Birt á Moggablogginu 13.8.2007 - Efnisflokkur: Tölur og stærðfræði
Stundum breytir eitt orð innihaldi verulega. Í fréttinni, sem verið er að þýða hér, segir:
TIGER WOODS has held the World Number One position for a total of 456 weeks and has extended his lead over Jim Furyk, the World Number Two, to 13.41 average points.
Þetta er þýtt:
Tiger Woods frá Bandaríkjunum er sem fyrr í efsta sæti heimslistans í golfi sem var uppfærður í dag en Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans í 456 vikur samfellt og er hann langt á undan Jim Furyk sem er annar á heimslistanum.
Þarna hefur þýðandanum orðið á smá skissa. Það er rétt að Tiger Woods hefur verið lengi efstur á heimslistanum í golfi, en Vijay Singh ýtti Tiger af toppnum 5. september 2004 og hélt efsta sætinu þar til Tiger komst aftur á toppinn 12. júní 2005. Tiger Woods er því búinn að vera á toppnum samfellt í 112 vikur en hafði áður verið mest 253 vikur samfellt á toppnum, sem er náttúrulega frábær árangur.
Þess má geta að Tiger komst fyrst í efsta sæti Golf World Ranking listans árið 15. júní 1997, þ.e. viku 24 árið 1997 og hefur því verið í efsta sæti í 456 vikur af síðustu 527. Met sem varla verður nokkurn tímann slegið.