Halelúja samkunda með engin tengsl við raunveruleikann

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 19.11.2011. Efnisflokkur: Stjórnmál

Eftir lestur tveggja frétta af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þá sýnist mér fundargestir þar vera á kafi í meðvirkni.  Tveir fyrrverandi formenn flokksins stíga í pontu og lýðurinn ærist af fögnuði.  Engir tveir einstaklingar innan opinberar stjórnsýslu bera eins mikla ábyrgð á hruninu og þessir tveir menn.  Það getur verið að einhverjar réttar aðgerðir hafi verið teknar EFTIR hrun, en málið er allt það sem var gert rangt FYRIR hrun.

Read more

Eigi að breyta, þarf að líta inn á við

Eftir því sem ég hef kynnt mér betur orsakir hruns fjármálakerfa heimsins, hruns íslenska efnahagskerfisins og ekki síst hruns íslensku bankanna, þá er mér sífellt betur ljóst að orsakanna er að leita í hugarfari.  Rétt er að regluverk var víða gallað, að stjórnmálamenn voru ekki vakandi á vaktinni, að eftirlitsaðilar stóðu sig ekki í stykkinu og svona mætti lengi telja…

Read more

Á íslensku takk! Er verið að færa hluta afsláttarins til baka?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.11.2011. Efnisflokkur: Nýir bankar, Lánasöfn

Ég verð að viðurkenna, að ekki er heil brú í þessum texta fréttarinnar:

Lárentínus Kristjánsson, formaður skilanefndar gamla Landsbankans segir að á fundi með kröfuhöfum Landsbankans fyrr í dag hafi verið kynntir samningar sem stefnt er að gera við nýja Landsbankann um útgáfu viðbótarskuldabréfs í árslok 2012..

Read more

Áhugaverð lesning þessi dómur - Dæmi um klassíska íslenska spillingu

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.11.2011. Efnisflokkur: Dómsmál

Skoðaði þennan dóm á vef Hæstaréttar og maður getur ekki annað en sett stórt spurningamerki við það hvernig þessi bankaviðskipti fóru fram.  Viðkomandi aðili á að hafa greitt úr 76 m.kr. án heimildar eða eins og segir í dómnum "greiðslu skuldar vegna innistæðulausra færslna". 

Read more

Stundum ratast manni allt of vel á - Endurbirtar glefsur úr gömlu bloggi

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.11.2011. Efnisflokkur: Samantekt

Ég var að fletta í gegn um gömul blogg og rakst á færslu frá 10. nóvember í fyrra, þar sem ég fjalla um frétt RÚV um skýrslu "sérfræðingahópsins" svo kallaða.  Færslan heitir Rangur fréttaflutningur RÚV - Ruglar saman skuldastöðu og greiðsluvanda. Ótrúlegt er hvað margt er enn við það sama.

Read more

Vitað um lélega arðsemi í áratugi

Ekki neitt í orðum Harðar Arnarsonar kemur mér á óvart.  Margt af því má lesa í lokaritgerð minni í aðgerðarannsóknum frá Stanford háskóla árið 1988, þ.e. fyrir góðum 23 árum.  Ritgerðin ber heitið The Icelandic Electricity System: Supply and Demand Interdependence eða Íslenska raforkukerfið: Samþætting framboðs og eftirspurnar…

Read more

Mótbárur sendar fjármálastofnun

Fjármálafyrirtækin eru orðin ansi ágeng í innheimtum sínum og knýja þá sem ekki viðurkenna útreikninga sína til að gangast undir þá.  Eina sem lántakar geta gert fyrir utan að fara í dómsmál, er að hafa uppi mótbárur, þ.e. mótmæla því að krafa á hendur þeim sé réttileg.  Hér fyrir neðan eru mótbárur sem ég sendi Landsbankanum í dag og er öðrum frjálst að nota þær aðlagaðar að sínum þörfum…

Read more

Fortíðin sýnir að eitthvað hefur áunnist, en flest er óbreytt - Hugleiðing um lög nr. 107/2009

Ég var að fletta í gegn um tveggja ára gamlar færslu hér á síðunni minni og verð að viðurkenna að ansi margt hefur áunnist, þrátt fyrir allt.  Fyrir tveimur árum héldu stjórnarþingmenn og ráðherrar því statt og stöðugt fram að allar lækkanir sem bankarnir veittu væru til að sýna gjafmildi þeirra, þar sem lántakar yrðu að standa í skilum…

Read more

Er krónan vandamálið eða er hún birtingarmynd vandans?

