Efnistyfirlit fyrir árið 2011

Eftirfarandi greinar frá árinu 2011 er að finna á síðunni, raðað frá yngstu til elstu:

  1. Glæsilegir viðskiptahættir nýrra banka eða hitt þó heldur - 29.12.2011

  2. Hóphugsun - 22.12.2011

  3. Bankarnir forðast úrskurði í óþægilegum málum - My way or no way! - 21.12.2011

  4. Óréttlætið skal standa vegna klúðurs Alþingis - Þá er bara að höfða skaðabótamál - 20.12.2011

  5. Neikvæður viðskiptajöfnuður er stærsta vandamálið - Sama sagan út um allt - 14.12.2011

  6. Fátækt er raunverulegt og stækkandi vandamál - 9.12.2011

  7. Næsta fórnarlamb er fundið - Hófleg nýting tekjustofna best! - 6.12.2011

  8. Rétta fjallið - Langtímahagsmunir ofar skammtímaávinningi - 5.12.2011

  9. Merkileg rök Lýsingar í málinu gegn Smákrönum - Lýsingu ber að sanna gjaldfærni - 1.12.2011

  10. OECD og BIS: Gallaðir stjórnhættir og áhættustjórnun fjármálafyrirtækja orsök fjármálakreppunnar - 25.11.2011

  11. Skuldakynslóðin og áhrifin á hagvöxt framtíðarinnar - 22.11.2011

  12. Eigi að breyta, þarf að líta inn á við - 17.11.2011

  13. Vitað um lélega arðsemi í áratugi - 16.11.2011

  14. Mótbárur sendar fjármálastofnun - 15.11.2011

  15. Fortíðin sýnir að eitthvað hefur áunnist, en flest er óbreytt - Hugleiðing um lög nr. 107/2009 - 12.11.2011

  16. Fjármálafyrirtæki á bara lögvarið það sem það greiddi fyrir kröfu og bara vexti frá stofndegi kröfu - 12.11.2011

  17. Er krónan vandamálið eða er hún birtingarmynd vandans? - 6.11.2011

  18. Rökstuðningur sem ekki stenst - Seðlabankinn þarf að líta fram á veginn - 4.11.2011

  19. Ráðstefna stjórnvalda og AGS - 28.10.2011

  20. Ástandið versnar þvert á staðhæfingar stjórnvalda og AGS - 28.10.2011

  21. Hæstiréttur: Neyðarlögin voru almenn og framvirk; Jón Steinar: Neyðarlögin voru sértæk og afturvirk - 28.10.2011

  22. Er Hæstiréttur að senda skilaboð um vexti í dómi sínum í máli nr. 274/2011? - 26.10.2011

  23. Kreppan og endurreisnin - Er Fönix risinn úr öskustónni? - 26.10.2011

  24. Afslættir af lánum heimilanna og afslættir af íbúðalánasöfnum - 18.10.2011

  25. Sleikjugangur við fjármagnseigendur - 18.10.2011

  26. Talnamengunin heldur áfram - Landsbankinn segir eitt og Steingrímur J annað - 14.10.2011

  27. Já, fyllerí bankamanna var öfum þeirra að kenna! - 13.10.2011

  28. Misskilningur, villur og talnamengun Fréttablaðsins um meintar afskriftir á lánum heimilanna - 12.10.2011

  29. Reiknaði Guðlaugur til enda? - Nýjar tölur frá Árna Páli afhjúpa misræmi - 7.10.2011

  30. Svör um verðtryggingu - 5.10.2011

  31. Sparnaður er svo fjárfestar fái ódýrt lánsfé! - Raunverulegt hlutverk lífeyrissjóða er ekki sparnaður - 5.10.2011

  32. Hagnaður bankanna ógn við gjaldeyrisstöðugleika - 3.10.2011

  33. Greiddi alltaf það sem var rukkað, en vangreiddi! - 30.9.2011

  34. Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa - 29.9.2011

  35. 15 staðreyndavillur Guðjóns Rúnarssonar í Kastljósi kvöldsins - 28.9.2011

