Er víst að peningarnir hafi tapast?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.10.2008.

Mér finnst þessi fréttaflutningur af innlánum á reikningum IceSave og KaupthingEdge vera dálítið litaður.  Það er alltaf talað um að peningar hafi tapast.  Miðað við þær upplýsingar sem fást hér á landi, þá eru þessir peningar ekki tapaðir.  Vissulega hafa menn ekki aðgang að þeim í augnablikinu og ekki er ljóst hve mikið fæst út, en þar til að dæmið er gert upp, þá eru þetta ekki tapaðir peningar.  Vissulega eru líkur á því að einhvað tapist, en það gerist þá því aðeins að eignir bankanna standi ekki undir innlánunum.

Mér þætti því nákvæmara hjá fjölmiðlum að tala um að peningarnir gætu tapast eða eru fastir, samanber það sem segir í fréttinni sjálfri:

Bresk líknarsamtök gætu verið að tapa allt að 120 milljónum punda (um 22,5 milljörðum kr.) á þroti íslensku bankanna

Það er alveg nóg að Bretar séu að missa sig yfir þessu, þó við hellum ekki olíu á eldinn með ónákvæmu orðavali.


Bresk líknarsamtök að tapa meira en 22 milljörðum á íslensku bönkunum