Þetta er skuldahliðin, en hvað með eignahliðina

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 23.10.2008.

Mönnum hefur verið tíðrætt um skuldir bankanna og skuldbindingar í útlöndum.  Þetta eru svakalegar tölur og er alveg með ólíkindum að menn hafi teygt sig svona langt, en það er búið og gert og taka verður á þeim vanda af festu og yfirvegun.  Það sem mér finnst aftur vanta í þessa umfjöllun eru upplýsingar um hve miklar eignir/kröfur bankarnir eiga/áttu í útlöndum og hver skipting þessara eigna/krafna er.  Ef þessar tölur fást fram, þá væri hugsanlega hægt að slá aðeins á þá múgæsingu sem er í gangi hér á landi og erlendis, eða að við fengjum það þá svart á hvítu hve ástandið er slæmt.

Það getur verið, að þær upplýsingar sem hér um ræðir séu viðkvæmar, en ég held að skaðinn af leyndinni sé farinn að verða meiri en að birta þær.  Auk þess finnst mér sem landsmenn eigi heimtingu  á því, þannig að við getum fylgst með því hvaða eignir eru að fara á brunaútsölu.


Hér er áhugaverð frétt:

Skulduðu Þjóðverjum milljarða