6. október 2008 verður örugglega lengi í minnum hafður og ritaður í sögubækur framtíðarinnar. Þann dag ákvað ríkisstjórn Geirs H. Haarde að nóg væri komið og handklæðinu var kastað inn. Ferli sem hófst með einkavæðingu bankanna um 7 árum fyrr var lokið með setningu neyðarlaga, sem ætlað var að bjarga því sem bjargað yrði í rekstri stóru bankanna þriggja…
Read moreBreyta þarf lögum um nauðungaruppboð - Veit þarf þolanda forkaupsrétt til að koma í veg fyrir brask
Ég sendi Ögmundi Jónassyni, dómsmála-, mannréttinda- og samgönguráðherra, sl. miðvikudag 29. september eftirfarandi tölvupóst með hugmyndum um breytingu á lögum um nauðungarsölur…
Read moreÞingmaður gefur kjósendum sínum langt nef
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 1.10.2010. Efnisflokkur: Stjórnvöld, Stjórnmál
Í gær var viðtal við Róbert Marshall, formann allsherjarnefndar og þingmann Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar var hann spurður út í lyklafrumvarpið og nauðungarsölur. Viðtalið er hægt að nálgast hér (byrjar 46:52 og lýkur 52:06). Til hægðarauka, þá hef ég ritað það upp hér fyrir neðan.
Read moreEru fjöldagjaldþrot góður árangur?
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 29.9.2010. Efnisflokkur: AGS, Skuldamál heimilanna
Merkileg eru þau ummæli Murilo Portugal að
Aðgerðir til að mæta skuldavanda heimila og fyrirtækja hafi reynst gagnlegar
Ég velti því fyrir mér hver laug þessu að honum eða teljast það gagnlegar aðgerðir að helmingur fyrirtækja landsins eru annað hvort gjaldþrota eða á leið gjaldþrot og þúsundir heimila eru annað hvort búin a missa húsnæðið sitt eða á leiðinni að missa það.
Read moreAð því virðist er enginn sekur um eitt eða neitt - Þetta bara gerðist eða hvað?
Ég skil ekki þetta væl um pólitískar ofsóknir, flokkadrætti og þess háttar varnir gegn því að Alþingi hafi ákveðið að kæra Geir Hilmar Haarde fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar fyrir landsdómi. Með fullri virðingu, þá var hann á vakt þegar allt hrundi. Hann var líka á vakt, þegar ákveðið var að endurreisa bankana á fasteignum heimilanna og eignum fyrirtækjanna…
Read moreNeytendavernd á Íslandi - Minningarorð
Til grafar var borin í dag neytendavernd á Íslandi. Banamein hennar var dómur Hæstaréttar 16. september sl. Hinstu líkræðu hélt Héraðsdómur Reykjavíkur 28. september 2010 og sami dómur sá um greftrun 29. september. Blóm og kransar skulu lagðir við dyr Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands. Þeir sem vilja minnast neytendaverndar á Íslandi er líka bent að senda erindi til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, og EFTA dómstólsins, þar sem framferði dómstóla er mótmælt…
Read moreUppgreitt lán skal taka nýja vexti og lántakar skulda 3,5 m.kr. á eftir
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeir langtímalán tekið til húsnæðiskaupa skuli bera sömu vexti og 5 ára lán til bílakaupa. Er þetta alveg stórfurðuleg og ákaflega varasöm niður staða, svo ekki sé meira sagt. Furðulegast í dómi héraðsdóms er að lán sem greitt var upp í október 2008 skuli bera lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands og því eigi lánveitandi kröfu á lántaka vegna vangreiddra afborganna hins uppgreidda láns!…
Read moreKostnaður og ávinningur - hvort vegur þyngra?
Sem stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna hef ég lagt mikla vinnu í þær tillögur sem samtökin sendu frá sér í dag. Þær eru að mati okkar bæði sanngjarnar og réttlátar, þó ég efist ekki um að ekki líki öllum þær. Höfum það alveg á hreinu að Hagsmunasamtök heimilanna voru ekki að setja þessar tillögur fram til að þóknast einhverjum eða reyna að vinna hylli…
Read moreIllur fengur fjármálafyrirtækja fellur í kramið hjá Moody's
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 21.9.2010. Efnisflokkur: Nýir bankar, Matsfyrirtæki
Ég er kominn með nóg af þessu bulli sem er í gangi hér á landi. 2006 og 2007 undirbjuggu eigendur og stjórnendur nokkurra fjármálafyrirtækja ófyrirleitna aðför að íslenska hagkerfinu. Hluti af plottinu var að skuldsetja heimili og fyrirtæki landsins ýmist í erlendum gjaldmiðlum eða verðtryggðum lánum. Þegar búið var að ná nægilegri skuldsetningu gerðu þessir aðilar atlögu að íslensku krónunni.
Read moreEf bankakerfið hefði fallið fyrr..
