Löngu tímabær aðgerð

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 16.10.2008.

Ég spáði því í sumar að farið yrði í uppskurð á regluverki fyrir fjármálafyrirtæki.  Var það í framhaldinu á því að Evrópusambandið setti ofan í við þann aðila sem hefur haft umsjón með þessum málum, þ.e. Basel-nefndina sem starfar innan Alþjóða greiðslubankans (Bank for International Settlements), og vildi taka stjórnina af þeim að hluta.  Nú virðist sem spá mín sé að rætast.

Ekki að það hafi verið flókið að sjá þetta fyrir.  Fjármálakerfi heimsins var þá í stigmagnandi vanda sem nú er langt kominn með að fella það.  Stórir hlutar fjármálakerfisins hefur fallið utan hins stífa regluverks, sem hefur verið í gildi, og hafa raunar ýmsir aðilar innan kerfisins reynt, eins og kostur er, að sniðganga það með í besta falli vafasömum hætti.   Þetta hefur leitt til þess, t.d., að vogunarsjóðir, fjárfestingabankar og matsfyrirtæki hafa getað farið sínu fram án þess að fjármálaeftirlit í ríkjum heims hafi nokkuð um það að segja.  Nú er svo komið að þessir aðilar, þ.e. vogunarsjóðirnir, fjárfestingabankarnir og matsfyrirtækin, eru á góðri leið með að steypa hagkerfi Vesturlanda í gjaldþrot.  Og hrynji þau, verður lítið eftir, þar sem flest allir aðrir munu fylgja eftir.

Ég held svo sem að ekki sé þörf á að taka stjórnun þessara mála úr höndum Basel-nefndarinnar, en hún þarf greinilega að breyta starfsaðferðum sínum.  Þegar litið er yfir lista þeirra sem vinna að leiðbeinandi tilmælum nefndarinnar, þá sker það í augu að þar eru nær eingöngu bankamenn og síðan aðilar frá fjármálaeftirlitum.  Þar eru engir aðilar sem koma að pólitískri stefnumótum um bankamál, að ég tali nú ekki um neytendavernd.  Það er eins og regluverkið eigi fyrst og fremst að tryggja hag bankanna í staðinn fyrir að tryggja hag hagkerfanna sem bankarnir eru hluti af.  Þessu þarf að breyta.  Regluverk bankanna verður að taka mið af því að tryggja stöðugleika í hagkerfi hvers lands og heimsins í heild.  Það gengur ekki að stórir hlutar þess vinni án eftirlits og geti sett restina í hættum með óábyrgum aðgerðum.

Ég óttast að við séum ekki búin að bíta úr nálinni vegna þeirra fjármálagjörninga sem vogunarsjóðirnir og fjárfestingabankarnir stóðu að.  Talað er um að útistandandi séu afleiðusamningar og önnur verðbréf, sem eru utan eftirlits opinberra aðila, upp á hvorki meira né minna en 516.000 milljarðar USD.  Þetta samsvarar tífaldri vergri árlegri heimsframleiðslu!  Menn hafa miklar áhyggjur af því hvernig muni vindast ofan af þessum vafningum.  Ef aðeins 1% af þessum vafningum tapast þýðir það 5.160 milljarða USD sem er meira en sjöföld sú upphæð sem bandaríska stjórnin ætlar að leggja í björgun bankakerfisins.  Lendi slíkur skellur á hagkerfi Vesturlanda, þá má búast við að fleira falli en bara íslenska bankakerfið og að heimsmyndin sem við þekkjum í dag verði mikið breytt.  Um þessar mundir hriktir í stoðum breska bankakerfisins og þess þýska.  Bandaríska bankakerfið er komið í gjörgæslu bandarískra yfirvalda og er líðan sjúklings það slæm að allt lítur út fyrir að fjarlægja þurfi mikið af dauðu holdi og mjög líklega fleiri útlimi en þá tvo sem þegar er búið að taka.  Þetta ástand er farið að hafa mikil áhrif á stór og smá fyrirtæki í landinu og m.a. mun General Motors vera í miklum vanda.  Slökkvistarfið í Bandaríkjunum er farið að minna æ meira á baráttu við skógarelda.  Eina leiðin til að slökkva eldinn er að búa til varnarlínu í góðri fjarlægð frá ofsaeldinum og verjast frá þeim stað.  Allt sem er á milli eldsins og varnarlínunnar er tapað, en með þessu er skaðinn lágmarkaður.  Þetta hljómar eins og dómsdagsspá.  Og ég held að við verðum að fara að viðurkenna að dómsdagur frjálshyggjunnar, frelsis í fjármálaviðskiptum og kapítalismans er að renna upp.  Kaldhæðnin er að það er stjórnlaus græðgi þröngs hóps siðlausra bankamanna sem er að valda þessum vanda.


