Ég hef nokkrum sinnum fjallað um lög 107/2009 um úrræði fyrir einstaklinga, heimili og fyrirtæki vegna banka- og gjaldeyrishruns. Í dag var birt enn ein skýrsla eftirlitsnefndar (svo kallaðrar Maríu-nefndar, kennd við Maríu Thejll formann nefndarinnar) með sértækri skuldaaðlögun samkvæmt I. kafla laganna. Því miður er það svo, að enn einu sinni eru forsendur Maríu-nefndarinnar rangar og því getur hún ekki annað en komist að rangri niðurstöðu…
Read more
Ég hef lengi velt fyrir hvað er að íslensku þjóðfélagi. Síðustu daga og vikur hefur mátt lesa alls konar fréttir um tiltæki landans, sem vart er hafandi eftir…
Read more
Eftir að skýrsla IFS um stöðu Íbúðalánasjóðs var birt í gær hafa alls konar sérfræðingar ætt fram á völlinn og kennt hinum og þessum um vanda sjóðsins. Einn vill fara aftur til 2001, annar til 2004 og enn aðrir til 2009. Staðreyndir málsins eru að líklegast þarf að fara ennþá lengra aftur og síðan kenna íslenskum lögum um vilji menn finna sökkudólg…
Read more
Ég heyrði um daginn stutt viðtal við Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Heimir og Kolla ræddu við hana í þættinum sínum Í bítið á Bylgjunni. M.a. var rætt um þessi 11 mál sem valin voru til að greiða úr ágreiningi vegna útreiknings vaxta áður gengistryggðra lána. Án þess að vita hvaða mál þetta eru, sem valin voru, þá hef ég alltaf haft þá tilfinningu, að þau hafi verið valin út frá hagsmunum bankanna og á forsendum bankanna, en ekki til að greiða í raun og veru úr þeim ágreiningi sem uppi er…
Read more
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp enn einn tímamótadóminn. Nú er það um endurútreikning áður gengistryggðs bílaláns. Stóra niðurstaðan í þessum dómi er án efa…
Read more
Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um áhrif dóms Hæstaréttar í máli 464/2012 á áður gengistryggð lán. Í staðinn fyrir að svara hverjum og einum, þá langar mig að koma með eina ýtarlega greiningu á dómnum og fleiri vinklum á stöðu áður gengistryggðra neytendalána (og lánum fyrirtækja að hluta)…
Read more
Í pistli 14. október fjallaði ég um mat mitt á skuldum þjóðarbúsins. Það komst ég að þeirri niðurstöðu að yfir Íslandi héngju þrjár snjóhengjur, þ.a. eignir áhættufjárfesta sem voru að sækjast í íslenska vextir fyrir hrun, íslenskar eignir þrotabúa hrunbankanna og loks hlutabréf og framtíðartekjur þrotabúanna frá nýju bönkunum. Í pistlinum gat ég mér þess til að þessar fjárhæðir væru í fyrstu snjóhengjunni allt að 970 milljarðar, 1460 milljarðar í þeirra annarri og á bilinu 1.200 - 2.000 milljarðar í þeirri þriðju en útstreymið vegna hennar dreifðist yfir lengri tíma…
Read more
Umræðan um erlendar skuldir þjóðarbúsins skutu enn og aftur upp kollinum í liðinni viku. Greiningardeild Arion banka fór þá yfir stöðu mála og sérstaklega skuldabókhald Seðlabankans í greiningu sinni "Skuldum við meira en við höldum?". Ég veit ekki hvort sérfræðingar í greiningardeild Arion banka eru reglulegir lesendur bloggfærslna minna, en ég hef ítrekað fjallað um flest það sem fram kom í Markaðspunktunum frá sl. fimmtudegi, m.a. í athugasemdakerfi Eyjunnar og á facebook nokkrum dögum áður en þeir birtu greiningu sína…
Read more
Já, það eru fjögur ár síðan Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland. Ég er ekki viss um að honum hafi orðið að ósk sinni. Aftur á móti virðist blessunin hafa náð til hluta ofurríkra fjármagnseigenda og fjármálafyrirtækja sem reist voru á rústum fjármálafyrirtækja sem höfðu samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu á sér yfirbragð skipulagðrar glæpastarfsemi…
Read more
Fyrir um 20 árum var ljóst að þáverandi lífeyriskerfi opinberra starfsmanna stefndi í þrot, ef svo héldi sem horfði, þ.e. að greiðslubyrði myndi smátt og smátt vaxa ríkinu yfir höfuð. Þá var farin sú leið að skipta Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og fleiri opinberum sjóðum upp í tvær deildir. Eina sem nýir starfsmenn greiddu í og þeir sem skiptu um störf eða fóru í takmarkað starfshlutfall og aðra sem þeir sem voru fyrir í sjóðnum greiddu í…
