Menn voru að reyna bjarga málum

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 11.10.2008.

Ég rakst á athugasemd á bloggi hjá breskum fréttamanni, þar sem Breti nokkur segir af vini sínum.  Ég er nú ekki með tilvísunina á takteinunum, en innihaldið var nokkurn veginn svona (hugsanlega eitthvað höfundarleyfi í þessu):

Ég þekki ungan mann, sem vinnur hjá Kaupþingi Singer og Friedlander.  Þar er starfsfólkið búðið að vinna langt fram á nótt undanfarna daga við að tryggja hag sparifjáreigenda og taldi sig vera komið með fast land undir fótum seinni hluta þriðjudags.  Þá alveg gjörsamlega að tilefnislausu ræðst FSA inn í KSF og eyðileggur allt þeirra starf.  Þessi ungi maður (Englendingur) hann skilur ekki hvers vegna þetta var gert.  Hann er líklegast búinn að missa vinnuna og er alveg eyðilagður maður á eftir.

Síðan var önnur athugasemd, en frá Íslendingi inn á annað blogg (líka eftir minni):

Ef íslensku bankarnir eru hryðjuverkasamtök, þá hljóta bresk stjórnvöld að þurfa að kæra alla þá sem lagt hafa peninga inn á reikninga í þessum bönkum, þar sem með því voru viðkomandi að fjármagna hryðjuverkasamtök.