Ranghugmyndir hagfræðinema

Ég get eiginlega ekki orðabundist vegna greinar Leifs Þorbergssonar, hagfræðinema, á Pressunni í gær.  Þar birtir hann færslu undir fyrirsögninni "Ranghugmyndir um flata niðurfærslu skulda".  Ekki það að rökstuðningur hagfræðinemans heldur hvorki vatni né vindum og vona ég innilega að þetta sé ekki dæmi um þá rannsóknahæfileika sem er verið að kenna hagfræðinemum…

Read more

Eru bætur of háar eða launin of lág?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 13.11.2010.  Efnisflokkur:  Almannatryggingar, Rökleysa

Vilhjálmur Egilsson getur stundum gengið fram af manni.  Í fréttum á Stöð 2 í kvöld segir hann vandamál að bætur séu orðnar of háar og fólk telji hag sínum borgið með að vera á bótum frekar en að þiggja lágmarkslaun.  Nú skora ég á Vilhjálm að lifa á lægstu launum í svo sem 6 mánuði og segja okkur svo hvort vandmálið sé að bætur séu of háar eða launin of lág.

Read more

Fróðlegt verður að sjá þessa útreikninga

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.11.2010.  Efnisflokkur:  Nýir bankar - efnahagur

Ég ætla ekki í augnablikinu að bera brigður á þessa útreikninga, en skora á fjármálaráðuneytið að leggja fram upplýsingar sem styðja þessa útreikninga.  Vil ég í þessu samhengi benda á, að Hæstiréttur hefur þegar úrskurðað gengistryggingu ólöglega.  Það þýðir að lán sem falla undir fordæmisgildi dóma Hæstaréttar eiga ekki að telja til þess kostnaðar, sem hér um ræðir. 

Read more

Rangur fréttaflutningur RÚV - Ruglar saman skuldastöðu og greiðsluvanda

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.11.2010.  Efnisflokkur:  Skuldamál heimilanna

Vegna fréttar á RÚV um að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna nýtist bara 1.500 heimilum í skuldavanda, þá vil ég taka eftirfarandi fram:

Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna nýtast yfir 20.000 heimilum í skuldavanda, en bæta stöðu um 1.500 heimilum í alvarlegum greiðsluvanda. 

Read more

Hækkun vaxtabóta er smáskammtalækning sem litlu breytir

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.11.2010.  Efnisflokkur:  Skuldaúrræði, Staða almennings

Ég er ekki viss um að Ólöf Nordal átti sig á þeirri gildru sem felst í hugmyndinni um breytingar á vaxtabótum.  Vissulega á að hækka þær um 2,1 milljarð eða svo og þær verða heilir 13,1 milljarðar kr. eftir breytingu eða sem svarar til innan við 13% af vöxtum og verðbótum þessa árs.  Þá er eftir að bæta við þessa tölu afborgunum lánanna.

Read more

Engin ein leið bjargar öllum - Tillögur HH skjótvirkar og skilvirkar

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 8.11.2010.  Efnisflokkur:  Hagsmunabarátta HH, Skuldamál heimilanna

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á sér enga líka þegar kemur að röksemdafærslu.  Í frétt á Stöð 2 í gærkvöldi og Silfri Egils í gær þá sagði hann að millistéttin myndi þurrkast út, ef fara á í almenna niðurfærslu skulda, vegna hærri skatta.  Mér finnst að ráðherra eigi að kynna sér málin betur áður en hann fer með svona málflutning í fjölmiðla.

Read more

Af sjálfstæði greiningardeildar Glitnis

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 3.11.2010.  Efnisflokkur:  Bankahrun

Á visir.is er frétt um þá greiningu greiningardeildar Glitnis frá 11. október 2007 að stöðutaka í erlendri mynt fari "að verða vænlegur kostur".  Fréttastofa Stöðvar 2 leitaði til Íslandsbanka út af þessu og greinir frá viðbrögðum bankans með eftirfarandi hætti:

Read more

Gengisvísitalan lækkar og lækkar og menn eru hissa að ávöxtun erlendra eigna sé lítil!