  36. Hvar sjást 206 ma.kr. afskriftir í bókum Landsbankans? - Staðreyndir um afskriftirnar - 24.9.2011

  37. Áhugaverð skýrsla en sama villa um afskriftir - 23.9.2011

  38. Hvernig er Ísland í dag? - 22.9.2011

  39. Sigurjón víkur sér undan ábyrgð - Snilldar afleikur "snillings" - 21.9.2011

  40. Meira af afskriftum í gömlu bönkunum og yfirfærslu lánanna til þeirra nýju - 19.9.2011

  41. Arðsemi af útleigu er oft of lág, en hver er ástæðan - 16.9.2011

  42. Góður hagnaður Íslandsbanka, en hvar eru afskriftirnar sem SFF talar um? - 13.9.2011

  43. Varð heimurinn hættulegri fyrir 10 árum eða gerðist að löngu fyrr? - 11.9.2011

  44. Eigum við að trúa að hagnaður bankanna hafi verið 740 ma.kr. fyrir afskriftir? - 11.9.2011

  45. Seðlabankinn viðurkennir í raun að reglur bankans séu ekki í samræmi við lög - 30.8.2011

  46. Vinna skal hættumat vegna eldgosa - Stórmerkileg og mikilvæg ákvörðun - 29.8.2011

  47. Ótrúlegt að enn sé verið að tala um að bjarga bönkum - Þeir eiga að bjarga sér sjálfir eða fara á hausinn - 28.8.2011

  48. Verðtryggingin ekki ólögleg samkvæmt íslenskum lögum - en aðferðin hugsanlega - 19.8.2011

  49. Niðurgreiðslur, beingreiðslur og styrkir til landbúnaðar - tilgangur, áhrif og líkar aðgerðir - 10.8.2011

  50. Draga fjármálafyrirtæki samninga á langinn svo þau geti innheimt hærri vexti og kostnað? - 22.7.2011

  51. Verðtryggð húsnæðislán með 0,5 - 1,5% vöxtum - 2.7.2011

  52. Virkjanir, náttúruvernd og orkusparnaður - 29.6.2011

  53. Mótormax 4 - Landsbankinn 3, tæpara gat það nú ekki verið - 9.6.2011

  54. Tilskipun frá 1798 um áritun afborgana á skuldabréf - Vaxtakvittun gildir gagnvart öllum eigendum viðskiptabréfs - 7.6.2011

  55. Landnám norrænna manna og landnám annarra - 4.6.2011

  56. Gott að Seðlabankinn nær áttum - Hærri endurheimtur lána hækka skuldir enn meira - 4.6.2011

  57. Varnarræður kröfuhafa gömlu bankanna fluttar af stjórnarliðum - Nýju bankarnir skulda ekki erlendum kröfuhöfum - 1.6.2011

  58. 600 milljarðar af skuldum heimilanna við bankana vegna verðtryggingar og fleira áhugavert - 31.5.2011

  59. Hvernig er hægt að afskrifa það sem ekki var fært til eignar? - 28.5.2011

  60. Afslættir sem bankarnir fengu á lánasöfnum heimila og fyrirtækja - 26.5.2011

  61. Enn hækka verðtryggð lán - Verðtryggingin verður að fara - 25.5.2011

  62. Áhugavert viðtal við Steingrím og Í hvaða heimi lifir Steingrímur? - 24.5.2011

  63. Gengistryggð lán voru færð niður um meira en helming við yfirfærslu til nýju bankanna - 17.5.2011

  64. Þessi 1500 fyrirtæki veita mögulega 15.000 manns vinnu - Ósveigjanleiki fjármálafyrirtækjanna þeim til vansa - 14.5.2011

  65. Hvað hafa dómstólar sagt um áður gengistryggð lán? - 14.5.2011

  66. Metnaðarfullt skjal en útfærsluna vantar víða - 5.5.2011

  67. Stórhættuleg hugsanaskekkja varðandi erlendar skuldir - Ekki er hægt að treysta á erlendar eignir til að greiða erlendar skuldir - 2.5.2011

