Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 15.10.2008.
Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er skref í rétta átt. Hvort þetta skref sé af réttri stærð verður að koma í ljós. Við skulum hafa í huga, að með þessu verða stýrivextir neikvæðir um 1,5% miðað við síðustu verðbólgutölur og hugsanlega neikvæðir um allt að 7% eftir að verðbólgutölur fyrir október verða birtar.
Stýrivaxtalækkun Seðlabankans er ákveðin viðurkenning á því að mikilvægara sé að halda þjóðfélaginu gangandi en að hafa áhyggjur af verðbólgunni. Býst ég raunar við að þessi ákvörðun teymi verðbólguna á eftir sér niður á við, þó svo að rétt sé að gera ráð fyrir talsverðri aukningu verðbólgu í næstu tölum sem koma undir lok mánaðarins.