Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri, skrifar grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann kemst að þeirri furðulegu niðurstöðu að lántakar gengistryggðra lána hafi samþykkt allt að 21% vexti á lánum sínum. Þetta er nú svo mikil vitleysa að henni verður að svara. Skoðum fyrst hvað Erlendur Magnússon segir…
Read moreEitruð lán fjármálakerfisins - Úrlausnar þörf allra vegna
Við hrun krónunnar sem hófst fyrir alvöru í mars 2008, þá fór af stað þróun í lánamálum einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga sem ekki sér fyrir endann á. Það sem byrjaði sem frekar saklaus breyting er núna orðið að nær ókleifum hamri. Flest öll lán í fjármálakerfinu hafa tekið ófyrirséðri stökkbreytingu…
Read moreHagnaður byggður á spá um framtíðargreiðsluflæði - Gengisdómar valda bankanum líklegast ekki neinum vanda
Áhugavert er að skoða árshlutareikning Íslandsbanka. Samkvæmt því er hagnaður fyrstu 6 mánuði ársins 8.3 milljarðar króna. Ákaflega góð tala að sjá og eilítið betri afkoma en fyrir ári. Eða hvað? Er afkoman eins góð og niðurstöðutalan segir til um?…
Read moreMunur á fjársvikum og gengisáhættu
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 6.9.2010. Efnisflokkur: Svindl og svik
Þeir eru ennþá til í þessu landi, sem telja að þeir sem tóku gengistryggð lán, hafi átt að gera sér grein fyrir þeirri gengisáhættu sem lántökunni fylgdu og því sé það fáránlegt að leiðrétta þessi lán. Rétt er það, að gengistryggðum lánum fylgdi gengisáhætta. Enginn mælir því mót. Flestir þurftu að skrifa upp á skjal, þar sem þeir viðurkenndu það. Málið er að það sem gerðist hér á landi voru skipulögð fjársvik.
Read moreHandvalið mál sem segir ekki of mikið
Eftir að hafa legið yfir málinu í gær til að leggja verjanda til útreikninga, þá er ég kominn á þá skoðun að þetta mál henti illa sem fordæmisgefandi mál. Fyrir því eru ýmsar ástæður en þessar eru helstar…
Read moreSvona líka algjör viðsnúningur
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 2.9.2010. Efnisflokkur: Umræðan, Rökleysa
Mælarnir sem Jóhanna les af mæla greinilega ákaflega jákvæðar stærðir. Rétt er að hagvöxtur mældist á fyrri hluta ársins, að verðbólgan hefur minnkað, atvinnuleysi dregist saman, gengið styrkst og stýrivextir hafi lækkað. En mæla þessir mælar hve margar íbúðir hafa færst frá heimilunum til lánadrottna, hve margar eignir bíða uppboðs,
Read moreHópmálsókn - stórt skref fyrir neytendarétt
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 2.9.2010. Efnisflokkur: Neytendaréttur
Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um hópmálsókn. Er þetta ánægjulegt skref, þó seint sé, og mun gjörbreyta allri baráttu vegna brota öflugra aðila gegn einstaklingum. Leiðin sem valin er að stofnað er málsóknarfélag sem aðilar með líkar kröfur gegn sama aðila geta gengið í.
Read moreFME framlengir frest til lögbrota - Bílalánamál fyrir Hæstarétti 6. september
Ég skil ekki tilgang FME með því að lengja frest fjármálafyrirtækja til að brjóta lög. Þrátt fyrir skýringar Seðlabanka og FME á lagaskilyrðum fyrir því að setja tilmælin, þá féllu þær skýringar um sjálft sig, þegar í ljós kom, að Seðlabankinn hafði komist að þeirri niðurstöðu í maí 2009, að gengistrygging lána væri ólögleg…
Read moreEndurskipulagning og leiðrétting/niðurfelling skulda þarf að verða alls staðar
Sama er hvar litið er til í íslensku efnahagslífi, alls staðar blasa við sömu staðreyndir. Yfirskuldsetning vegna falls krónunnar og yfir 50% verðbólgu síðustu ára er að kafsigla öllu. Bæjarfélög eru á heljarþröm, orkufyrirtæki eru sokkin í hyldýpi skulda, rekstrarfyrirtæki eru skuldsett upp í rjáfur og heimilin sjá ekki til sólar vegna himin hárra lána…
Read moreUmræða sem þörf er á - Sósíalisti ver auðvaldið
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 30.8.2010. Efnisflokkur: Umræða, Gengistrygging
Ég var beðinn áðan um umsögn í nafni Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greinar Sigurðar. Mig langar að birta hana hérna ásamt því að ræða grein Ármanns Jakobssonar á Smugunni.
