Birt á Moggablogginu 17.10.2007 - Efnisflokkur: Almenns efnis
Einhverra hluta vegna er notkun fólks á tveimur forliðum, þ.e. stjúp- og fóstur-, farinn að ruglast þannig að maður er hættur að vita hvort átt er við stjúp- hitt eða þetta eða fóstur- hitt eða þetta.
Read more
Birt á Moggablogginu 13.10.2007 - Efnisflokkur: Stjórnmál
Hann er fundinn gátlistinn sem sjálfstæðismenn hafa notað undanfarna daga eftir að sameining REI og GGE var kynnt. Fyrir hvert atriði hefur verið krotuð inn athugasemd um það hvernig tókst til:
Read more
Birt á Moggablogginu 12.10.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd
Nýjasta nýtt í heimi auðkennisþjófnaðar (e. Identity theft) er að einblína á stóru fiskana. Þeir sem eru að fiska (e. phishers) eru farnir að egna fyrir fólki í hærri þrepum tekjuskalans og því hafa sérfræðingar í upplýsingaöryggismálum talað um að verið sé að skutla hval (eða stunda hvalveiði).
Read more
Birt á Moggablogginu 11.10.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd
Sá úrskurður Persónuverndar sem fjallað er um í frétt mbl.is gæti líklegast átt við um nær alla aðila sem safna persónuupplýsingum beint frá hinum skráða. Af hverju Alcan lenti í því að vera klagað fyrir sömu háttsemi og fjölmargir aðrir aðilar viðhafa sýnir fyrst og fremst hörkuna sem var í undanfara íbúakosningarinnar í Hafnarfirði.
Read more
Birt á Moggablogginu 10.10.2007 - Efnisflokkur: Orkumál
Hún er búin að vera fróðleg hin pólitíska umræða sem hefur átt sér stað undanfarna daga um samruna Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy. Andstæðingar ákvörðunarinnar virðast hafa komist í feitt og hella sér yfir Vilhjálm borgarstjóra og Björn Inga og reyna eins og hver best getur að koma sem þyngstu höggi á þá.
Read more
Birt á Moggablogginu 2.10.2007 - Efnisflokkur: Heilbrigðismál
Ómar Ragnarsson er með pistil á blogginu sínu, sem mig langar til að benda fólki á að lesa HVAÐ ERU "HEFÐBUNDNAR" LÆKNINGAR?. Í pistlinum er Ómar að mótmæla því að nálastungur falli undir skottulækningar, enda aldagömul vísindi.
Ég setti athugasemd inn á bloggið hans Ómars og langar mig að birta hana hérna fyrir neðan.
Read more
Birt á Moggablogginu 27.9.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd
Nýlega gaf verðbréfafyrirtækið TD Ameritrade út yfirlýsingu um að brotist hafi verið inn í gagnagrunn fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni kom fram að fyrirtækið ,,hafi uppgötvað og upprætt óheimilan kóða úr kerfum sínum sem hafði opnað fyrir aðgang að innri gagnagrunnum".
Read more
Birt á Moggablogginu 24.9.2007 - Efnisflokkur: Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd
Auðkennisþjófnaður (e. identity theft) er það sem bandarískir neytendur kvarta mest undan samkvæmt upplýsingum frá Federal Trade Commission í Bandaríkjunum. Sífellt fjölgar afbrotum þar sem upplýsingum er stolið. Þessi atvik eru talin ógn við friðhelgi, neytendaviðskipti og jafnvel stöðugleika hagkerfisins. Gagnasöfn með viðkvæmum persónuupplýsingum eru orðið megin skotmörk hakkara,
Read more
Birt á Moggablogginu 18.9.2007 - Efnisflokkur: Umferðin, Rökhyggja
Í Fréttablaðinu í dag var eftirfarandi frétt:
Umferðarlagabrotum fjölgar um fimmtung
Umferðarlagabrotum fjölgaði um tuttugu prósent í ágústmánuði miðað við sama tíma í fyrra.
Read more
Birt á Moggablogginu 17.9.2007 - Efnisflokkur: Skipulagsmál
Í Fréttablaðinu í gær var auglýsing frá Kópavogsbæ um úthlutun lóða í Vatnsendahlíð við Elliðavatn. Sem húsbyggjanda í Þingum, þá vöktu nokkur atriði athygli mína.
Nýr skóli á að rísa og er hann staðsettur það langt frá aðalbyggingasvæðinu, að það verður styttra fyrir skólabörn af annars vegar vestasta hluta svæðisins og hins vegar nyrsta hluta svæðisins að fara annað hvort í Hörðuvallaskóla eða Vatnsendaskóla.
