Birt á Moggablogginu 23.11.2007 - Efnisflokkur: Íþróttir
Ekki að niðurstaðan eigi að koma á óvart, en samkvæmt þessum nýjasta lista FIFA, þá verðum við í 5. styrkleikaflokki í Evrópu, þegar dregið verður í riðla vegna undankeppni HM 2010 á sunnudaginn. Mér sýnist sem styrkleikaflokkarnir verði sem hér segir:
1. styrkleikaflokkur: Ítalía, Spánn, Þýskaland, Tékkland, Frakkland, Portúgal, Holland, Króatía og Grikkland
2. styrkleikaflokkur: England, Rúmenía, Skotland, Tyrkland, Búlgaría, Rússland, Pólland, Svíþjóð og Ísrael
3. styrkleikaflokkur: Noregur, Úkraína, Serbía, Danmörk, Norður-Írland, Írland, Finnland, Sviss og Belgía
4. styrkleikaflokkur: Slóvakía, Bosnía, Ungverjaland, Moldavía, Wales, Makedónía, Hvítarússland, Litháen og Kýpur
5. styrkleikaflokkur: Georgía, Albanía, Slóvenía, Lettland, ÍSLAND, Armenía, Austurríki, Kazakhstan og Azerbaijan
6. styrkleikaflokkur: Liechtenstein, Eistland, Malta, Luxemborg, Svartfjallaland, Andorra, Færeyjar og San Marino
Það má svo sem sjá jákvæða hluti við það að vera í 5. styrkleikaflokki. Við losnum þó a.m.k. við að fara í langferðir til Georgíu, Armeníu, Kazakhstan og Azerbaijan.