðuð koma fram ýmis óhefðbundin atriði.  Þekki ég þessa hluti ágætlega, þar sem ég hef verið í bakvarðasveit flokksins, þ.e. í hópi þess fólks sem undirbjó stofnunina, skilgreindi stefnuskrá hans o.s.frv.

Read more

Eitt verk óunnið - Stokka þarf upp í þeim sjóðum sem ekki eru að standa sig

Ég er algjörlega sammála Arnari Sigurmundssyni að menn þurfa að læra af reynslunni.  Því miður segir reynslan okkur, að menn eiga erfitt með að læra af reynslunni.  Best sé að nýir menn læri af reynslu þeirra sem brugðust.  Því skora ég á Arnar Sigurmundsson og aðra stjórnarmenn Landsamtaka lífeyrissjóða að segja af sér auðveldara sé að byggja upp traust á lífeyrissjóðunum…

Read more

Endurskipulagning fjármála einstaklinga, heimila og fyrirtækja þarf að miðað við ársbyrjun 2008

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 2.2.2012. Efnisflokkur: Skuldamál heimilanna

Hlustaði aðeins á óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi áðan.  Forsætisráðherra er enn að berja hausinn upp við steininn.  Hún segir að mikið sé búið að gera, en gleymir því, að allt er meira og minna gert á forsendum fjármálafyrirtækjanna.

Read more

Áritunarsaga úr banka

Mér barst um daginn póstur frá manni sem sagði mér sögu af samskiptum sínum við viðskiptabankannn sinn.  Hann óskaði eftir því að áritað væri á skuldabréf greiðsla af láni.  Hér fer saga hans nánast óbreytt eins og hann skrifar hana.  Eina sem ég breytti voru greinarskil og línuskipti.  Öllum nöfnum var breytt af bréfritara og bankinn ekki auðkenndur, þar sem ekki skiptir máli hver hann er, en einhverjir munu samt átta sig á því…

Read more

Er búinn að fá upp í kok á ruglinu

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 27.1.2012. Efnisflokkur: Svindl og svik

Nú er enn einu sinni verið að fjalla um Vafningsfléttuna í fjölmiðlum, landsdómsmál Geirs tröllríður öllu og Baldur Guðlaugsson ætlar að sleppa við ákæru vegna meintra innherjasvika á tæknilegum formsatriðum.  Þessu til viðbótar er verið að skuldahreinsa stóran hluta þeirra aðila sem voru helstu gerendur í hruninu, en ekki má gera það sem nauðsynlegt er fyrir heimilin í landinu.  Ég verð að viðurkenna að ég er búinn að fá gjörsamlega upp í kok af þessu bulli.

Read more

Ekki hefur verið sýnt fram á að svigrúmið sé fullnýtt, hvað sem "hlutlausir aðilar" segja

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 26.1.2012. Efnisflokkur: Lánasöfn

Sagan endalausa heldur áfram.  Hagsmunasamtök heimilanna spurðu í haust hvert væri það svigrúm sem fjármálafyrirtækin hefðu fengið til að leiðrétta lán heimilanna.  Óskað var eftir því að fá réttar og nákvæmar upplýsingar frá opinberum aðilum og fjármálafyrirtækjunum um þetta og síðan hvernig þetta "svigrúm" hefði verið nýtt. 

Read more

Hagfræðistofnun ályktar vitlaust út frá tölum

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 25.1.2012. Efnisflokkur: Lánasöfn

Eins og ég sýni fram á í færslu í gær, þá dregur Hagfræðistofnun ranga ályktun út frá þeim upplýsingum sem hún vinnur með.  Er alveg með ólíkindum hvað niðurstaða stofnunarinnar er gjörsamlega á skjön við fyrirliggjandi upplýsingar.  Langar mig að birta niðurstöðu kafla færslunnar, en hvet fólk til að kynna sér efni hennar:

Read more

Lýðræðisleg umræða verður að eiga sér stað

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 21.1.2012. Efnisflokkur: Stjórnmál

Í gær áttu sér stað umræður á Alþingi um hvort draga eigi til baka kæru á hendur Geir H. Haarde.  Ég viðurkenni það fúslega, að ég fylgdist ekki með umræðunni og kaus frekar að horfa á handbolta en fréttir.  Ég er því gjörsamleg ómengaður af þeirri umræðu sem þar átti sér stað.

Read more