Birt á Moggablogginu 13.10.2007 - Efnisflokkur: Stjórnmál
Hann er fundinn gátlistinn sem sjálfstæðismenn hafa notað undanfarna daga eftir að sameining REI og GGE var kynnt. Fyrir hvert atriði hefur verið krotuð inn athugasemd um það hvernig tókst til:
1. Reyna hallarbyltingu - Búið að reyna, gekk ekki
2. Klaga í Geir - Búið, breytti engu
3. Tala illa um Vilhjálm, en ekki koma fram undir nafni - Búið, gekk ekki
4. Taka Vilhjálm á beinið - Villi lofaði að vera þægur og skipta um skoðun
5. Segjast ekkert hafa vitað - Það trúði okkur enginn, samt setti Gísli Marteinn upp englasvipinn sinn. Við héldum að það myndi nú örugglega ganga.
6. Finna nýja lausn og kynna hana fyrir blaðamönnum - fundurinn gekk vel, en Björn Ingi segir þetta ekki vera tillögu meirihlutans - við hefðum kannski átt að tala við Björn Inga áður
7. Segja Birni Inga að samþykkja tillögur okkar - Búið, en Björn Ingi vill það ekki. Segir að þetta sé gott viðskiptamódel og við frjálshyggjufólkið ættum að skilja það.
8. Hringja í Svandísi og bjóða henni samstarf - Búið, en hún var efins
9. Hringja í Dag og bjóða honum samstarf - Búið, en hann var efins
10. Hringja í Ólaf og Margréti og bjóða þeim samstarf - Búið, en Ólafur er ennþá sár frá því í fyrra
11. Bjóða Birni Inga á fund - Fundurinn var haldinn, en Björn Ingi er ekki sammála okkur. Hann tók þó í höndina á Villa, þannig að þetta hlýtur að vera í lagi.
12. Fara á borgarstjórnarfund og gagnrýna samninginn - Búið, en það trúði okkur enginn. Fólk segir að við hlutum að hafa vitað eitthvað.
13. Þvertaka fyrir í fjölmiðlum að meirihlutinn sé ótraustur - Búið. Kjartan og Gísli Marteinn stóðu sig vel í viðtölum og fréttamenn virtust trúa okkur. Við vorum samt rosalega óviss sjálf, enda búnin að vera að tala við hina um að koma inn í meirihlutann í staðinn fyrir Björn Inga
14. Vera ofsalega hissa ef Björn Ingi slítur samstarfinu - Helvískur, hann tók af okkur glæpinn. Við skiljum ekkert í því að hinir vildu bara vera með Birni Inga. Hann hlýtur að boðið þeim mútur eða eitthvað svoleiðis. Já, hann er spilltur.
15. Kalla Björn Inga öllum illum nöfnum - Heyrðu fjölmiðlarnir virðast gleypa við þessu. Siggi Kári fékk að kalla Björn Inga siðlausan, spilltan, óheiðarlegan og allir fjölmiðlar birtu þetta. Og Bjössi Bjarna kallaði hann loddara á vefsíðunni sinni. Vá, hvað þetta gekk og fjölmiðlarnir hafa ekkert minnst á að Villi tók þátt í öllu þessu með honum og vita ekki að við vorum líka að tala við hina.
16. Kenna Birni Inga um allt, hann hefði bara geta samþykkt það sem við lögðum til - Búið, gekk ekki. Fjölmiðlarnir eru líka leiðinlegir við Hönnu Birnu eftir að hún mismælti sig. Þetta var alveg rétt hjá henni. Hann hefði bara geta fallist á það sem við sögðum.
17. Saka Björn Inga um eiginhagsmunagæslu - fjölmiðlarnir voru ekki eins trúaðir á þetta en þeir minnast samt ekkert ennþá á að Villi tók þátt í þessu með honum og það voru 2 sjálfstæðismenn með honum í stjórn.
18. Vera ofsalega svekkt og sár - Vá, sáuð þið myndina af okkur í Mogganum. Það er bara eins og Davíð hefði dáið. En Villi er búinn að berja okkur til hlýðni. Við erum búin að lofa að vera þæg og styðja hann.
19. Saka Björn Inga um að ganga erinda Framsóknarflokksins. - Fréttablaðið kokgleypti þetta og sló upp á forsíðu. Enda hefur það alltaf gengið að saka Framsókn um spillingu. Við verðum samt að passa okkur á því að segja ekki hvað það eru margir sjálfstæðismenn sem eiga hlut í GGE.
Nú er bara að bíða og sjá hvaða atriði til viðbótar voru á gátlistanum. Kannski einhverjir aðrir hafi fleiri atriði.
(Þetta er að sjálfsögðu allt til gamans gert.)