Efnistyfirlit fyrir árið 2007

Eftirfarandi greinar frá árinu 2007 er að finna á síðunni, raðað frá yngstu til elstu:

  1. Íþróttamaður ársins - Tækifæri að kjósa konu - 19.12 2007 - (Íþróttir)

  2. Hverju er að kenna? - 16.12.2007 - (Umhverfismál)

  3. Kr. 2,4 milljarðar í skaðabætur vegna persónuverndarbrota - 5.12.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  4. Markmið Íslands fyrir aðra - 4.12.2007 - (Umhverfismál)

  5. Rovaniemi og jólasveinninn - Glatað tækifæri fyrir Íslendinga? - 3.12.2007 - (Ferðaþjónusta)

  6. Kristilegt siðgæði - 31.11.2007 - (Trúarbrögð)

  7. Rafræn skilríki opna dyr að nýjum tímum - 28.11.2007 - (Tölvur og tækni)

  8. Frétt um andlát samræmdra prófa stórlega ýkt - 28.11.2007 - (Menntamál)

  9. Lítil staðfesta neytenda - 26.11.2007 - (Neytendamál)

  10. 947 km = Kópavogur - Húsavík - Kópavogur - 26.11.2007 - (Landið)

  11. Það er þá 5. styrkleikaflokkur - 23.11.2007 - (Íþróttir)

  12. Álit mitt í 24 stundum - 22.11.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  13. Umboðsmaður hunsaður - 15.11.2007 - (Stjórnvöld)

  14. Í minningu Silla - 13.11.2007 - (Minningargreinar)

  15. Já, Persónuvernd samþykkti þetta, en með trega - 7.11.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  16. Samþykkir Persónuvernd þetta? - 6.11.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  17. Af samræmdum prófum 9 ára barna - 4.11.2007 - (Menntamál)

  18. Andrési Magnússyni svarað og fleira - 20.10.2007 - (Stjórnmál)

  19. Stóri Dómur - Samræmd próf hjá 9 ára börnum - 18.10.2007 - (Menntamál)

  20. Af stjúpum, fóstrum, stjúpbörnum, fósturbörnum og kjörbörnum - 17.10.2007 - (Almenns eðlis)

  21. Gátlisti sjálfstæðismanna fundinn - 13.10.2007 - (Stjórnmál)

  22. “Hvalveiði” í staðinn fyrir að fara til “fiskjar” - 12.10.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  23. Verkferli við söfnun og skráningu persónuupplýsinga - Viða pottur brotinn - 11.10.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  24. Það jákvæða við sameiningu REI og GGE - 10.10.2007 - (Orkumál)

  25. “Hefðbundnar” og “óhefðbundnar” lækningar - 2.10.2007 - (Heilbrigðismál)

  26. Enn ein árásin á tölvukeri fjármálafyrirtækis í USA - 27.9.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  27. Auðkennisþjófnaður er mikið vandamál hjá bandarískum bönkum - 24.9.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  28. Fjölgar umferðarlagabrotum við hert eftirlit? - 18.9.2007 - (Umferðin, Rökhyggja)

  29. Skipulag Vatnsendahlíðar og hækkun lóðarverðs - 17.9.2007 - (Skipulagsmál)

  30. Hvað með sæstreng? - 14.9.2007 - (Orkumál)

  31. Nick Leeson og Baringsbanki - 12.9.2007 - (Fjársvik)

  32. Ungverjaland - Miðja Evrópu - 2.9.2007 - (Ferðalög)

  33. Láglaunalandið Bandaríkin - 24.8.2007 - (Alþjóðamál)

  34. Samtals, ekki samfellt - 13.8.2007 - (Tölur og stærðfræði)

  35. Þetta líður hjá - 10.8.2007 - (Hrunið - undanfari)

  36. Barry Bonds - Kóngur hafnarboltans - 8.8.2007 - (Íþróttir)

  37. Nú var gott að vinna á fartölvu - 7.8.2007 - (Áhættustjórnun)

  38. Útflutningur á raforku - 4.8.2007 - (Orkumál)

  39. Furðuleg mótsögn Danske Bank - 1.8.2007 - (Hrunið - undanfari)

  40. Kennitalan er mikil ógn við friðhelgi einkalífs og auðveldar svik - 27.7.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  41. Hvað einkennir góða kennslu og fyrirmyndarkennara? -27.7.2007 - (Menntamál)

  42. Er þá verðbólgan lægri hér á landi? - 16.7.2007 - (Hagstjórn)

  43. Þórustaðanáman - Ljótasta sár í náttúru Íslands - 14.7.2007 - (Náttúruvernd)