  68. Þróun sem átt hefur sér langan aðdraganda og á eftir að versna - 29.4.2011

  69. Fáránleiki endurútreikninga: Skuldar háar fjárhæðir þó lánið hafi verið greitt upp 2007 - 28.4.2011

  70. Er þetta nú alveg rétt, Árni Páll? - 27.4.2011

  71. Vaxtahlé Icesave samninga var blekking - Icesave samninganefndin þarf að útskýra þetta - 27.4.2011

  72. Héraðsdómur leitar í smiðju Hæstaréttar - Misskilningur varðandi erlend lán og fjórfrelsið - 19.4.2011

  73. Tímamótadómur í Héraðsdómi Reykjavíkur: Afturvirk vaxtabreyting ekki viðurkennd - 16.4.2011

  74. Ruglið í kringum endurútreikninga gengistryggðra lána - Kvörtun á leið til ESA - 15.4.2011

  75. Kynnir Arion banki sér ekki dóma Hæstaréttar? - Eru mörg gjaldþrot byggð á svona vitleysu? - 15.4.2011

  76. Áminningarbréf ESA - Leggjum hausinn í bleyti til að finna rök okkur til varnar - 13.4.2011

  77. Um hvað snýst áminningarbréf ESA og hver er vörn/sekt stjórnvalda? - 10.4.2011

  78. Hvernig sem fer tapar þjóðin - 6.4.2011

  79. Skyldur stjórnvalda vegna innstæðutrygginga og neyðarlögin - 5.4.2011

  80. Upphaf Internetsins - Í minningu Paul Baran - 28.3.2011

  81. Vandi Orkuveitunnar er vandi Íslands í hnotskurn - Stjórnlaus króna er málið - 28.3.2011

  82. Skortir bankana aðild að hluta endurútreiknings lána og hvað þýðir það fyrir endurútreikning lánanna - 22.3.2011

  83. 110% leiðin leikur Íbúðalánasjóð grátt - 21.3.2011

  84. Endurútreikningur án samþykkis lántaka hefur enga merkingu - Afturvirk hækkun vaxta er eign gamla bankans - 21.3.2011

  85. Af launakjörum, hagnaði bankanna og endurútreikningi lána - Neyðarkall lántaka - 9.3.2011

  86. Icesave - Á að borga og þá hver á að borga? - 7.3.2011

  87. Kröfuhafar fá afsláttinn til baka í gegn um hagnað nýju bankanna - Bankarnir fjármagna sig á lágum innlánsvöxtum - 7.3.2011

  88. Hagnaður Íslandsbanka 2010 meiri en hjá Glitni 2007 þrátt fyrir mun minni efnahagsreikning - 3.3.2011

  89. Fjármálafyrirtæki í klemmu - 2.3.2011

  90. Er sæstrengur til Evrópu það sem er best fyrir íslenskt samfélag? - 28.2.2011

  91. Dæmt að Arion banki eigi ekki aðild að hluta máls - Skaut bankinn sig í fótinn? - 19.2.2011

  92. Hafnar Hæstiréttur afturvirkum vaxtaútreikningi? - Eðli veðs eða lengd lánstíma breytir ekki vöxtum - 15.2.2011

  93. Árni Páll fer með fleipur - Úrskurður Hæstaréttar nær til lána óháð tilgangi og veði - 15.2.2011

  94. Hvaða framfærsluviðmið eiga við? - 12.2.2011

  95. Dómsorð að friðhelgiákvæði sé leyfilegar skorður á tjáningafrelsi - 11.2.2011

  96. Ótrúleg játning varaformanns Sjálfstæðisflokksins: Óvanalegt að foringi í stjórnarandstöðu standi með því sem er rétt fyrir þjóðina - 9.2.2011

  97. Nú er ég hlessa - Viðmið sem sýna raunveruleikann - 7.2.2011

  98. Óþarfa annmarkar á kosningum til stjórnlagaþings - Hvenær verða kosningar rafrænar? - 26.1.2011

