Barry Bonds - Kóngur hafnaboltans

Birt á Moggablogginu 8.8.2007 - Efnisflokkur: Íþróttir

Í nótt gerðist það sem hafnaboltaaðdáendur hafa beðið eftir.  Barry Bonds, leikmaður hafnaboltaliðs San Francisco Giants, bætti met Hank Aarons ,,sleggjunnar", þegar hann náði ,,heimhlaupi" (,,home run") nr. 756.  Methlaupið, sem jafnframt var 22. heimhlaup Bonds á tímabilinu, kom í 5. lotu leiks Giants gegn Washington Nationals, þegar hann sló boltann út af vellinum og upp í stúkuna fyrir aftan hægri útherjann (right outfielder). Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á AT&T leikvanginum, heimavelli Giants, og tafðist leikurinn um 10 mínútur á meðan Bonds var fagnað.  Þetta var í þriðja sinn í leiknum, sem Bonds náði höggi (hit), en hann hafði áður náð tveimur höfnum (double) og einni höfn (single).  Honum var skipt út af eftir methlaupið.  Giants töpuðu leiknum 8 - 6.

Aðeins eru fjórir dagar síðan Bonds jafnaði met Hank Aarons (sett árið 1976) sem átti að standa um aldur og ævi.  Hlaupi nr. 755 náði hann sl. laugardag í leik á móti San Diego Padriates.  Þriðji maður á listanum er hin goðsagnakenndi Babe Ruth með 714.  Eru þeir einu mennirnir sem náð hafa að slá yfir 700 heimhlaup á ferlinum.  Hank sló sitt 715. heimhlaup árið 1974 og hélt því metinu í 33 ár.

Það hefur tekið hinn 43 ára gamla Bonds 22 ár að ná metinu.  Á leiðinni að metinu hefur Bonds sett fjölmörg önnur met eða er meðal efstu manna.  Þar má nefna að hann á met fyrir 40  ára og eldri, enginn hefur fengið fríaferð á 1. höfn (göngur/walks) eins oft og hann eða 2.540 og viljandi göngur, 679, hvoru tveggja sem gerir heimhlaupsmetið hans ennþá merkilegra.  Þá er Bonds aðeins annar maðurinn í sögu hafnaboltans til að eiga bæði heimhlaupsmetin, þ.e. heildarfjölda heimhlaupa og fjöldi heimhlaupa á einu tímabili (73, sett árið 2001).  Babe Ruth hélt þessu meti frá 1921 til 1961 eða í rúm 40 ár.  Bonds hefur sjö sinnum verið valinn besti leikmaður Þjóðardeildarinnar, mun oftar en nokkur annar leikmaður í sögu hafnaboltans.  Hann hefur 14 sinnum verið valinn í stjörnulið deildarinnar.

Það fer ekkert á milli mála að Barry Bonds er einn merkilegasti íþróttamaður sögunnar.  Vissulega hefur skugga borið á feril hans, vegna ásakana um steranotkun, sem hann hefur ávalt neitað.  Hefur hann af þeim sökum verið ákaflega óvinsæll meðal aðdáenda annarra liða en á sama hátt elskaður og dáður af aðdáendum Ginats.  Á þessu virðist hafa orðið breyting sl. laugardag, þegar áhorfendur í San Diego stóðu þrisvar á fætur til að hylla Bonds eftir að hann jafnaði met Hank Aarons, en eins einkennilegt og það virðist kom eftir kast frá kastara sem var fyrir nokkrum árum dæmdur í 15 leikjabann vegna steranotkunar.

Hægt er að lesa meira um Barry Bonds og ótrúlegan feril hans með því að smella hér

(Viðbót 15.12.2024: Barry Bonds hrapaði seinna af sínum frægðartindi, þegar hann var sakaður um lyfjamisnotkun. Þó hún hafi aldrei verið sönnuð upp á hann, þá neyddist hann til að hætta í hafnarbolta, þar sem ekkert lið vildi hafa hann hjá sér af þeirri einu ástæðu að allir trúðu á sekt hans.)