Þetta er áhugavert atriði sem Margrét Tryggvadóttir bendir á í ræðu sinni. Hvað ef bankakerfið hefði fengið að falla fyrr, hverju ætli það hefði breytt?…
Read moreArion banki fékk 750 milljarða afslátt
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.9.2010. Efnisflokkur: Lánasöfn, Nýir banka - efnahagur
Innan um fréttir um aftöku vonarinnar og rökhyggjunnar í Hæstarétti gær, þá leynist mjög áhugaverð frétt á blaðsíðum Morgunblaðsins í dag. Fréttin er á blaðsíðu 18 undir og langar mig að birta hana í heild hérna:
Read moreÁkveðið að leita til ESA og EFTA dómstóls - Hæstiréttur leiðréttir forsendubrest lánveitanda
Mig langar að kynna hér betur þá ákvörðun sem frétt mbl.is fjallar um:
Read moreStjórn Hagsmunasamtaka heimilanna samþykkti einróma á fundi sínum nú síðdegis að leita eftir áliti/ákvörðun ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna dóms Hæstaréttar í máli 471/2010 um vexti af áður gengistryggðum bílalánum…
Hæstiréttur segir vaxtaákvæði gengistryggðra samninga ógilt
Hæstiréttur felldi sinn stóra dóm í dag og kemst að þeirri niðurstöðu að vaxtaákvæði gengistryggðra samninga sé svo tengt gengistryggingunni að ekki sé hægt annað en að dæma það ógilt. Þar sem ákvæðið er ógilt, þá gildi 3. og 4. gr. laga nr. 38/2001 og miða skuli við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands…
Read moreJóhanna: Allt einkavæðingunni að kenna - Er það alveg rétt?
Jóhanna Sigurðardóttir leitar logandi ljósi af ástæðu til að varpa sökinni af hruninu á eitthvert atvik í fortíðinni. Eins og við vitum er hún gjörn á að finna möntrur til að fara með og núna hefur hún fundið nýja. Hrunið er einkavæðingunni að kenna. Ég ætla svo sem ekki að mótmæla því að einkavæðing bankanna hefur talsvert með það að gera að bankarnir hrundu. En þetta er eins og að segja að bílslys sé því að kenna að hér eru seldir bílar…
Read moreFagþekking eða góður stjórnandi - hvað skiptir mestu máli varðandi góða stjórnsýslu?
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 13.9.2010. Efnisflokkur: Stjórnhættir
Nefnd þingmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu rétt sé að stefna þremur eða fjórum ráðherrum fyrir Landsdóm vegna vanrækslu í starfi. Tilhögun Landsdóms er barn síns tíma og get ég ekki séð að þetta fyrirkomulag breyti nokkru, nema hugsanlega að fæla fólk frá því að taka að sér æðstu stjórnunarstöður hjá lýðveldinu Íslandi.
Read moreFundur um fátækt - 700 - 1000 manns væntanlega borin út vegna skulda á næstu vikum og mánuðum
Hagsmunasamtök heimilanna voru beðin um að senda fulltrúa til að vera í pallborði á fundi BÓT um fátækt sem haldinn var sl. miðvikudagskvöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tók ég það hlutverk að mér og sé ég ekki eftir því. Fyrst nokkrar tölur sem birtar voru á glærum sem varpað var upp á tjald…
Read moreEr verðtrygging nauðsynleg? - 10 af síðustu 20 árum hefur verðbólga verið innan við 4%
Gamall stjórnmálamaður stakk niður penna og fékk birta grein í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Hann rifjar í greininni upp gamla tíma um spillingu sem viðgekkst í þjóðfélaginu og vanmátt stjórnvalda, Seðlabanka og fjármálafyrirtækja til að vera með alvöru hagstjórn á Íslandi. Hann fjallar um það hvernig stjórnmálamenn, Seðlabanki og fjármálafyrirtæki létu það viðgangast að sparifé landsmann brann upp, lán urðu að engu og brauðið tvöfaldaðist í verði á einni dagstundu…
Read moreMisskilningur eða útúrsnúningur fyrrum bankamanns
Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri, skrifar grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann kemst að þeirri furðulegu niðurstöðu að lántakar gengistryggðra lána hafi samþykkt allt að 21% vexti á lánum sínum. Þetta er nú svo mikil vitleysa að henni verður að svara. Skoðum fyrst hvað Erlendur Magnússon segir…
Read moreEitruð lán fjármálakerfisins - Úrlausnar þörf allra vegna
Við hrun krónunnar sem hófst fyrir alvöru í mars 2008, þá fór af stað þróun í lánamálum einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga sem ekki sér fyrir endann á. Það sem byrjaði sem frekar saklaus breyting er núna orðið að nær ókleifum hamri. Flest öll lán í fjármálakerfinu hafa tekið ófyrirséðri stökkbreytingu…
Read moreHagnaður byggður á spá um framtíðargreiðsluflæði - Gengisdómar valda bankanum líklegast ekki neinum vanda
Áhugavert er að skoða árshlutareikning Íslandsbanka. Samkvæmt því er hagnaður fyrstu 6 mánuði ársins 8.3 milljarðar króna. Ákaflega góð tala að sjá og eilítið betri afkoma en fyrir ári. Eða hvað? Er afkoman eins góð og niðurstöðutalan segir til um?…
Read more