Nauðsynlegt að færa niður verðmæti/höfuðstól veðlána

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 29.1.2009.

Ég tel nauðsynlegt að við þetta mat verði höfuðstóll veðlána heimilanna hjá bönkunum færður niður í þá tölu sem þau stóðu í 1. janúar 2008 og síðan afborganir síðustu 12 mánaða dregnar frá.  Það er út í hött að gera ráð fyrir að þessi veðlán innheimtist í samræmi við stöðu höfuðstóls á síðustu 4 mánuðum.  Verði miðað við núverandi stöðu lánanna, þá er búið að byggja verulegt fyrirséð tap inn í stofnefnahagsreikning bankanna.  Mun skynsamlegra er að tapið verði eftir í gömlu bönkunum eða það verði afskrifað strax.

Mat á eignum og skuldum bankanna miðar vel