Evrópurdómstóllinn segir að dómastólar skuli fella niður ósanngjarna skilmála

Í máli C-618/10 Banco Español de Crédito SA v Joaquín Calderón Camino komst Evrópudómstóllinn (Court of Justice of the European Union) að því að landréttur (a national court) geti ekki breytt innihaldi ósanngjarns skilmála í samningi gerðum milli seljanda/þjónustuaðila og neytanda ("A national court cannot revise the content of an unfair term in a contract concluded between a seller or supplier and a consumer").  Þegar slíkt ósanngjarn skilmáli finnst, ber landsrétti að ýta slíku ákvæði til hliðar ("Where it finds that a term is unfair, the national court is required solely to set that term aside")…

Read more

Hætta á höfuðborgarsvæðinu vegna eldgosa

Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum og á netinu um þá hættu sem byggð á höfuðborgarsvæðinu gæti stafað af eldgosum í nágrenni þess. Ég hef nokkrum sinnum fjallað um þessi mál hér á blogginu mínu, auk þess að taka þátt í umræðu á síðum annarra.  Sem sérfræðingur á sviði áhættumats og áhættustjórnunar, þá tel ég mig hafa nokkuð vit á þessum málum, þó svo að nauðsynlegt sé að sækja ýmsa aðra þekkingu til sérfræðinga hver á sínu sviði…

Read more

Hver er ávinningurinn af leiðréttingu verðtryggðra lána?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 1.6.2012. Efnisflokkur: Leiðrétting

Í gær var dreift á Alþingi skýrslu Hagfræðistofnunar um áhrif annars vegar 10% og hins vegar 25% lækkunar höfuðstóls íbúðalána.  Mér finnst þessi skýrsla vera heldur rýr í roðinu og raunar bara tætaramatur.  Hún er ákaflega einhliða áróður fyrir einum málstað, þ.e. gegn aðgerðinni, og leggur lítið upp úr ávinningnum af henni.

Read more

Skilaboðin eru skýr: Ekki greiða í lífeyrissjóð nema þú ætlir að búa heima hjá þér á efri árum - Endurbirt færsla

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 21.5.2012. Efnisflokkur: Lífeyrismál

Í tilefni orða Ásmundar Stefánssonar, þá þykir mér við hæfi að endurbirta færslu mína, Skilaboðin eru skýr: Ekki greiða í lífeyrissjóð nema þú ætlir að búa heima hjá þér á efri árunum, sem ég birti 28. mars sl.

Read more

1. maí haldinn hátíðlegur í 90. sinn á Íslandi

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 1.5.2012. Efnisflokkur: Atvinnulífið

Í dag er 1. maí, frídagur verkalýðsins.  Á þessum degi hafa fyrst verkalýður og síðan launþegar safnast saman um allan heim í yfir 120 ár, misjafnlega lengi í hverju landi.  Hér á landi var dagurinn fyrst haldi hátíðlegur 1923.  Að því gefnu að ekki hafi samkomur fallið niður í millitíðinni, þá er dagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi í 90. skipti frá upphafi.

Read more

Hugmynd að breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi

Ég hef hingað til haldið mig frá umræðunni um kvótakerfið, þar sem ég hef ekki talið mig hafa næga þekkingu á málefninu og eins er einhvers konar trúarbragðaofstæki í umræðunni.  Eftir að hafa lesið talsvert um þessi mál á síðustu 2 - 3 árum og þá sérstaklega í tengslum við umræðuna um fiskveiðistjórnunar- og auðlindagjaldsfrumvörp tveggja sjávarútvegsráðherra, þá langar mig að henda fram hugmynd sem ég hef verið að þróa með mér í nokkurn tíma…

Read more

Gengistrygging lána og frjálst flæði fjármagns

Birt á Moggablogginu 22.4.2012 - Efnisflokkur: Gengistrygging

ESA hefur sent íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf.  Innihaldið er eitthvað á þá leið að ekki sé leyfilegt að banna fortakalaust gengistryggingu lána, þar sem það brjóti gegn 40. gr. EES samningsins.  Ég hef svo sem ekki séð bréf ESA, bara heyrt og lesið að ESA telji með banni við gengistryggingu sé vegið að frjálsu flæði fjármagns.

Read more

Vaxtadómar og Árna Páls-lög - hluti 3 - Átti Hæstiréttur annan möguleika en seðlabankavexti?

Í síðustu færslu um vaxtadóma Hæstaréttar og Árna Páls-lögin fjallaði ég um hvernig fjármálafyrirtækin fjármögnuðu sig og færði rök fyrir því að Hæstiréttur hefði verið leiddur í gildru.  Í þessari færslu langar mig að skoða hvort Hæstiréttur hafi getað komist að annarri niðurstöðu varðandi vexti áður gengistryggðra lána út frá lagabókstafnum…

Read more

Sjálfbærni er lykillinn að öllu

Núna rúmlega 43 mánuðum eftir hrun hagkerfisins og 49 mánuðum eftir hrun krónunnar, þá erum við ekki ennþá búin að moka okkur í gegn um skaflinn og það sem meira er, við vitum ekki hve langt er eftir.  Staðreyndin er nefnilega sú, að við höfum ekki yfirsýn yfir viðfangsefnið.  Ég vil raunar ganga lengra og segja að við höfum ekki einu sinni skilgreint viðfangsefnið.  AGS hefur látið okkur hafa sína skilgreiningu og fjármálakerfið sína, lífeyrissjóðirnir eru duglegir að halda sinni á lofti og Samtök atvinnulífsins sinni, en engin af þessum skilgreiningum hefur hagsmuni almennings í huga…

Read more

Stjórnvöld senda frá sér rugltilkynningu - Af hverju má ekki fara rétt með?

Eftir að hafa lesið tilkynningu stjórnvalda sem birt er á vef Stjórnarráðsins, þá botna ég hvorki upp né niður í því sem þar er sagt.  Fyrst er vitnað til þess að almennar niðurfærslur um 20% kosti um 260 milljarða króna og stærsti hluti hennar renni til tekjuhæstu hópanna.  Ég veit ekki hvaðan þessi hugmynd um 20% niðurfærslu er komin og enn síður veit hvaða 1.300 ma.kr. er verið að tala um sem grunn að þessari niðurfærslu…

Read more

Hvað lærdóm getum við dregið af hruninu?

Ég hef oft velt því fyrir mér hver ætti að vera lærdómur okkar Íslendinga af hruninu.  Er svo sem ekki kominn að neinni endanlegri niðurstöðu, en sífellt bætast fleiri kubbar í myndina.  Í þessari færslu ætla ég að fjalla um einn vinkil sem er hve auðvelt var/er að koma peningum undan og láta aðra sitja uppi með tjónið…

Read more

Hvaða áhætta var verðlaunuð?

Þórður Snær Júlíusson, viðskiptablaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar grein þar sem hann fullyrðir að hinir áhættusæknu hafi verið verðlaunaðir, en hinir sem fóru varlega sitji uppi með skaðann.  Hann tekur máli sínu til stuðnings dæmi sem KPMG reiknaði fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.  Dæmi KPMG hljóðar upp á að tveir aðilar hafi tekið jafnhá lán (10 m.kr.) í júní 2002, annar gengistryggt og hinn verðtryggt.  Eftirstöðvar hins gengistryggð eru síðan sagðar vera 8 m.kr. en hins verðtryggða 15,3 m.kr.

Read more