"Efnahagsráðgjafi" Egils vísar í mín skrif

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 21.10.2008. Ath. að tenglar eru óbreyttir.

Ég tók eftir því á eyjan.is að ónefndur "efnahagsráðgjafi" Egils Helgasonar vísar í skrif mín um mál tengd Seðlabanka Íslands.  Ég hef að vísu skrifað eitt og annað um þessi efni, en hef aldrei sett neitt á blað sem tengist nákvæmlega því sem rætt er í áliti "efnahagsráðgjafans" og geri mér ekki grein fyrir af hverju hann vitnar í mig í þessu tilfelli.  En til að auðvelda fólki leitina að greinum um efnahagsmál, þá eru hér tenglar í þær hér fyrir neðan.  Ég viðurkenni það fúslega, að margt sem ég skrifaði var argasta bull, en annað stendur óhaggað.  Til þess að vera ekki með neinn hvítþvott, þá setti ég inn vísun í allar greinarnar:

2007

Júní:

Er Seðlabankinn stikkfrí?

Júlí:

Er þá verðbólgan lægri hér á landi?

Ágúst:

Láglaunalandið Bandaríkin

2008

Janúar:

Spákaupmennska og ævintýramennska stjórna efnahagsmálum heimsins

Skiljanleg andstaða, en er leikurinn ekki tapaður?

Góður árangur í erfiðu árferði

Hagkerfið í niðursveiflu og Seðlabankinn bíður átektar

Febrúar:

Mat byggt á hverju?

Mars:

Ólíkt hafast þeir að

Stýrivextir hækka húsnæðisliðinn

Apríl:

S&P að þvinga fram aðgerðir

Eru matsfyrirtækin traustsins verð?

Er þetta trúverðugt bókhaldsfiff?

Blame it on Basel

Eru matsfyrirtækin traustsins verð - hluti 2

Verðbólga sem hefði geta orðið

Var Seðlabankinn undanþeginn aðhaldi?

Maí:

Ólíkt hafast menn að

Í útvarpsviðtal út af bloggi

Verður 12 mánaðaverðbólga 18 - 20% í haust

Allt er til tjóns

Hagspá greiningardeildar Kaupþings

Efnahagskreppan - Fyrirsjáanleg eða ekki?

Júní:

Auka reglurnar gengisáhættu?

Hlustar forsætisráðherrann á sjálfan sig?

Trúin á aðgerðum engin

Bankarnir orðnir langþreyttir á úrræðaleysi Seðlabankans?

Hver veldur slysi, "lestarstjórinn" eða sá sem fer fram úr? - Hugleiðing um orsök og afleiðingu

Júlí:

Evra eða ekki, það er spurningin

Matsfyrirtækin fá ákúru frá SEC og ESB

Hvað þurfa raunstýrivextir að vera háir?

Verðbólga í takt við væntingar

Slæm ákvörðun getur gefið góða útkomu

Ágúst:

Ótrúlegur Geir

Ekki á að bjarga þeim sem "fóru of geyst", en hvað með hina?

Hvað geta Seðlabankinn og ríkisstjórnin gert?

Verðbólgutoppnum náð

Bankarnir bjóði upp á frystingu lána

Treysta lífeyrissjóðir á verðtryggingu?

September:

Sökudólgurinn fundinn! Er það?

Innviðir bandaríska hagkerfisins að molna?

Október:

Ábyrgð Seðlabanka Íslands

Hvaða spennu var létt?

Basel-nefndin gefur út reglur um lausafjáráhættu

Innlegg í naflaskoðun og endurreisn

Geta þeir ekki hætt þessari vitleysu?

Aðstæður á fjármálamarkaði felldu bankana

Löngu tímabær aðgerð

 

Eins og ég segi að ofan, er margt af þessu óttalegt vitlaust, þegar maður les það í ljósi þess sem síðar gerðist, en annað hefur, ef eitthvað er, fengið byr í seglin.

Síðan vil ég nefna að ég hef á þessum sama tíma hvatt fyrirtæki til að huga að áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu, þ.e. að búa sig undir hið óvænta.