Ranghugmyndir hagfræðinema

Ég get eiginlega ekki orðabundist vegna greinar Leifs Þorbergssonar, hagfræðinema, á Pressunni í gær.  Þar birtir hann færslu undir fyrirsögninni "Ranghugmyndir um flata niðurfærslu skulda".  Ekki það að rökstuðningur hagfræðinemans heldur hvorki vatni né vindum og vona ég innilega að þetta sé ekki dæmi um þá rannsóknahæfileika sem er verið að kenna hagfræðinemum…

Read more

Afstýra þarf þessu stórslysi

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur tvisvar fengið þá flugu í höfuðið, að réttlæti felist í því að skipta einum forsendubresti út fyrir annan.  Í fyrra skiptið kom Hæstiréttur honum til bjargar og staðfesti það sem margir vissu, að gengistrygging væri óheimil verðtrygging…

Read more

Tilgangur tillagna HH er að fækka þeim sem þurfa á sértækum úrræðum að halda

Mér finnst gæta mikils misskilnings í orðum Birnu Einarsdóttur, bankastýru Íslandsbanka, um að markmið tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna sé að bjarga þeim verst stöddu.  Það er ekki markmið þeirra.  Markmið tillagna samtakanna um leiðréttingu á höfuðstóli lána er að fækka í hópi þeirra sem þurfa á sértækum úrræðum að halda…

Read more

Athugasemd um innheimtu

Athugasemdin birtist við færsluna Áhrif tillagna HH á lífeyrissjóðina, sem var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 9.10.2010.

Sæll Marinó,

Alveg sammála hvað varðar kröfur og rétt kröfuhafa, sem nær hreinlega út yfir gröf og dauða á Íslandi!  Það þarf líka að vera einhverskonar þak á því hvað er hægt að leggja á þessar kröfur af innheimtuaðilum.  Mig rekur minni í eitthvað sem ég missti í innheimtu þar sem höfuðstóll var rétt um eða innan við 10 þúsund.  Krafan frá lögfræðistofunni hljóðaði upp á eitthvað um 45 þúsund með áföllnum vöxtum, dráttarvöxtum, lögfræðikostnaði, pappírskostnaði, póstkostnaði og hver veit hvað.  Það bara nær ekki nokkurri einustu átt að krafa geti fjór- eða fimmfaldast við það eitt að vera send í innheimtu!  Rakst á þessa síðu á vef sýslumanna um fjárnám:  http://www.syslumenn.is/allir/fullnustugerdir/adfarargerdir  Þarna kemur vel fram hversu gífurlega sterkur réttur kröfuhafa er.  Hjó sérstaklega eftir þessu:

"Ef gerðarþoli mætir ekki í fyrirtöku vegna fjárnáms?
Mæti gerðarþoli ekki við fyrirtöku fjárnámsbeiðnar þrátt fyrir boðun er samt sem áður unnt að gera fjárnám í eignum hans ef einhverjar eru. Eigi gerðarþoli ekki eignir eru tveir möguleikar. Annars vegar að gerðarþoli sé boðaður aftur til sýslumanns með aðstoð lögreglu. Lögreglu er skylt að veita sýslumanni atbeina sinn við að boða gerðarþola til gerðarinnar eða færa hann til hennar ef boðun er ekki sinnt skv. 3. mgr. 24. gr. laga 90/1989. Hins vegar getur sýslumaður farið ásamt gerðarbeiðanda eða lögmanni hans og reynt að hitta gerðarþola fyrir á heimili hans eða annars staðar sem líklegt er að hann hittist fyrir."

Þetta er hreinlega ekki eðlilegur framgangur og að mínu mati bara nær engri einustu átt á 21. öld!  NB að fjárnámskröfur geta verið fáránlega lágar!  Man að pabbi gamli var boðaður vegna fjárnáms einhverntíma á níunda áratugnum venga 21 krónu skuldar við ríkistútvarpið;)  Kannski var það eitthvað meira, man það ekki, en fáránleikinn var algjör! 

