Á ýmsu átti ég von en því að hið veika íslenska fjármálaeftirlit hafi verið margfalt betur mannað hlutfallslega en hið stóra öfluga Financial Services Authority (FSA) í Bretlandi. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að FSA væri fyrirmynd annarra fjármálaeftirlita, en svo kemur kaldur sannleikurinn í ljós…
Read moreHeartland málið er grafalvarlegt
Það er stutt á milli stóru kortasvika málanna. Heartland málið er búið að vera mikið í umfjöllun erlendra fjölmiðla, þó það hafi ekki ratað hingað fyrr en nú. Fyrirtækið tilkynnti um öryggisbrotið daginn áður en Obama tók við embætti og var gert grín að því, að menn ætluðu að fela það í havaríinu í kringum embættistökuna…
Read moreEkki spyrja um kostnað heldur ávinning
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, sagði fyrir stundu á Rás 2, að niðurfærsla verðbóta kosti Íbúðalánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina 280 milljarða. Þarna getur hagfræðingurinn ekki verið annað en að tala gegn betri vitund…
Read moreEr hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga?
Hækkun höfuðstóls verðtryggðra og gengistryggðra lána á undanförnum mánuðum vekur upp spurningar um réttmæti slíkra samninga. Mjög margir skuldarar standa frammi fyrir því að eigið fé húseigna þeirra hefur ekki bara gufað upp, heldur er andvirði verð- eða gengistryggðs höfuðstóls orðið umtalsvert hærra en markaðsverðmæti húseignarinnar…
Read moreVandi heimilanna: Tilraun til greiningar
Það eru alls konar vangaveltur í gangi í þjóðfélaginu um það hvernig á að leysa vanda skuldsettra heimila í kjölfar þess ástands sem skapaðist við fall krónunnar, verðbólguna sem fylgdi á eftir og síðan lánsfjárþurrðar á innlendum lánamarkaði…
Read moreTaka á sig tapið hjá þeim stóru, en hvað með litlu aðilana?
Á næstu mánuðum mun það verða algeng sjón að sjá fréttir um að stór þekkt fyrirtæki séu tekið yfir af lánadrottnum sínum. Líklegast hafa hvorki stjórnarmenn né stjórnendur í fyrirtækinu þurft að gangast í persónulegar ábyrgðir og því mun enginn missa húsnæðið sitt eða vera settur í gjaldþrot fyrir vikið…
Read moreStórgóð hugmynd að fá lífeyrissjóðina til að kaupa jöklabréfin
Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu eru í gangi þreifingar um það hvernig hægt er að hleypa erlendum fjárfestum með fé sitt úr landi án þess að það hafi of mikil áhrif á gengi krónunnar…
Read moreÁstæðan fyrir því að bankastjórn Seðlabankans á að víkja
Burt séð frá öllu öðru, þá tel ég vera eina ástæðu fyrir því að bankastjórn og stjórn Seðlabankans hefðu átt að víkja til hliðar í einu lagi strax um miðjan október…
Read moreHeggur sá er hlífa skyldi - Nýi Kaupþingbanki í ham
Samkvæmt væntanlegum stofnefnahagsreikningi Nýja Kaupþings (sjá mynd), þá er áætlað að lán til viðskiptavina á Íslandi sem færast frá Gamla Kaupþingi (GK) séu upp á 1.410 milljarða króna. Það er jafnframt mat manna, þ.e. skilanefndar, FME og sérfræðinga þeirra, að af þessum 1.410 milljörðum séu 954 milljarðar tapaðar kröfur eða 67,7% af kröfunum…
Read moreGreiðsluaðlögunarfrumvörp missa marks
Þingheimur vaknaði með sprengingu í dag, þegar þrjú frumvörp til greiðsluaðlögunar voru lögð fram. Eftir að hafa kynnt mér efni þeirra lauslega, þá fæ ég ekki betur séð en þau lepji sömu vitleysuna hvert eftir öðru. Tvær eru veigamestar…
Read moreStyrking krónunnar er það besta sem gæti gerst
Hver sér sínum augum gullið. Hvernig dettur einhverjum manni í hug að það sé slæmt að krónan styrkist? Vissulega kom veiking hennar lífeyrissjóðunum til góða í haust, þegar bankarnir hrundu…
Read moreRétt innleidd stjórnun rekstrarsamfellu hefði breytt miklu
Á vef Viðskiptablaðsins er birt viðtal við Valgerði Sverrisdóttur. Ber það yfirskriftina Valgerður Sverrisdóttir: Ekki hægt að stoppa útrásarþenslu bankanna vegna EES reglugerða. Mér finnast þessi ummæli fyrrverandi viðskiptaráðherra heldur aum…
Read moreHeimilin eiga að fjármagna bankana með fasteignum sínum
Ríkisstjórnin er rétt orðin 48 tíma gömul, þegar í ljós kemur að hún hefur ekkert upp á að bjóða. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Gylfi Magnússon hafa sagt að ekkert verði gert til að létta af heimilunum þeim mikla skuldaklafa sem efnahagsóstjórn síðustu ára hefur skellt á þau…
Read moreAðgerðir fyrir heimilin
Ég vil byrja á því að fagna þeim ásetningi hinnar nýju ríkisstjórnar að stoppa nauðungarsölur á íbúðarhúsnæði næstu 6 mánuði. Þetta er mikilvægt skref til að koma í veg fyrir að fjölskyldur verði sendar út á Guð og gaddinn…
Read moreHið dulda atvinnuleysi á Íslandi
Þetta er hátt hlutfall, en það má ekki gleymast að á Íslandi er eiginlega ekkert langtíma atvinnuleysi. Þegar Páll Pétursson var félagsmálaráðherra ákvað hann að færa alla sem höfðu verið atvinnulausir “of lengi” af atvinnuleysisskrá yfir í greiðslukerfi Tryggingastofnunar og á lífeyrissjóðina…
Read moreAf hverju núna en ekki í október?
Það er svo merkilegt með Sjálfstæðisflokkinn, að hann fer ekki að vinna skipulega fyrr en hann missir völdin. Hér er flokkurinn að setja á fót endurreisnarnefnd, sem mjög gott framtak. Málið er að ég hef það á tilfinningunni að hún eigi frekar…
Read moreHvaða óstöðugleiki er á gjaldeyrismarkaði?
Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki þessa yfirlýsingu Marks Flanagans. Hvaða óstöðugleiki er á gjaldeyrismarkaði? Það eru gjaldeyrishöft, þannig að enginn má fara út með pening nema að hann hafi leyfi til þess. Varla telst það "óstöðugleiki"…
Read moreNauðsynlegt að færa niður verðmæti/höfuðstól veðlána
Ég tel nauðsynlegt að við þetta mat verði höfuðstóll veðlána heimilanna hjá bönkunum færður niður í þá tölu sem þau stóðu í 1. janúar 2008…
Read moreVerðbólgumæling gefur tilefni til bjartsýni og lækkunar stýrivaxta
Hægt er að segja margt um þessa verðbólgumælingu og þó furðulegt sé flest jákvætt. 0,57% hækkun vísitölu neysluverð verður að teljast mjög temmilegt miðað við allar hækkanir ríkisstjórnarinnar á síðustu vikum síðasta árs og svo þær hækkanir sem urðu um mánaðarmótin…
Read moreVernda hagsmuni heimilanna
Það er gott að sjá að Samfylkingin er með aðgerðaáætlun til að vernda hagsmuni heimilanna. Nú er bara að fá nægan liðstyrk til að hrinda þessu í framkvæmd ekki seinna en strax…
Read more