  44. Trúarbragðafordómar í fréttaflutningi - 22.6.2007 - (Trúarbrögð)

  45. Eru upplýsingatækniinnviðir Íslands nógu sterkir? - 18.6.2007 - (Áhættustjórnun)

  46. Mislæg gatnamót skilja eftir marga lausa enda - 14.6.2007 - (Umferðin)

  47. Gerum radarvara gagnslausa - 13.6.2007 - (Umferðin)

  48. Vinsælir, en eru þeir bestir? - 12.6.2007 - (Menntamál)

  49. Framlög til einkarekinna grunnskóla - 10.6.2007 - (Menntamál)

  50. Dæmisaga 4: Hjólið og ljósið - 9.6.2007 - (Stjórnunarhættir, Austurlensk speki)

  51. Dæmisaga 3: Viskan af fjallinu - 5.6.2007 - (Stjórnunarhættir, Austurlensk speki)

  52. Er Seðlabankinn stikkfrí? - 5.6.2007 - (Hagstjórn)

  53. Dæmisaga 2: Eldur og vatn - 28.5.2007 - (Stjórnunarhættir, Austurlensk speki)

  54. Dæmisaga 1: Hljóð skógarins - 26.5.2007 - (Stjórnunarhættir, Austurlensk speki)

  55. Hvað gerir stjórnanda góðan? - 25.6.2007 - (Stjórnunarhættir)

  56. Hvernig á að bregðast við tölvuglæp? - 24.5.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  57. HIVE er ekki eitt um þetta - 23.5.2007 - (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  58. Rýnt í tölur - 21.5.2007 - (Kosningaúrslit)

  59. Um hvað snýst framhaldið? - 17.5.2007 - (Stjórnmál)

  60. Nú er ekki tími til að sleikja sárin - 13.5.2007 - (Stjórnmál)

  61. Ósanngjarnt eða hvað - 20.4.2007 - (Stjórnmál)

  62. Nú er tækifærið - 19.4.2007 - (Menning)

  63. Getur starfsemin staðið af sér áfall? -18.4.2007 (Áhættustjórnun)

  64. Ethernet netkortið vantar - 4.4.2007 (Tölvur og tækni)

  65. Stjórnun upplýsingaöryggis - Námskeið hjá Staðlaráði - 2.4.2007 (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  66. Breytingar á fjarskiptalögum - öryggi og persónuvernd - 18.3.2007 (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

  67. Rafrænar kosningar í Eistlandi - 1.3.2007 (Tölvur og tækni)

  68. Það kom að þessu - 28.2.2007 (Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd)

Íþróttamaður ársins - tækifæri að kjósa konu

Birt á Moggablogginu 19.12.2007 - Efnisflokkur: Íþróttir

Ég hjó eftir því í íþróttafréttum Bylgjunnar kl. 8:30 í morgun, að formaður samtaka íþróttafréttamanna og Heimir Karlsson telja að kjör íþróttamanns ársins verði mjög vandasamt, þar sem enginn íþróttamaður hafi virkilega skarað fram úr í ár.  Ég verð að mótmæla þessari fullyrðingu þeirra félaga. 

Read more

Kr. 2,4 milljarðar í skaðabætur vegna persónuverndarbrota

Birt á Moggablogginu 5.12.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd

Umfangsmesta kortasvikamál undanfarinna ára er mál TJX verslunarkeðjunnar í Bandaríkjunum.  TJX er móðurfyrirtæki nokkurra lágvöruverslana á borð við Maxx og Marshall sem einhverjir Íslendingar þekkja úr verslunarferðum sínum til Bandaríkjanna.  Á þriggja ára tímabili frá 2003 til 2006 er talið að meira en 46 milljónir greiðslukorta (debet og kredit) hafi verið hökkuð og yfir 96 milljónir viðskiptavina hafi orðið fyrir áhrifum af þessu. 

Read more

Markmið Íslands fyrir aðra

Birt á Moggablogginu 4.12.2007 - Efnisflokkur: Umhverfismál

Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefur kynnt stefnu Íslands í umhverfismálum.  Raunar er rangnefni að kalla þetta stefnu Íslands, vegna þess að aðrir eiga að sjá um að hrinda henni í framkvæmd.  Þannig eru nefnilega mál með vexti að þó ríkisstjórnin ætli að taka undir það markmið fyrir þjóðir heims að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25 - 40%,

Read more

Rovaniemi og jólasveinninn - glatað tækifæri fyrir Íslendinga?