  99. Hálf öld að baki - Ferðalag frá fiskveiði þjóð til tæknivædds samfélags - 25.1.2011

  100. Almenningur hafður að ginningarfíflum - Bankarnir lifa en almenningur tapar öllu - 19.1.2011

  101. Íslensk lög og stjórnarskrá segja til um friðhelgi einkalífs - 7.1.2011

  102. Hæstiréttur gaf fordæmið - Forsendur lánveitanda sem skipta máli ekki lántaka - 5.1.2011

  103. 450 milljarðar lánaðir á einum fundi í miðri lausafjárkreppu - 3.1.2011

Glæsilegir viðskiptahættir nýrra banka eða hitt þó heldur

Sveinbjörnn Sveinsson setti færslu inn á vegginn hjá Lilju Mósesdóttur sl. þriðjudag 27. desember.  Mér finnst að þetta innlegg hans verði að fá betri umfjöllun og krefjist raunar rannsóknar, því sé þetta rétt sem hann heldur fram í innleggi sínu, þá er hér einfaldlega um þá mestu svívirðu að ræða sem um getur.  Ekki að þetta komi mér neitt á óvart, þar sem ég hef margoft bent á að þetta gæti gerst, en ég hélt að nýju bankarnir væru að meina það, þegar þeir segjast vera að reyna að leysa mál skuldugra viðskiptavina með sanngirni, réttlæti og jafnræði í huga.

Read more

Hóphugsun

Hóphugsun heitir á ensku Groupthink.  Hugtakið hefur líka verið þýtt á íslensku sem hjarðhegðun, enda má segja að hópurinn sem fellur í gildru hóphugsunar einblíni meira á samstöðu hópsins, en það sem kemur honum og heildinni í raun vel…

Read more

Bankarnir forðast úrskurði í óþægilegum málum - My way or no way!

Á nokkrum vikum hafa þrjú mál, sem voru fyrir Hæstarétti, endað með án endanlegs úrskurðar.  Fyrsta er að nefna mál Arion banka gegn Sjómannafélagi Íslands, en samið var um það mál áður en dómsniðurstaða fékkst.  Hin tvö málin eru bæði mál sem bankarnir unnu í héraði, en sáu fram á að ekki bara tapa í Hæstarétti, heldur hefði reynt í báðum málunum á lögmæti laga nr. 151/2010…

Read more

Óréttlætið skal standa vegna klúðurs Alþingis - Þá er bara að höfða skaðabótamál

Íslensk réttvísi á sér enga líka.  Fyrst fá fjármálafyrirtæki að brjóta lög í 9 ár án þess að eftirlitsaðilar geri nokkuð í því, þá eru brotnar grundvallarreglur kröfuréttar með afturvirkum íþyngjandi lögum, bílalánafyrirtæki fá að taka lögin í sínar hendur af því að um einkamál er að ræða og nú síðast kemst hérðasdómur að því að ekki hægt að leiðrétta að aðgerðir sem voru afleiðing af lögbrotum vegna þess að engin lög leyfa það!…

Read more

Fátækt er raunverulegt og stækkandi vandamál

Mikil umræða er í nokkrum vefmiðlum um einstæða móður, sem hafði ekki efni á að kaupa kuldaflík á 7 ára dóttur sína.  Eins hræðilegt og þetta er, þá ætti þetta ekki að koma nokkrum manni á óvart.  Lífskjararannsókn Hagstofnunnar, sem birt var um daginn, sýnir að staða einstæðra foreldra er mjög erfið og stór hluti þeirra, 78,4%, eiga erfitt með að ná endum saman.  Tala sem hefur farið hækkandi undanfarin ár.  Því miður hafa stjórnvöld lítið sem ekkert hugsað fyrir neyð þessa hóps og látið sem allt snúist um skuldavanda…

Read more

Rétta fjallið - Langtímahagsmunir ofar skammtímaávinningi

Bankahrunið ætti að kenna okkur að langtímahagsmunir þurfa að vera ofar skammtímaávinningi.  Skiptir þá ekki máli hvert málefnið er.  Allt of mörg dæmi eru um það, að næsti bikar er það markmið sem menn setja sér og er þá öllu kostað til.  Þannig hefur bankakerfi heimsins að því virðist verið rekið og þannig var bankakerfið á Íslandi rekið.  Frá þessari stefnu verðum við að víkja, þó það kosti að lengri tíma tekur að vinna sig upp úr öldudalnum…