Read more
Birt á Moggablogginu 14.9.2007 - Efnisflokkur: Orkumál
Það er ekki nema rúmur mánuður síðan að í fréttum voru vangaveltur um útflutning rafmagns um sæstreng (sem að mér finnst slæm hugmynd - sjá blogg mitt frá 4.8.2007 Útflutningur á raforku). Nú virðist ekki vera hægt að koma rafmagni til fyrirhugaðs álvers í Helguvík, þar sem sveitarfélögin á Reykjanesi vilja ekki fleiri loftlínur og Landsnet telur ekki fýsilegt að leggja þær í jörðu þar sem þær myndu liggja um jarðskjálfta- og jarðhitasvæði.
Read more
Birt á Moggablogginu 12.9.2007 - Efnisflokkur: Fjársvik
Það er sagt um Nick Leeson, að hann sé einni maðurinn sem hafi skrifað tékka sem bankinn átti ekki innistæðu fyrir. Á ensku er sagt: Nick Leeson is the only man to have written a check and the bank bounced.
Read more
Birt á Moggablogginu 2.9.2007 - Efnisflokkur: Ferðalög
Ég er staddur í Ungverjalandi. Nánar tiltekið Búdapest. Borgin er ákaflega falleg, enda er borgarstæðið einstaklega skemmtilegt. Dóná skiptir borginni í Búda og Pest eins og alltaf hefur verið. Ég fór á Þjóðminjasafn þeirra Ungverja, sem er til húsa í ægifagurri byggingu/höll á hæð sem gnæfir yfir Dóná Búda megin í borginni.
Read more
Birt á Moggablogginu 24.8.2007 - Efnisflokkur: Alþjóðamál
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ýmislegt í efnahagslífi Bandaríkjanna stæði veikum fótum. Táknin hafa verið víða, svo sem í lágum launum, lágu vöruverði, lágu gengi dalsins, miklum viðskiptahalla, miklum fjárlagahalla, vaxandi atvinnuleysi og getuleysi þeirra til að kljást við afleiðingar fellibylsins Katrínar.
Read more
Birt á Moggablogginu 13.8.2007 - Efnisflokkur: Tölur og stærðfræði
Stundum breytir eitt orð innihaldi verulega. Í fréttinni, sem verið er að þýða hér, segir:
TIGER WOODS has held the World Number One position for a total of 456 weeks and has extended his lead over Jim Furyk, the World Number Two, to 13.41 average points.
Read more
Birt á Moggablogginu 10.8.2007 - Efnisflokkur: Hrunið - undanfari
Það er líklegast aðeins eitt sem er öruggt í þessum heimi og það er að allt mun breytast. Það ástand sem núna er á mörkuðunum mun liða hjá, alveg eins og það ástand sem var á mörkuðunum síðustu mánuði leið hjá.
Read more
Birt á Moggablogginu 8.8.2007 - Efnisflokkur: Íþróttir
Í nótt gerðist það sem hafnaboltaaðdáendur hafa beðið eftir. Barry Bonds, leikmaður hafnaboltaliðs San Francisco Giants, bætti met Hank Aarons ,,sleggjunnar", þegar hann náði ,,heimhlaupi" (,,home run") nr. 756. Methlaupið, sem jafnframt var 22. heimhlaup Bonds á tímabilinu, kom í 5. lotu leiks Giants gegn Washington Nationals, þegar hann sló boltann út af vellinum og upp í stúkuna fyrir aftan hægri útherjann (right outfielder).
Read more
Birt á Moggablogginu 7.8.2007 - Efnisflokkur: Áhættustjórnun
Það þarf ekki langt rafmangsleysi til að skemma mikla vinnu. Augnabliks rafmagnsleysið á höfuðborgarsvæðinu áðan varð þess valdandi að símalínur urðu rauðglóandi hjá mörgum tölvufyrirtækjum. ,,Netþjóninn hrundi. Hver ber ábyrgð?", spurðu margir sem hringdu til Tölvulistans, tjáði Ásgeir Bjarnason eigandi fyrirtækisins, þegar ég átti leið í nýju búðina hans í Hliðarsmára.
Read more
Birt á Moggablogginu 4.8.2007 - Efnisflokkur: Orkumál
Þessi umræða um útflutning á rafmagni um sæstreng (sjá frétt) kemur alltaf upp með jöfnu millibili. Á tímabilinu frá 1978 til 1985 var hún nokkuð áberandi og svo hefur hún dúkkað upp öðru hvoru síðan. Ég stúderaði raforkukerfi landsins mjög ítarlega á háskólaárum mínum og gerði ein tvö lokaverkefni, þar sem reiknilíkan vegna raforkuframleiðslu var viðfangsefnið
Read more
Birt á Moggablogginu 1.8.2007 - Efnisflokkur: Hrunið - undanfari
Danske Bank virðist vera eitthvað í nöp við Ísland. Í dag birta þeir viðvörun um að allt geti farið í kalda kol hér sem og í Tyrklandi, Ungverjalandi og Suður-Afríku. Ef greiningarefni bankans er hins vegar skoðað, þá má þar finna nokkrar skýrslur/umsagnir um hina svo kölluðu ,,Emerging Markets" eða ,,nýmarkaði" án þess að fjallað sé um Ísland.
Read more