Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 25.10.2008.
Við stöndum frammi fyrir því að enn ein tilraunin í atvinnusköpun og verðmætaaukningu hefur runnið út í sandinn. Á undan hafa farið síldin, loðdýrarækt, fiskeldið, rækjuveiðin og nú síðast bankakerfið. Vafalaust mætti telja fleiri gullkálfa, en ég læt þessa duga. Allt hefur þetta fallið vegna fyrirhyggjuleysi þeirra sem voru í þessum atvinnugreinum. Menn hugsuðu að þetta hlyti bara að ganga, þar sem útlendingum hafði heppnast að láta þetta ganga. En annað kom á daginn. Það er eins og í öllu þessu hafi gleymst að sígandi lukka er best. (Sígandi lukka þýðir hófsemi.) Það er líklegast stærsta vandamál okkar Íslendinga, að við erum alltaf að leita að töfralausnum og þegar við teljum okkur hafa fundið þær, þá á að taka heiminn með trompi. Minnimáttarkomplexar okkar eru svo ríkjandi, að við getum ekki sætt okkur við neitt annað, en að geta slegið þeim bestu við. Garðar Hólm er út um allt í okkar samfélagi. Menn sem eru á fullu að sannfæra okkur hvað þeir eru frægir og stórir úti í heimi, þegar í reynd þeir eru bara litlir karlar.
En þetta innlegg átti ekki að fjalla um það sem mistókst, nema í þeim tilgangi að við gætum lært af því. Spurningin er aftur: á hverju við Íslendingar munum lifa í framtíðinni? Hér fyrir neðan er listi yfir fyrirtæki og starfsemi í okkar litla landi sem gætu hjálpað okkur við að byggja upp nýtt Ísland. Þetta eru fyrirtæki sem hafa skapað okkur útflutningstekjur undanfarin ár en eru ekki alltaf talin upp í því samhengi eða eru minna áberandi en stóriðjan, sjávaraútvegurinn, fjármálastarfsemin, Actavis, Marel og Össur. Listinn er tekinn saman af Róland R. Assier,sem m.a. kennir við Leiðsöguskólann, og er fenginn úr námsefni í áfanganum Atvinnuvegir 101. Vona ég að Róland sé ósárt um að ég birti þessar upplýsingar hér. Tekið skal fram að listinn miðar með fáum undantekningum við hlutina, eins og þeir voru við lok síðasta árs. Hugsanlega hafa því fyrirtæki hætt starfsemi, sem eru á listanum, og önnur bæst við sem ættu að vera þar. Það væri gott, ef lesendur bloggsins eru til í að bæta við fleiri aðilum sem skapa þjóðinni útflutningstekjum. Athugið að ferðaþjónustan telst ekki til fyrirtækja með útflutningstekjur, þó vissulega séu gjaldeyristekjur greinarinnar miklar (sjá nánar neðst).
Iðnaðarvörur:
Fiskvinnsluvélar og vélar
Skaginn
Traust
3 X Stál
Klaki
Mesa
Landsmiðjan
Vélfag
Formax
Samey...
Kæli- og frystibúnaður
Celcíus
STG
Kælikerfi
Frost
Optimar
Búnaður til fiskveiða
Hampiðjan/J. Hinriksson
Netagerð Vestfjarða
Fjarðarnet
DNG sjóvélar
Bátasmiðjur:
Trefjar
Bátasmiðja Guðmundar
Ósey
Mótun Bátastöðin Knörr
Seigla
Samtak
og fleiri og fleiri
Plastiðnaður
Sæplast
Borgarplast
Reykjalundur
Set
Umbúðir og prent
Plastprent
Kassagerðin
Oddi
Hugvit og hátækni:
Hátækni
Vaki
MarOrka
Ecoprocess
Hafmynd
Fjölblendir
Stjörn-Oddi
Framleiðslutækni
Íslenska lífmassafélagið
Icelandic Green Polyol
Límtré
Alur
MT-bílar
PetroModel
Líftækni, lyf og heilsu- og snyrtivörur
Saga Medica
Orf líftækni
Primex
Norður ehf.
NorðurÍs
NimbleGen Systems Iceland
Ensímtækni/Zymetech
Ísgel
Lífeind
Lýsi
Móðir Jörð
Blue Lagoon
Iceherbs
Purity Herbs
Prokaria
Genís
Lækningartækni
Medcare-Flaga
Kine
Viasys Healthcare
Oxymap
Upplýsingatækni
Hugbúnaður, hugbúnaðar- og margmiðlunarþróun
Hugbúnaður fyrir sjávarútveginn og matvælavinnslu
Hugbúnaður fyrir stórmarkaði og stórverslanir
Hugbúnaður fyrir heilbrigðisgeirann
Hugbúnaður fyrir hitaveitukerfi
Hugbúnaður fyrir hernað
Hugbúnaður fyrir miðlun stafræns efnis
Ljósleiðaranet
Samskiptalausnir
Skjalastjórnun, stjórnun viðskiptatengsla
Öryggiskerfi
Tölvuleikir
Margmiðlun o.fl.
EJS International, Marel, Flaga, Hugur, Industria, Hugvit, Memphis, Kögun, Taugagreining, Gagarín, Menn og mýs, Mentor, Landsteinar Strengur, 3-plus, OpenHand, Caoz, CCP, Track-Well o.s.frv.
Fatnaður:
Vinnufatnaður
66°N/Max
Trico
Tískufatnaður
Sportey
Nikita
66°N
Zo-on
Cintamani
Spakmannspjarir
Annað
Ullarlopi, ullarband
Víkurprjón
Ístex
Glófi
Loðskinn
Sjávarleður
Drykkjavörur
Vatn
Icelandic Glacial
Icelandia PLC
Iceland Water
Glacier World
Við þetta má svo bæta sjávarútvegi, stóriðju, fjármálastarfsemi, Marel og Össuri.
En gjaldeyristekjur verða ekki bara við útflutning. Einn er sá vettvangur sem skapar miklar gjaldeyristekjur en það er ferðaþjónustan. Þar gnæfa flugfélögin, Icelandair og IcelandExpress, upp úr, en í það heila voru gjaldeyristekjur af ferðamönnum um 50 milljarðar á síðasta ári, saman borið við 80 milljarða af útflutningi áls og 128 milljarða vegna útflutnings sjávarafurða.
Veiking krónunnar á þessu ári mun hafa mikil áhrif til hækkunar á útflutnings og gjaldeyristekjum.