Read more

Merkileg rök Lýsingar í málinu gegn Smákrönum - Lýsingu ber að sanna gjaldfærni

Ég ákvað að lesa yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í mál Smákrana gegn Lýsingu.  Greinilegt er að málsvörn Lýsingar er á köflum örvæntingarfull.  Langar mig að skoða tvö atriði sérstaklega og benda á hina augljósu villur sem þessi atriði byggja á.  Annað er rök Lýsingar fyrir því að fjármögnunarleigusamningur sé leigusamningur en ekki lánssamningur og hitt er varðandi frjálst flæði fjármagns…

Read more

Eigi að breyta, þarf að líta inn á við

Eftir því sem ég hef kynnt mér betur orsakir hruns fjármálakerfa heimsins, hruns íslenska efnahagskerfisins og ekki síst hruns íslensku bankanna, þá er mér sífellt betur ljóst að orsakanna er að leita í hugarfari.  Rétt er að regluverk var víða gallað, að stjórnmálamenn voru ekki vakandi á vaktinni, að eftirlitsaðilar stóðu sig ekki í stykkinu og svona mætti lengi telja…

Read more

Vitað um lélega arðsemi í áratugi

Ekki neitt í orðum Harðar Arnarsonar kemur mér á óvart.  Margt af því má lesa í lokaritgerð minni í aðgerðarannsóknum frá Stanford háskóla árið 1988, þ.e. fyrir góðum 23 árum.  Ritgerðin ber heitið The Icelandic Electricity System: Supply and Demand Interdependence eða Íslenska raforkukerfið: Samþætting framboðs og eftirspurnar…

Read more

Mótbárur sendar fjármálastofnun

Fjármálafyrirtækin eru orðin ansi ágeng í innheimtum sínum og knýja þá sem ekki viðurkenna útreikninga sína til að gangast undir þá.  Eina sem lántakar geta gert fyrir utan að fara í dómsmál, er að hafa uppi mótbárur, þ.e. mótmæla því að krafa á hendur þeim sé réttileg.  Hér fyrir neðan eru mótbárur sem ég sendi Landsbankanum í dag og er öðrum frjálst að nota þær aðlagaðar að sínum þörfum…

Read more

Fortíðin sýnir að eitthvað hefur áunnist, en flest er óbreytt - Hugleiðing um lög nr. 107/2009

Ég var að fletta í gegn um tveggja ára gamlar færslu hér á síðunni minni og verð að viðurkenna að ansi margt hefur áunnist, þrátt fyrir allt.  Fyrir tveimur árum héldu stjórnarþingmenn og ráðherrar því statt og stöðugt fram að allar lækkanir sem bankarnir veittu væru til að sýna gjafmildi þeirra, þar sem lántakar yrðu að standa í skilum…

Read more

Er krónan vandamálið eða er hún birtingarmynd vandans?

Undanfarin á ár hafa ákveðnir hópar í þjóðfélaginu kappkostað við að lýsa krónunni sem mesta skaðvaldi þessarar þjóðar.  Hafa menn horft dreymandi augum til evrunnar og inngöngu í ESB sem lausn á öllum okkar vanda.  Nú síðast birtir Vilhjálmur Þorsteinsson, einn af æðstuprestum Samfylkingarinnar, opið bréf á ensku til "observer of Iceland".  Þar vill hann skýra fyrir þessum aðilum það sem hann telur þá ekki vita…

Read more

Ráðstefna stjórnvalda og AGS

Mér var boðið á ráðstefnu stjórnvalda og AGS um hvernig endurreisn Íslands hefði gengið fyrir sig.  Margt forvitnilegt kom fram þar, bæði hjá innlendum og erlendum fyrirlesurum.  Sjaldan var reynt að málamyndina bjartari litum og oft heyrðist mikil gagnrýni á áherslu AGS og stjórnvalda í endurreisninni…

Read more