Birt á Moggablogginu 3.12.2007 - Efnisflokkur: Ferðaþjónusta

Á eyjan.is er frétt undir fyrirsögninni Sveinki fluttur frá Finnlandi - hefur 34 míkrósekúndur á hvert barn. Þetta er skemmtileg frétt um ákvörðun einhvers fyrirtækis um að reikna út hvar best væri að sveinki ætti heima, en Finnar halda því fram að hann búi í bænum Rovaniemi.  Ég ætla ekki að fjalla um fréttina, heldur um Rovaniemi sem bæ jólasveinsins.

Read more

Kristilegt siðgæði

Birt á Moggablogginu 30.11.2007 - Efnisflokkur: Trúarbrögð

Kristilegt siðgæði er nú allt í einu orðið að bitbeini vegna þess að í frumvarpi að nýjum/breytingum á grunnskólalögum er gert ráð fyrir að þessi tvö orð falli út.  Það er gert á þeirri forsendu að taka eigi tillit til breytinga í þjóðfélaginu.  Í staðinn eiga að koma nokkur orð sem bæta eiga upp inntak þess siðgæðis sem við köllum kristilegt.

Read more

Rafræn skilríki opna dyr að nýjum tímum

Birt á Moggablogginu 28.11.2007 - Efnisflokkur: Tölvur og tækni

Þau eru loksins að verða að veruleika rafrænu skilríkin fyrir almenning.  Rúm 7 ár eru síðan að vinna við þetta verkefni fór í alvöru af stað.  Þá var farið af stað með hugmynd sem gekk út á samstarf hins opinbera og bankanna.  Fyrirtækið Auðkenni var stofnað í október eða nóvember 2000.  Haldin var ráðstefna um málið á vordögum 2001 og lög samþykkt á Alþingi.

Read more

Frétt um andlát samræmdra prófa stórlega ýkt

Birt á Moggablogginu 28.11.2007 - Efnisflokkur: Menntamál

Hún virðist hafa verið röng fréttin sem birtist í fyrradag um að leggja ætti af samræmd próf.  Það á að færa þau til í skólaárinu hjá 10. bekk, en ekkert meira.  Jú, reyndar.  Nú á hugsanlega að fjölga þeim greinum sem falla undir samræmd próf með því að bæta inn list- og verkgreinum.  Og hver er tilgangurinn.  Ef marka má orð menntamálaráðherra er það til að hjálpa framhaldsskólum við að meta nemendur inn í skólana.

Read more

Lítil staðfesta neytenda

Birt á Moggablogginu 26.11.2007 - Efnisflokkur: Neytendamál

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, var í viðtölum í fjölmiðlum á föstudag eða laugardag, þar sem hann var m.a. að tala um litla staðfestu neytenda í þeim skilningi að fólk léti of oft alls konar vitleysu yfir sig ganga.  Það kvartaði ekki, þegar það ætti fullan rétt á að kvarta og sækti ekki rétt sinn þegar gert hefði verið á hlut þess í viðskiptum. 

Read more

947 km = Kópavogur - Húsavík - Kópavogur

Birt á Moggablogginu 26.11.2007 - Efnisflokkur: Landið

Eins og kom fram í bloggi mínu um daginn, þá lést hann Silli á Húsavík 13. nóvember sl.  Jarðaförin var sl. laugardag og því var ekki annað en að leggja land undir fót.  Ferðalagið reyndist 947 km og tók 30 tíma með gistingu í höfuðstað Norðurlands.  Þrátt fyrir að veturkonungur hafi eitthvað verið að hrista sig, þá tafði hann ferðalagið eiginlega ekki neitt og var flennifæri nær allan tímann sem við vorum á þjóðvegi nr. 1.

Read more

Það er þá 5. styrkleikaflokkur

Birt á Moggablogginu 23.11.2007 - Efnisflokkur: Íþróttir

Ekki að niðurstaðan eigi að koma á óvart, en samkvæmt þessum nýjasta lista FIFA, þá verðum við í 5. styrkleikaflokki í Evrópu, þegar dregið verður í riðla vegna undankeppni HM 2010 á sunnudaginn.  Mér sýnist sem styrkleikaflokkarnir verði sem hér segir:

Read more

Álit mitt í 24 stundum

Birt á Moggablogginu 22.11.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd

Í gær fékk ég upphringingu frá 24 stundum og ég beðinn um að gefa álit mitt á deCODEme arfgerðargreiningu Íslenskrar erfðagreiningar.  Ég stóðst ekki freistinguna og því birtist álit mitt í blaðinu í dag (22. nóv.).  Þar sem nokkur umræða hefur átt sér stað í bloggheimum um þessa þjónustu ÍE, þá vil ég birta þetta álit mitt hér.  Tekið skal fram að stíllinn er knappur, þar sem álitið varð að rúmast í 300 orðum.