Ég rakst á þennan link þegar ég var að skoða "Collection Agencies" á google:  http://www.ftc.gov/bcp/edu/pubs/consumer/credit/cre18.shtm

(google leit: http://www.google.com/search?hl=en&source=hp&biw=1250&bih=535&q=collection+agencies&aq=1&aqi=g10&aql=&oq=collection&gs_rfai=CTUTVXnOxTL6SHqGYoATt9cDJDQAAAKoEBU_QMMfP)

Hérna er það svo að þessar "Collection Agencies" fyrirtæki taka að sér innheimtu krafna gegn gjaldi - föstu eða prósentu.  Þessar stofnanir eru ekki endilega lögfræðistofur og lúta nokkuð ströngum reglum (sjá link að ofan).  Ef þær geta ekki innheimt þá geta þær, eða skuldareigandi, ákveðið að fara með skuldina fyrir dóm til að reyna að fá skuldina greidda.  Það er svo niðurstaða dómsins sem sker úr um hvað framhaldið er.  Hérna er linkur á Wikipedia um lög um "Fair Dept Collection Practices":  http://en.wikipedia.org/wiki/Fair_Debt_Collection_Practices_Act

Hér er linkur á "Collection Agencies Services":  http://www.collectionagencyservices.net/ og FAQ á http://www.cardreport.com/credit-problems/collection-faq.html

Munurinn held ég að felist aðallega í því hér þarf DÓM til þess að hægt sé að ganga að eigum.  Þ.e. skuldareigandi (sem getur verið upphaflegur skuldareigandi eða innheimtuaðili, en þeir kaupa stundum skuldir af upprunalega skuldareigandanum) þarf að hafa höfðað innheimtumál fyrir dómstóli og UNNIÐ það mál áður en hægt er að ganga að einu eða neinu hjá skuldaranum.  Jafnvel eftir það, þá eru undantekningar á því hvað er hægt að ganga að, sem ég held að komi fram FTC síðunni að ofan. 

Það er svolítið skrítið að hér í USA þar sem manni finnst einhvernvegin að neytendaréttur ætti að vera lægra settur en á Íslandi, þá virðist sem að það sé alveg þveröfugt! 

Hér erum við að tala eingöngu um skuldir sem verða til vegna kaupa.  Skuldir til opinberra aðila hér geta sætt ströngum viðurlögum og refsingu.  Ég veit t.d. að skuldir vegna barnameðlaga í Texas, ef þær eru í vanskilum í 6 mánuði eða meira, eða ekki er samið með einhverjum hætti á 6 mánaða fresti, þá á viðkomandi yfir höfði sér fangelsisdóm, sem er á alríkissviði svo það hjálpar ekki viðkomandi að flytjast útfyrir Texas.  Það sem meira er að í Texas er fangelsisdómur fyrir skuld á meðlagi talið til hegningarlagabrota (e. felony - held það geti þýtt hengingarlög, ekki alveg með þessar skilgreiningar á hreinu enda ekki lögfræðimenntaður;)  og getur því haft áhrif á viðkomandi alla æfi, t.d. með tilliti til vinnu (þeir sem hafa dóma fyrir hegningarlagabrot geta t.d. ekki sótt um störf sem kennarar)  Bara það að lenda í vanskilum með meðlög í Texas þýðir að þeir hirða ökuskírteinið af viðkomandi!  Skattheimtan (IRS) er heldur ekki þekkt fyrir að hafa nokkurn einasta húmor gagnvart skuldurum;) 

Þú fyrirgefur að þetta varð í lengra lagi hjá mér!  Mér finnst það afskaplega sérkennilegt að hér þar sem "peningar ráða öllu", þá virðist  lagalega vera meiri virðing fyrir skuldurum hér heldur en á Íslandi! 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 10.10.2010 kl. 08:56

2 ár frá hruni, en hvenær voru bankarnir í raun komnir í greiðsluþrot?

