Um áramótin 2007/2008 var nokkuð gott fjárhagslegt jafnvægi á íslenskum heimilum. Krónan hafði vissulega lítillega veikst frá því hún var sterkust um mitt sumar 2007 og verðbólga hafði látið kræla á sér samhliða þessari veikingu, en fjárhagsstaða heimilanna var nokkuð góð. En þetta var svikalogn. Undirniðri var óvættur mikill að undirbúa árás á íslenska hagkerfið og átti hann eftir að kippa fótunum undan velflestum heimilum og fyrirtækjum landsins…
Read more"Við erum hagfræðingar. Við tölum í raunvöxtum"
Þetta voru orð Þórólfs Matthíassonar í Kastljósinu áðan. Hann var að setja ofan í við Tryggva Þór Herbertsson, þegar Tryggvi talaði um að skuldirnar myndu tikka á 15% vöxtum. Þetta væru sko ekki raunvextir, þeir væru lægri. Tryggvi brást við og sagði það alveg rétt og þá kom þetta kostulega andsvar Þórólfs "Við erum hagfræðingar. Við tölum í raunvöxtum"…
Read moreVandi heimilanna: Tilraun til greiningar - Endurbirt færsla
Þórólfur Matthíasson var í Kastljóssviðtali í kvöld. Þar kom hann með greiningu á vandanum sem heimilin í landinu eru að glíma við og fannst mér þessi greining hans heldur klén, eins og margt annað sem frá honum kemur. Langar mig því að endurbirta hér færslu frá því 10. febrúar sl., þar sem ég gerði tilraun til að greina vandann…
Read moreÓlöglegt fjármögnunarokur
Það jákvæða við þetta fyrir skuldarana er að gengistryggð lán eru ólögleg. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi að lögum nr. 38/2001 um vexti og verðbætur er tekið skýrt fram að EKKI er “heimilt að tengja skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla”. Nú þýðir ekki fyrir lánveitandann að hártoga og segja að lánið sé ekki skuldbinding í íslenskum krónum…
Read moreLánakerfið verður ekki byggt upp í óbreyttri mynd
Einhvers staðar rakst ég á frétt, þar sem sagði að bankana vantaði trausta lántakendur. Mig langar að snúa þessu við. Lántakendur vantar trausta lánveitendur. Það er nefnilega staðreynd, að það voru lánveitendurnir sem brugðust lántakendum í undanfara hruns krónunnar og síðan falls bankanna…
Read moreUm lögmæti gengistryggðra lána
Ég talaði við lögfræðing í kvöld. Hann sagði það vera lífsnauðsynlegt fyrir afkomu nýju bankanna, að við uppgjör lánasafnanna, sem flytjast frá gömlu bönkunum til þeirra nýja, verði tekið tillit til þess lögleysu gengistryggðra lána. Hann sagði það orðhengilshátt að segja að einhver lán séu erlend. Sótt hafi verið um þau í krónum og þau greidd út í krónum…
Read moreGreiðsluverkfall er til að knýja fram réttlæti
Síðustu 80 ár eða svo hefur verklýður á Íslandi nýtt sér verkfallsvopnið til að knýja fram sanngjarna úrlausn sinna mála. Þegar launagreiðendur hafa ekki hlustað á kröfur launafólks um betri aðbúnað, betri starfskjör og betri lífeyrisrétt, þá hafa verkalýðsfélög haft þann möguleika að lýsa yfir verkfalli…
Read moreÚtrás orðin að innrás
Íslenskir fjárfestar fóru, að dæmi forfeðra sinna, í víking til Stóra-Bretlands og meginlands Evrópu. Innrásin, sem átti að enda með sterku fjárfestingaveldi víkinganna, hefur núna snúist upp í gagnsókn, enda sóttu menn á öllu liði sínu og skyldi engar varnir eftir hér á landi. Þar sem sóknarliðið var heldur þunnskipað, þurfti ekki mikið til að rjúfa varnir þess og hrundi þá öll spilaborgin á þremur svörtum dögum í október…
Read moreEru gengistryggð lán ólögleg? - endurbirt færsla
Ég birti þessa færslu fyrst í apríl og vil birta hana aftur vegna skyndilegs áhuga Morgunblaðsins á málinu. Með því að smella á tengilinn má sjá umræðuna sem skapaðist síðast…
Read moreEru úrræðin einkamál lánveitenda?