Read more

Umboðsmaður hunsaður

Birt á Moggablogginu 15.11.2007 - Efnisflokkur: Stjórnvöld

Ég sá í hádeginu hluta af umræðum á Alþingi um skýrslu Umboðsmanns Alþingis.  Ég hef ekki lesið skýrsluna, þannig að ég hef upplýsingarnar ekki frá fyrstu hendi, en það kom fram að stjórnvöld gera mjög mikið af því að hunsa tilmæli umboðsmanns.  Og ekki bara tilmæli umboðsmanns, heldur annarra eftirlitsstofnana og laga sem þau hafa sjálf staðið að að semja, skrifa umsagnir um, flytja á Alþingi og samþykkja.

Read more

Í minningu Silla

Birt á Moggablogginu 13.10.2007 - Efnisflokkur: Minningargreinar

Hún móðir mín hringdi í mig áðan og sagði mér að hann Silli á Húsavík væri dáinn.  Hann lést í morgun á sjúkrahúsinu á Húsavík.

Sigurður Pétur Björnsson fæddist 1. nóvember 1917 og varð þar með 90 ára fyrir bara nokkrum dögum.  Ég er búinn að þekkja hann alla mína ævi eða eigum við að segja að hann hafi þekkt mig frá fæðingu.

Read more

Já, Persónuvernd samþykkti þetta, en með trega

Birt á Moggablogginu 7.11.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd

Fyrirsögnin er tilvísun í síðasta blogg mitt, þar sem ég bloggaði við frétt um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingasamninga. 

Mér skilst að textinn sem kemur fram í frumvarpinu, sé einhvers konar sátt í málinu (sjá umsögn Persónuverndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingasamninga, nr. 30/2004 ).  Í umsögn Persónuverndar segir m.a.:

Read more

Samþykkir Persónuvernd þetta?

Birt á Moggablogginu 6.11.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd

Það er mótsögn í þessu frumvarpi ráðherra.  Tryggingafélögum er óheimilt að nýta sér rannsóknargögn um erfðafræði umsækjenda um persónutrygginga, en mega nota óábyggileg munnleg gögn um hugsanlega erfðafræði umsækjanda!  Hvað eru upplýsingar um heilsufar systkina og foreldra annað en aðferð til að finna út hugsanlega erfðasjúkradóma?  Ég sé ekki muninn.

Read more

Af samræmdum prófum 9 ára barna

Birt á Moggablogginu 4.11.2007 - Efnisflokkur: Menntamál

Það hafa fjölmargir komið að máli við mig og beðið mig um að halda áfram þessari umræðu sem ég hóf um daginn, um samræmd próf 8 - 9 ára barna (hér eftir talað um 9 ára börn).  Þetta hafa að mestu verið kennarar og foreldrar barnanna sem þurftu að ganga í gegnum þessi gjörsamlega tilgangslausu próf, en líka aðrir kennarar og síðan bara fólk sem ég hef hitt. 

Read more

Andrési Magnússyni svarað og fleira

Birt á Moggablogginu 20.10.2007 - Efnisflokkur: Stjórnmál

Andrés Magnússon langar óskaplega til að kenna mér eitthvað í stærðfræði og hlutabréfaviðskiptum.  Hann sendir mér glósu á bloggi sem Elfur Logadóttir birti um daginn (sjá Og meira til maka manna sem stýrðu ríkinu).  Andrés er þar að svara því að mér fannst sem Gísli Marteinn hefði eitthvað fipast útreikningurinn á meintum hagnaði nokkurra nafnkunnra framsóknarmanna sem gætu við sameiningu Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest eignast um 0,35% í hinu sameinaða félagi.

Read more

Stóri dómur - Samræmd próf hjá 9 ára börnum

Birt á Moggablogginu 18.10.2007 - Efnisflokkur: Menntamál

Í dag er stundin mikla runnin upp.  Mæla á samræmt getu 9 ára barna í stærðfræði og íslensku.  Það eru örugglega einhverjar rannsóknir að baki þeirri ákvörðun að 9 ára börn eigi að ganga í gegnum þá kvöl og pínu sem í þessum samræmdu prófum fylgir.  Ég þekki ekki niðurstöður þeirra rannsókna, en hef verið að fylgjast með barninu mínu smátt og smátt stressast upp, fá magaverki, eiga erfiðara með að sofna og allt hitt sem fylgir með.

Read more