Birt á Moggablogginu 27.7.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd
Þetta eru áhugaverðar pælingar hjá Hauki Arnþórssyni (sjá frétt) um samkeyrslu upplýsinga og þá ógn sem slík samkeyrsla er við friðhelgi einkalífsins. Þar sem að ég fæst mikið við málefni, sem tengjast persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þá hef ég oft rekist á hve auðvelt er í raun að samkeyra marga stóra gagnagrunna með ólíkum upplýsingum til að útbúa persónusnið.
Read more
Birt á Moggablogginu 27.7.2007 - Efnisflokkur: Menntamál
Á þessu ári eru 10 ár síðan ég hætti í starfi mínu sem kennari og skipulagsstjóri við Iðnskólann í Reykjavík. Kennsluferill minn hóst í janúar 1992 og entist út árið 1997. Þetta var mjög góður tími, en til þess að hafa mannsæmandi laun þurfti maður að vinna mun meira en góðu hófu gegndi.
Read more
Birt á Moggablogginu 14.7.2007 - Efnisflokkur: Náttúruvernd
Ég var að koma úr nokkurra daga ferð í kringum landið. Ferðin hófst á fjögurra daga fótboltamóti á Akureyri, en síðan var farið austur um land og suður og börnunum sýndar í fyrsta sinn nokkrar fegurstu náttúruperlur landsins.
Read more
Birt á Moggablogginu 22.6.2007 - Efnisflokkur: Fordómar, Trúarbrögð
Í tæp sex ár hefur mátt heyra á nær hverju degi að hinir og þessir hópar múslima hafi framið hin og þessi voðaverk út um allan heim, en þó aðallega í Miðausturlöndum. Þessi tilvísun í trúarbrögð, ef gerendur eru múslimir (eða hindúar), hefur verið mjög áberandi í innlendum fjölmiðlum, þó svo að nákvæmlega sama frétt á BBC eða Sky er ekki með neina tilvísun í trúarbrögð viðkomandi.
Read more
Birt á Moggablogginu 18.6.2007 - Efnisflokkur: Áhættustjórnun
Seinni hluta apríl varð Eistland fyrir árás tölvuþrjóta sem tókst að valda verulegri truflun á netsambandi innan landsins. Þetta varð til þess að afhending ýmissa mikilvægra þjónustuþátta truflaðist. Eftir að þetta gerðist, hafa öryggissérfræðingar víða um heim verið að velta fyrir sér hversu traustir upplýsingatækniinnviðir einstakra ríkja eru.
Read more
Birt á Moggablogginu 14.6.2007 - Efnisflokkur: Umferðin
Ennþá einu sinni hefst þessi umræða um mislægu gatnamótin á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Og ennþá einu sinni virðist vera sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík átti sig ekki á því að þessi gatnamót verði ekki gerð mislæg nema með umfangsmiklum aðgerðum á aðliggjandi gatnamótum.
Read more
Birt á Moggablogginu 13.6.2007 - Efnisflokkur: Umferðin
Ég er nú alveg viss um að fljótlega verða komnir radarvarar sem vara við nýja tækinu þeirra þarna á Blönduósi (sjá frétt). Fyrir utan að vararnir geta ennþá varað við hraðaeftirliti þar sem gömlu hraðamælingatækin eru notuð.
Read more
Birt á Moggablogginu 12.6.2007 - Efnisflokkur: Menntamál
Mig langar að spyrja: Hvaða skóli er bestur:
a) Sá sem tekur við nemendum með meðaleinkunn upp á segjum 8,5 og skilar þeim út með meðaleinkunn upp á 7,25
b) Sá sem tekur við nemendum með meðaleinkunn upp á segjum 7,0 og skilar þeim út með meðaleinkunn upp á 7,25
Read more
Birt á Moggablogginu 10.6.2007 - Efnisflokkur: Menntamál
Á visir.is er að finna eftirfarandi frétt:
Nýr meirihluti gerir vel við einkaskólana
Skólastjórar Ísaksskóla og Landakotsskóla segja viðmót borgaryfirvalda í garð einkarekinna grunnskóla hafa breyst til hins betra eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum fyrir rúmu ári.
Read more
Birt á Moggablogginu 9.6.2007 - Efnisflokkur: Stjórnunarhættir, Austurlensk speki
Þetta er fjórða af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Líkt og hinar fyrri er sagan upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992.