Því ber að fagna, að fjármálafyrirtæki eru loksins byrjuð að huga að einhverjum bitastæðum úrræðum fyrir illa setta lántakendur. Lántakendur sem þessi sömu fjármálafyrirtæki eða forverar þeirra komu á kaldan klakann með glæfralegum fjárfestingum og útlánum til eigenda og einkavina…
Read moreIll eru úrræði Jóhönnu
Hún er merkileg þessi frétt um áhrif greiðsluaðlögunarinnar á möguleika fólks til eðlilegs lífs. Hér hefur manneskja neyðst til að fara þessa leið vegna þess að hún gat ekki selt húsið sitt og henni er refsað með því að vera stimpluð vanskilamanneskja. Já, ill eru úrræði Jóhönnu, ef satt reynist…
Read moreFurðuleg afstaða Ráðgjafastofu heimilanna
Ég hlustaði á Ástu Sigrúnu Helgadóttur, forstöðumann ráðgjafastofu heimilanna, í Kastljósi í kvöld. Ég furða mig á fjölmörgum ummælum sem þar komu fram. Ásta virtist á flestan hátt verja fjármálastofnanir og stjórnvöld í staðinn fyrir að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, heimilanna…
Read moreFleiri sjá ljósið
Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, var í viðtali á Stöð 2 fyrr í kvöld, þar sem hann hvetur skuldara til að greiða ekki meira en upphaflegar forsendur sögðu til um. Á visir.is er frétt um málið og vil ég gjarnan vitna í hana hér…
Read moreEr þetta sami maður og sagði..
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sagði fyrir nokkrum dögum, að ekkert í mannlegu valdi gæti fært niður skuldir heimilanna. Hann hefur greinilega verið kallaður á teppið, því viðsnúningurinn er 180°. Ert hægt að treysta orðum þessa manns?…
Read moreBrýnt að grípa til aðgerða strax
Heimilin í landinu hafa í nærri tvö ár mátt líða fyrir hækkun höfuðstóls lán vegna verðbólgu og lækkandi gengis krónunnar. Fyrir ári var staðan orðin svo slæm að Íbúðalánasjóður ákvað að kynna ýmsar aðgerðir fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum og síðan hefur ástandið bara versnað. Í október kynnti talsmaður neytenda þáverandi félagsmálaráðherra tillögur sem miðuðu að því að draga úr greiðslubyrði lántakenda…
Read moreHvað með gerðardóm talsmanns neytenda?
Gylfi Magnússon virðist ekki hrifinn af almennri niðurfærslu skulda. Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna viljum ekki kalla þetta niðurfærslu heldur leiðréttingu. Það var nefnilega brotist inn til okkar og stolið af okkur háum upphæðum og við tekjum okkur ekki eiga bera tjónið…
Read moreGlöggt er gests auga
Anne Sibert skrifar grein á fræðivefnum Vox, þar sem hún bendir á ýmsa veikleika sem hún telur vera hættumerki fyrir okkur Íslendinga. Mér virðist sem sumir Íslendingar eigum erfitt með að samþykkja eða meðtaka ábendingar sem til okkar berast frá henni…
Read moreHvað getur verið verra en..
Það hafa dunið á okkur ýmsar slæmar fréttir á síðustu mánuðum. Svo ég fari á hundavaði yfir þetta, þá eru þessar helstar…
Read moreSamið var með fyrirvara um samþykki Alþingis
Við skulum alveg hafa það á hreinu, að samið var með fyrirvara um samþykki Alþingis. Undirritun íslenskra ráðmanna/samningamann tekur ekki gildi fyrr en samþykki Alþingis liggur fyrir. Ekki ganga í þá gildru Breta að búið sé að semja. Það er vissulega rétt, en var gert með fyrirvara…
Read moreÓkleifur hamar framundan
Franek Rozwadowski talar um að byggja þurfi upp meiri gjaldeyrisforða áður en hægt verði að afnema gjaldeyrishöftin. Hann skilgreinir svo sem ekki hve stór sá forði þurfi að vera, en það væri áhugavert að vita…
Read more