6. október 2008 verður örugglega lengi í minnum hafður og ritaður í sögubækur framtíðarinnar.  Þann dag ákvað ríkisstjórn Geirs H. Haarde að nóg væri komið og handklæðinu var kastað inn.  Ferli sem hófst með einkavæðingu bankanna um 7 árum fyrr var lokið með setningu neyðarlaga, sem ætlað var að bjarga því sem bjargað yrði í rekstri stóru bankanna þriggja…

Read more

Að því virðist er enginn sekur um eitt eða neitt - Þetta bara gerðist eða hvað?

Ég skil ekki þetta væl um pólitískar ofsóknir, flokkadrætti og þess háttar varnir gegn því að Alþingi hafi ákveðið að kæra Geir Hilmar Haarde fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar fyrir landsdómi.  Með fullri virðingu, þá var hann á vakt þegar allt hrundi.  Hann var líka á vakt, þegar ákveðið var að endurreisa bankana á fasteignum heimilanna og eignum fyrirtækjanna…

Read more

Neytendavernd á Íslandi - Minningarorð

Til grafar var borin í dag neytendavernd á Íslandi.  Banamein hennar var dómur Hæstaréttar 16. september sl.  Hinstu líkræðu hélt Héraðsdómur Reykjavíkur 28. september 2010 og sami dómur sá um greftrun 29. september.  Blóm og kransar skulu lagðir við dyr Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands.  Þeir sem vilja minnast neytendaverndar á Íslandi er líka bent að senda erindi til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, og EFTA dómstólsins, þar sem framferði dómstóla er mótmælt…

Read more

Uppgreitt lán skal taka nýja vexti og lántakar skulda 3,5 m.kr. á eftir

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeir langtímalán tekið til húsnæðiskaupa skuli bera sömu vexti og 5 ára lán til bílakaupa.  Er þetta alveg stórfurðuleg og ákaflega varasöm niður staða, svo ekki sé meira sagt.  Furðulegast í dómi héraðsdóms er að lán sem greitt var upp í október 2008 skuli bera lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands og því eigi lánveitandi kröfu á lántaka vegna vangreiddra afborganna hins uppgreidda láns!…

Read more

Kostnaður og ávinningur - hvort vegur þyngra?

Sem stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna hef ég lagt mikla vinnu í þær tillögur sem samtökin sendu frá sér í dag.  Þær eru að mati okkar bæði sanngjarnar og réttlátar, þó ég efist ekki um að ekki líki öllum þær.  Höfum það alveg á hreinu að Hagsmunasamtök heimilanna voru ekki að setja þessar tillögur fram til að þóknast einhverjum eða reyna að vinna hylli…

Read more

Jóhanna: Allt einkavæðingunni að kenna - Er það alveg rétt?

Jóhanna Sigurðardóttir leitar logandi ljósi af ástæðu til að varpa sökinni af hruninu á eitthvert atvik í fortíðinni.  Eins og við vitum er hún gjörn á að finna möntrur til að fara með og núna hefur hún fundið nýja.  Hrunið er einkavæðingunni að kenna.  Ég ætla svo sem ekki að mótmæla því að einkavæðing bankanna hefur talsvert með það að gera að bankarnir hrundu.  En þetta er eins og að segja að bílslys sé því að kenna að hér eru seldir bílar…

Read more

Er verðtrygging nauðsynleg? - 10 af síðustu 20 árum hefur verðbólga verið innan við 4%

Gamall stjórnmálamaður stakk niður penna og fékk birta grein í Fréttablaðinu sl. miðvikudag.  Hann rifjar í greininni upp gamla tíma um spillingu sem viðgekkst í þjóðfélaginu og vanmátt stjórnvalda, Seðlabanka og fjármálafyrirtækja til að vera með alvöru hagstjórn á Íslandi.  Hann fjallar um það hvernig stjórnmálamenn, Seðlabanki og fjármálafyrirtæki létu það viðgangast að sparifé landsmann brann upp, lán urðu að engu og brauðið tvöfaldaðist í verði á einni dagstundu…

Read more