Read more
Birt á Moggablogginu 5.6.2007 - Efnisflokkur: Stjórnunarhættir, Austurlensk speki
Þetta er þriðja af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Líkt og hinar fyrri er sagan upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992.
Read more
Birt á Moggablogginu 28.5.2007 - Efnisflokkur: Stjórnunarhættir, Austurlensk speki
Þetta er önnur af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Líkt og hin fyrsta er sagan upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992.
Read more
Birt á Moggablogginu 26.5.2007 - Efnisflokkur: Stjórnunarhættir, Austurlensk speki
Þetta er fyrsta af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Sagan er upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992.
Read more
Birt á Moggablogginu 25.5.2007 - Efnisflokkur: Stórnunarhættir
Ég hef verið að velta því fyrir mér frá því að kosningarúrslitin voru kunn, af hverju Framsóknarflokknum var refsað í kosningunum en Sjálfstæðisflokknum umbunað fyrir nokkurn vegin sömu störf. Ég fann að sjálfsögðu ekkert einhlítt svar við þessu og því reikaði hugurinn til greinar sem birtist í Harvard Business Review fyrir nokkuð löngu, nánar tiltekið í 4. tölublaði 70. árgangs (júlí-ágúst, 1992).
Read more
Birt á Moggablogginu 24.5.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd
Þessi spurning kom upp á ráðstefnu um upplýsingaöryggismál sem ég sótti sl. vetur. Einn fyrirlesarinn lýsti því þegar hringt var í fyrirtæki hans eftir að klámvefur m.a. með barnaklámi uppgötvaðist á vef alþjóðlegs banka í ónefndu landi. Einn starfsmaður bankans hafði sett upp klámvef á vefþjóni bankans og var hann opinn öllum.
Read more
Birt á Moggablogginu 23.5.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd
Það er gott fyrir alla símasöluaðila og raunar líka þá sem nota tölvupóst, að kynna sér ákvæði fjarskiptalaga og eldri úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar um þessi mál. Skoðum fyrst hvað fjarskiptalög segja:
46. gr. Óumbeðin fjarskipti.
Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram.
Read more
Birt á Moggablogginu 21.5.2007 - Efnisflokkur: Kosningaúrslit
Það er fróðlegt að skoða úrslit kosninganna og sjá hvað stutt var á milli feigs og ófeigs þ.e. hvað í raun örfá atkvæði hefðu geta haft veruleg áhrif á það hverjir hlutu kosningu og hverjir ekki.
Það munaði aðeins 11 atkvæðum á 2. jöfnunarmanni/8. þingmanni Framsóknar og 1. jöfnunarmanni/25. manni Sjálfstæðisflokks. Ef Framsókn hefði fengið 11 atkvæðum meira á landsvísu hefði Samúel Örn Erlingsson orðið þingmaður í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.
Read more
Birt á Moggablogginu 17.5.2007 - Efnisflokkur: Stjórnmál
Mér finnst þessi umræða almennt vera á villugötum. Það er staðreynd að stjórnin hélt velli. Það er staðreynd að stjórnarsamstarfið hefur gengið mjög vel þessi 12 ár. Það er staðreynd að stjórnarflokkarnir eru ánægðir með þann árangur sem hefur náðst, þó alltaf megi gera betur. Það er staðreynd að þeir sjá ýmis tækifæri til að gera betur. Það er staðreynd að þjóðarbúið stendur vel.
Read more
Birt á Moggablogginu 13.5.2007 - Efnisflokkur: Stjórnmál
Framsóknarflokkurinn varð fyrir miklu áfalli í kosningunum í gær og nú vilja sumir ráðamenn innan flokksins draga sig út úr ríkisstjórninni þar sem þeir vilja sleikja sár sín í næði úti í horni. Mér finnst ekki vera mikil skynsemi í þessu, nema að þessir sömu aðilar hafi ekki verið sannfærðir um að ríkisstjórnin hafi verið að vinna að réttum málum.
Read more
Birt á Moggablogginu 20.4.2007 - Efnisflokkur: Stjórnmál
Mér finnst vera minnst þrjár hliðar á þessu máli með fylgishrun Framsóknarflokksins. Fyrst má segja að þessi niðurstaða skoðanakannana sé mjög eðlileg vegna þess að Framsókn hefur verið dugleg að hrekja kjósendur frá sér. Framsóknarflokkurinn hefur í ríkisstjórnarsamstarfinu verið einstaklega laginn við að vinna gegn þjóðarsálinni
Read more