Vilja stokka kerfið upp

Viðbætur úr athugasemdum:

Mig langar að bæta við hér athugasemdum sem hafa verið að birtast við grein Eiríks Bergmanns Einarssonar á vef the Guardian:

Regarding stupid rates etc that has nothing to do with what happened and I am really surprised that UK taxpayers are not more worried about what is going on around you. Houses of cards are falling all around you. Some of the biggest banks in UK are so close to falling that it is scary. I hope they will survive. The Icelandic banks were not the first victims of this crisis and will not be the last. $516 trillion are floating around in an unregulated financial system that is falling apart. The hedge funds and investment banks have sold rubbish papers to banks all over the world and it looks like they will not be able to pay back. Banks and financial institutes located in Europe have had to write of more than $200 bn and I don't know how many billions if not trillions of USD are lost in addition. And I am not even looking at the worst possibility. There is a disaster in the waiting that will make the Icelandic problem pale. The UK economy is in danger. The German economy is in danger. And what is worst (or best) of all is that the US economy is in danger. The reason I had best is that it will hit them home the greedy bastards that started this Pyramid scam. The irresponsible bankers that have hedged the world. You have perhaps heard that Iceland was a hedge fund. Well just realise that the investment banks and the hedge fund have turned the world into a giant hedge fund worth $516 trillion. That is ten times the annual Gross World Production. And this is going down.

---

In fact Iceland and Britain (and the EU of course) are all victims of the current situation. But instead of slagging each other off, we should focus on what was really responsible. In my opinion there were two people to blame. Person number 1 was the inventor of CDOs (collateralised debt obligations) and person number 2 was the inventor of CDSs (credit default swaps). These people were employees of JPMorgan the US bank as I understand it. With a volume of $500 trillion? outstanding these instruments are the cause of the current problem and are more than capable of bringing down the entire world financial system, despite all the recent bailouts. We need to unwind these positions and then ban these instruments. But nobody knows whether the positions can be unwound without bankrupting the whole world.

---

 As I say above we have seen nothing yet. The tsunami has not yet hit us. It has been traveling in the financial water unnoticed for some time and is about to hit us. The warning system is none existence or not working. The wave went over Iceland like nothing as rising sea level but the rest of the world does not realise that it is not rise sea level but a tsunami.

You say, oldbager, that the inventors were employees of JPMorgan. I think it is time to name and shame. I think it is time that the real criminals are charged, convicted and executed. And I think it is time that the US government take accountability for allowing this to happen under their nose. If the Icelandic government is accountable for icesave and the debts of the Icelandic banks, then the US government is accountable for the damage the US banking system has caused us all. Let them pay.

Hér er svo komið nafnið á manninum sem fann upp CDO:

Who invented the infamous financial instrument - collateralised debt obligation (CDO) ?

Christopher Ricciardi liked to be called the grandfather of CDO's. He began working on CDO's in 1997 while working for Prudential Securities. He issued the first CDO as we know them today in 1999. From 2000 to 2003 he and his team ruled the CDO market at CFSB. When he and part of his team left for Merrill Lynch in April 2003, CFSB's position in the CDO market slipped and Merrill soared. He left Merrill in early 2006 to take an equity stake in Cohen & Co. (a Merrill client).
While CDO's have been around since 1987, the issue in 1999 appears to be the beginning of the instrument as we know it today.

Þá er bara að fá að vita hvort Ricciardi hafi séð það fyrir sér að uppfinning hans (enduruppfinning) myndi valda svona miklum vanda og hvort hann og félagar hans séu borgunarmenn.  Ekki það, að CDOið er sem slíkt ekki vandamálið, heldu er það náttúrulega misnotkun vogunarsjóðanna á því og að SEC og bandarísk stjórnvöld hafi látið þetta óátalið.

Sem má svo sem einnig segja um icesave og íslensku útrásina.  Hvorugt var í sjálfu sér hættulegt fyrr en menn gengu lengra en þeir réðu við.  Í öllum þessum tilfellum varð snilli mannanna og fyrirhyggjuleysi þeim að falli.

Og hér er kominn sá sem fann upp credit default swap (skuldatryggingaálag eins og það hefur verið kallað hér á landi):

The Credit Default Swap was invented a few years ago by a young Cambridge University mathematics graduate, Blythe Masters, hired by J.P. Morgan Chase Bank in New York. The then-fresh university graduate convinced her bosses at Morgan Chase to develop a revolutionary new risk product, the CDS as it soon became known.