Nú er tækifærið

Birt á Moggablogginu 19.4.2007 Efnisflokkur: Menning

Það er búið að vera hálf kómískt að hlusta á mæta menn tala um menningarverðmætin sem voru að glatast með eyðileggingunni á Austurstræti 22.  Í mínum huga glötuðust þessi verðmæti fyrir löngu, þegar leyft var að breyta húsinu m.a. í Karnabæ og síðan í ótal aðrar verslanir, útsölumarkaði og skemmtistaði.

Read more

Ethernet netkortið vantar

Birt á Moggablogginu 4.4.2007 - Efnisflokkur: Tölvur og tækni

Eftir að hafa stúderað þennan lista, sem fréttin vísar til, þá furða ég mig á því að vanta skuli þá tækni sem gerði okkur yfirhöfuð kleift að samtengja einmenningstölvur á þann hátt sem algengast hefur verið í gegnum tíðina.  Þar á ég við ethernet netkortið sem fundið var upp hjá Xerox PARC 1974.

Read more

Stjórnun upplýsingaöryggis - námskeið hjá Staðlaráði

Birt á Moggablogginu 2.4.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd

Þar sem persónuvernd og upplýsingaöryggi eru mínar ær og kýr, þá langar mig að vekja athygli á því að Staðlaráð Íslands heldur reglulega námskeið um þá tvo staðla sem fjalla um þessi mál (sjá nánar hér um næsta námskeið).  Þetta eru staðlarnir ÍST ISO/IEC 27001 Upplýsingatækni - Stjórnkerfi upplýsingaöryggis - Kröfur og ÍST ISO/IEC 17799 Upplýsingatækni - Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis.  Báðir þessir staðlar komu í uppfærðri útgáfu á síðasta ári.

Read more

Rafrænar kosningar í Eistlandi

Birt á Moggablogginu 1.3.2007 - Efnisflokkur: Tölvur og tækni

Í Morgunblaðinu í dag er frétt um kosningar í Eistlandi þar sem kjósendum gefst kostur á að nota Internetið til að kjósa.  Fyrirkomulagið er einfalt og er því lýst á eftirfarandi hátt í fréttinni:

Read more

Það kom að þessu

Birt á Moggablogginu 28.2.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd

Það kom að því að eitthvað svona gerðist hér á landi.  Þetta er áhættan sem fylgir notkun korta og við höfum sem betur fer að mestu sloppið við hingað til.  Við sem höfum farið til sólarlanda höfum oft verið vöruð af fararstjórum að láta kortin ekki frá okkur.  Ég er hættur að nota kort í litlum búðum í útlöndum nema ég telji mig alveg geta treyst móttakandanum og fer í viðurkennda hraðbanka í vöktuðum anddyrum bankanna til að taka út pening.

Read more

Er þá verðbólgan lægri hér á landi?

Birt á Moggablogginum 16.6.2007 - Efnisflokkur: Efnahagsstjórnun

Mér finnst þessi frétt nokkuð merkileg.  Hún greinir frá því að verðbólga á evrusvæðinu síðustu 12 mánuði hafi verið 1,9%.  Hafa skal í huga að þetta er verðbólga án húsnæðis (ég vona að ég fari rétt með).  Hér á landi var verðbólgan 3,8% með húsnæðisþættinum, en 1,2% án húsnæðis.  Það þýðir að verðbólga er lægri hér á landi en á evrusvæðinu.

Read more

Er Seðlabankinn stikkfrí?

Birt á Moggablogginu 5.6.2007 - Efnisflokkur: Efnahagsstjórnun

Mér finnst stundum eins og Seðlabankinn sé stikkfrí, þegar kemur að því að leita að orsökinni á hækkun verðbólgu, hækkun gengis og þenslunnar á húsnæðismarkaðnum.  Það er eins og bankinn gleymi því að 30. júní 2003 voru settar nýjar reglur um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja (nr. 530/2003).

Read more

Getur starfsemin staðið af sér áfall?

Birt á Moggablogginu 18.4.2007 - Efnisflokkur: Áhættustjórnun

Þetta er spurning sem stjórnendur fyrirtækja ættu að spyrja sig að eftir áföll dagsins í dag.  Fyrst stórbruninn á horni Austurstrætis og Lækjargötu og síðan bilun í heitavatnsleiðslu á Vitastígi.  Hvað ætli það séu mörg fyrirtæki sem urðu fyrir áhrifum af þessum tveimur atvikum?  Ég giska á um 40 til 50 á hvorum stað, jafnvel fleiri.  Það gera a.m.k. 80 til 100 fyrirtæki.

Read more