Read more
Undanfarin ár hefur ýmislegt gengið á í endurreistum íslenskum bankarekstri. Lengi leit út fyrir að menn hefðu ekkert lært af hruninu, svo sljákkaði aðeins á ofsanum, eins og menn ætluðu að gera einhverja yfirbót, en nú er eins og tímavélin hafi tekið völdin. Oft í viku koma fréttir innan úr bankakerfinu eða mér er sagt af gömlum "snillingum" sem hafa verið endurreistir til fyrri stöðu eða nýir búnir að grandskoða hvað gömlu "snillingarnir" gerðu og hafa það eitt markmið að toppa þá…
Read more
Óteljandi hópar ferðamanna eru á ferð um landið í hópferðabílum. Þetta fólk er margt að fara sína fyrstu og einu ferð um Ísland á ævinni. Mun aldrei aftur til landsins koma og því er mikilvægt að bjóða þeim upp á faglega leiðsögn um landið…
Read more
Ýmsir aðilar virðast vera áfjáðir um að lýsa kreppunni lokið. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, telur í grein í DV enga ástæðu til óðagots hvað þetta varðar og tek ég undir þetta með henni…
Read more
Fyrir um mánuði birtist í Tíund Ríkisskattstjóra grein eftir Páll Kolbeins, þar sem hann fjallar um tekjubreytingar á fyrsta áratug aldarinnar. Samkvæmt upplýsingum Páls þá hækkuðu tekjur einstaklinga um 62% frá 2001 til 2007, þ.e. úr 845 ma.kr. í 1.370 ma.kr., en lækkuðu síðan um 31% frá 2007 til 2010 eða í 945 ma.kr. Þessar tölur eru á föstu verðlagi miðað við árslok 2010. Þannig er hægt að reikna út að kaupmáttaraukning hafi numið 11,2% á þessum tíma eða 1% á ári. Ekki eru allir að njóta hækkunarinnar jafnt og þannig er auðugasta 1% Íslendinga að fá meira í sinn vasa en aðrir…
Read more
Í máli C-618/10 Banco Español de Crédito SA v Joaquín Calderón Camino komst Evrópudómstóllinn (Court of Justice of the European Union) að því að landréttur (a national court) geti ekki breytt innihaldi ósanngjarns skilmála í samningi gerðum milli seljanda/þjónustuaðila og neytanda ("A national court cannot revise the content of an unfair term in a contract concluded between a seller or supplier and a consumer"). Þegar slíkt ósanngjarn skilmáli finnst, ber landsrétti að ýta slíku ákvæði til hliðar ("Where it finds that a term is unfair, the national court is required solely to set that term aside")…
Read more
Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum og á netinu um þá hættu sem byggð á höfuðborgarsvæðinu gæti stafað af eldgosum í nágrenni þess. Ég hef nokkrum sinnum fjallað um þessi mál hér á blogginu mínu, auk þess að taka þátt í umræðu á síðum annarra. Sem sérfræðingur á sviði áhættumats og áhættustjórnunar, þá tel ég mig hafa nokkuð vit á þessum málum, þó svo að nauðsynlegt sé að sækja ýmsa aðra þekkingu til sérfræðinga hver á sínu sviði…
Read more
Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, segir samkvæmt frétt mbl.is að "engan vafa leika á að lífeyrisréttindi njóti eignarréttarverndar stjórnarskrárinnar". Vísar hún til dóma Hæstaréttar, úrskurði umboðsmanns Alþingis og hjá mannréttindadómstóli Evrópu…
Read more
Ég hef loksins komist í gegn um álitsgerð lögmannanna fjögurra um þau álitamál sem bera þarf undir dómstóla um áður gengistryggð lán. Búið er að bíða lengi eftir þessu áliti og það segir okkur í stuttu máli að við þurfum að bíða lengur…
Read more
Ég hef hingað til haldið mig frá umræðunni um kvótakerfið, þar sem ég hef ekki talið mig hafa næga þekkingu á málefninu og eins er einhvers konar trúarbragðaofstæki í umræðunni. Eftir að hafa lesið talsvert um þessi mál á síðustu 2 - 3 árum og þá sérstaklega í tengslum við umræðuna um fiskveiðistjórnunar- og auðlindagjaldsfrumvörp tveggja sjávarútvegsráðherra, þá langar mig að henda fram hugmynd sem ég hef verið að þróa með mér í nokkurn tíma…
Read more