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 26.10.2010.  Efnisflokkur:  Lífeyrissjóðir

Á tímabilinu frá 1.1.2010 til 30.6.2010 lækkaði gengi evrunnar um 12,85% miðað við krónuna meðan gengisvísitala lækkaði um 7,54%.  Þarf það að koma mönnum á óvart að erlendar eignir beri ekki góða ávöxtun, þegar tölum er snúið yfir í íslenskar krónur.

Read more

Afstýra þarf þessu stórslysi

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur tvisvar fengið þá flugu í höfuðið, að réttlæti felist í því að skipta einum forsendubresti út fyrir annan.  Í fyrra skiptið kom Hæstiréttur honum til bjargar og staðfesti það sem margir vissu, að gengistrygging væri óheimil verðtrygging…

Read more

Litla gula hæna endurreisnar heimilanna

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 19.10.2010.  Efnisflokkur:  Skuldamál heimilanna, Hagsmunabarátta HH

Mikill skjálfti fer um fjármagnseigendur þessa dagana.  Grasrótarsamtök hugsandi fólks settu fram tillögur að því hvernig væri hægt að endurreisa íslensk heimili eftir stærsta rán Íslandssögunnar.  Já, Hagsmunasamtök heimilanna gerðu þá tillögu að þeir sem fengu ávinning af ráninu tækju að sér að leiðrétta hlutina.  Við brögðin eru ákaflega skýr:

Read more

Þegar menn kynna sér ekki málin er niðurstaðan eftir því

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 16.10.2010.  Efnisflokkur:  Kröfuréttur

Hann er örugglega vel að sér í eignarréttarákvæðinu, Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild HÍ, en hefur greinilega ekki kynnt sér tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna.  Ég veit að hann hefur ekki fengið kynningu á þeim frá samtökunum og ekki hefur hann beint neinni fyrirspurn til okkar svo ég viti.

Read more

Þrjár leiðir út úr kreppunni

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 15.10.2010.  Efnisflokkur:  Umræðan

Ég er kominn á þá skoðun að Jóhanna og fjármálafyrirtækin ætli bara að bjóða fólki þrjár leiðir út úr kreppunni.  Allar bjóða þær svona "one way ticket" og ég er ekki að tala um greiðsluaðlögun, sértæka skuldaaðlögun og gjaldþrot.  Nei, þær eru ódýrari, þó þær séu ekki sársaukaminni. 

Read more

Tilgangur tillagna HH er að fækka þeim sem þurfa á sértækum úrræðum að halda

Mér finnst gæta mikils misskilnings í orðum Birnu Einarsdóttur, bankastýru Íslandsbanka, um að markmið tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna sé að bjarga þeim verst stöddu.  Það er ekki markmið þeirra.  Markmið tillagna samtakanna um leiðréttingu á höfuðstóli lána er að fækka í hópi þeirra sem þurfa á sértækum úrræðum að halda…

Read more

Athugasemd um innheimtu

Athugasemdin birtist við færsluna Áhrif tillagna HH á lífeyrissjóðina, sem var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 9.10.2010.

Sæll Marinó,

Alveg sammála hvað varðar kröfur og rétt kröfuhafa, sem nær hreinlega út yfir gröf og dauða á Íslandi!  Það þarf líka að vera einhverskonar þak á því hvað er hægt að leggja á þessar kröfur af innheimtuaðilum.  Mig rekur minni í eitthvað sem ég missti í innheimtu þar sem höfuðstóll var rétt um eða innan við 10 þúsund.  Krafan frá lögfræðistofunni hljóðaði upp á eitthvað um 45 þúsund með áföllnum vöxtum, dráttarvöxtum, lögfræðikostnaði, pappírskostnaði, póstkostnaði og hver veit hvað.

Read more