Undanfarin á ár hafa ákveðnir hópar í þjóðfélaginu kappkostað við að lýsa krónunni sem mesta skaðvaldi þessarar þjóðar.  Hafa menn horft dreymandi augum til evrunnar og inngöngu í ESB sem lausn á öllum okkar vanda.  Nú síðast birtir Vilhjálmur Þorsteinsson, einn af æðstuprestum Samfylkingarinnar, opið bréf á ensku til "observer of Iceland".  Þar vill hann skýra fyrir þessum aðilum það sem hann telur þá ekki vita…

Read more

Hver er staða heimilanna, hver er vandinn og hvað þarf að gera? - Endurbirt færsla frá 22/11/2010

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 3.11.2011. Efnisflokkur: Skuldamál heimilanna

Vegna umræðu um vanda heimilanna, hve vanmáttug úrræði bankanna hafa reynst og hve illa gengur að ljúka málum, þá langar mig að endurbirta færslu frá 22/11/2010, þar sem ég birti nokkur atriði úr séráliti mínu sem fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna í svo kölluðum sérfræðingahópi.  Einnig læt ég sérálitið fylgja með í viðhengi.

Read more

Guðmundi Gunnarssyni svarað

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 31.10.2011. Efnisflokkur: Viðkvæmni

Guðmundur Gunnarsson, stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum Stafir, birtir eftirfarandi ummæli á bloggsíðu sinni á Eyjunni:

Þú ættir að lesa pistilinn aftur Marínó og þú ættir að kynna þér betur afstöðu verkalýðshreyfingarinna til hárra vaxta.

Read more

Hvar og hvenær eiga ferðamenn að versla?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 30.10.2011. Efnisflokkur: Ferðaþjónusta

Með fullri virðingu, þá hefur tækifærum ferðamanna til að versla hérna ekkert fjölgað svo mikið þó svo að þeim hafi fjölgað.  Hópur ferðamanna í hringferð, svo dæmið sé tekið, hefur nánast engin tækifæri til að versla eins og flestar slíkar ferðir eru skipulagðar.  Komið er til Keflavíkur, farið inn á hótel  og lagt í hann næsta dag. 

Read more

Ráðstefna stjórnvalda og AGS

Mér var boðið á ráðstefnu stjórnvalda og AGS um hvernig endurreisn Íslands hefði gengið fyrir sig.  Margt forvitnilegt kom fram þar, bæði hjá innlendum og erlendum fyrirlesurum.  Sjaldan var reynt að málamyndina bjartari litum og oft heyrðist mikil gagnrýni á áherslu AGS og stjórnvalda í endurreisninni…

Read more

Ástandið versnar þvert á staðhæfingar stjórnvalda og AGS

Á ráðstefnunni í Hörpu í gær, þá voru nokkrir sem töluðu máli stjórnvalda og héldu því fram að allt væri á réttri leið.  Julie Kozack, yfirmaður AGS gagnvart Íslandi var ein af þeim.  Hún sagði að með AGS prógramminu hafi tekist að varðveita norræna velferðarkerfið og það sem hún kallar "the social fabric" (samfélagsgerðin).  Kannski er þetta rétt út frá einhverjum tölfræðilegum samanburði þar sem fundnir eru réttar viðmiðunartölur, en mér sýnist aftur sem tölur Hagstofunnar a.m.k. varpi skugga á þessa staðhæfingu hennar…

Read more

Hæstiréttur: Neyðarlögin voru almenn og framvirk; Jón Steinar: Neyðarlögin voru sértæk og afturvirk

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 28.10.2011. Efnisflokkur: Neyðarlögin

Ég er búinn að vinna mig í gegn um dóma Hæstaréttar frá því í dag.  Í mjög mörgum atriðum fer rétturinn eftir sömu línu og Hérðsdómur Reykjavíkur.  Ýmislegt áhugavert er að finna í dómsorðum Hæstaréttar og langar mig að vekja athygli á þeim sem mér finnst standa upp úr.

Read more

Verður Ísland gjaldþrota í dag?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 28.10.2011. Efnisflokkur: Neyðarlögin

Klukkan tvö í dag kveður Hæstiréttur upp úrskurð í einum 14 dómsmálum sem varða neyðarlögin.  Strangt til tekið er Hæstiréttur að taka fyrir gjaldþrotaúrskurð fyrirtækisins Ísland.  Falli dómurinn kröfuhöfum í vil, þá munu íslensk stjórnvöld þurfa að leita nauðasamninga við kröfuhafa bankanna eða finna stóran hluta af 2.300 ma.kr. innstæðum sem tryggðra voru í neyðarlögunum með því að færa þær til í kröfuröð.

Read more

Er Hæstiréttur að senda skilaboð um vexti í dómi sínum í máli nr. 274/2011?

Eftir úrskurð Hæstaréttar í máli Íslandsbanka gegn AB 258 ehf. (áður Kraftvélar), þá fletti ég upp dómi Hæstaréttar í máli nr. 274/2011 Arion banka gegn Agla ehf., en hann hafði alveg farið framhjá mér þegar dómurinn var kveðinn upp í vor.  Ástæðan fyrir því að ég gerði það, er að í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hafði dómarinn, Jón Finnbjörnsson, sagt svo skýrt og skorinort…

Read more