Hagsmunasamtök heimilanna fagna því að líf sé að færast í lögfræðilega umræðu um forsendubrest verðtryggðra lána. Fyrst gerðist það með dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli ÍAV vegna íþróttamannvirkjanna á Álftanesi og núna fjallar Sigurður G. Guðjónsson um þetta í grein sinni.
Read moreSkilja á milli framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu raforku
Þessi furðulega framsetning Orkuveitu Reykjavíkur á gjaldskrárhækkun fyrirtækisins sýnir að full þörf er til að skilja á milli framleiðslu fyrirtækisins á raforku og dreifingarinnar. Komið hefur fram í fjölmiðlum að það er kostnaður við virkjanir sem eru að kaffæra OR…
Read moreJá, einmitt, FME að kenna að Sigga var ekki bannað að kaupa NIBC bankann - Áhættustjórnun Kaupþings var greinilega í molum
Sigurður Einarsson fer mikinn í viðtali við Fréttablaðið. Velti ég því stundum fyrir mér hvort maðurinn skilji það klúður sem hann varð valdur að og hafi yfirhöfuð haft hæfi til að reka, sem stjórnarformaður, stærsta banka Íslands. Hægt væri að tiltaka aragrúa atriða, þar sem mann setur hljóðan við lesturinn…
Read moreVaxtalögin, fjórfrelsið og neytendavernd í ESB lögum
Á föstudaginn var birt lögfræðiálit Logos fyrir Lýsingu, þar sem efast er um að 13. og 14. gr. vaxtalaganna standist fjórfrelsi EES samningsins. Það vill svo til að ég átti um daginn langt og gott samtal við starfsmanna ESA um þessi mál. Þar komum við m.a. inn á skilning á fjórfrelsinu hvað varðar bann við gengistryggingu…
Read moreÓtrúleg hógværð Seðlabankans - Álit hans skiptir ekki sköpum!
Jæja, þá er næsta stig afneitunarinnar í gangi. Fyrsta stigið er að segja ekki frá, næsta stig að segja það ekki sitt hlutverk að greina frá, þriðja að gera lítið úr aðallögfræðingi sínum og núna að gera lítið úr álitinu/minnisblaðinu almennt. Hvenær ætla menn að átta sig á því að það að birta ekki minnisblað aðallögfræðings Seðlabanka Íslands er meiriháttar klúður og hefur mögulega raskað verulega fjármálastöðugleika í landinu?…
Read moreStærsti glæpur Gylfa og Seðlabankans var að hylma yfir með lögbrjótum og það er lögbrot
Ég svaraði Merði á síðunni hans í gær og vil birta það svar hér:
Read moreMörður, ég get alveg tekið undir að velta má fyrir sér hvort Gylfi hafi gert þetta viljandi eða ekki (eða þannig skil ég orð hans). Mér finnst þetta snúast um þrennt…
Skildi hvorki spurninguna né minnisblaðið
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, kemur með sína skýringu á svari sínu til Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og heldur áfram að hagræða sannleikanum. Eða er hann að opinbera að hann hvorki skildi spurningu Ragnheiðar né minnisblað Sigríðar Rafnar Pétursdóttur…
Read moreLeikritið fjármagnseigendur Íslands í leikhúsi fáránleikans
Það fer ekkert á milli mála, að það sem við höfum orðið vitni að allt frá hruni og hugsanlega fyrir hrun er uppsett leikrit. Vissulega breyttist efnisþráðurinn eftir að bankarnir hrundu, enda fengum við nýjan handritshöfund, en tilgangurinn er sá sami. Hann er að koma sem mestum eignum frá almenningi og almennum fyrirtækjaeigendum í hendur fjármagnseigenda…
Read moreÁlit lögfræðings ráðuneytisins segir gengistryggingu óheimila, en snerist um ranga spurningu
Viðtal Helga Seljan við Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í Kastljósi var alveg ótrúlegt. Ég veit ekki hversu oft Helgi gaf Gylfa færi á að segja að kannski hafi hann misskilið eitthvað eða hann hafi kannski ekki alveg farið með rétt mál, en Gylfi roðnaði frekar og svitnaði en að nýta sér þessi tækifæri…
Read moreSannleikanum hagrætt
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.8.2010. Efnisflokkur: Gengistrygging
Í síðustu færslu minni (Æi, Gylfi, hættu að hagræða sannleikanum) sýni ég nokkur dæmi um það hvernig Gylfi leggur sig fram við að hagræða sannleikanum. Í umræðunni á Alþingi 1. júlí, 2009 var Gylfi spurður út í lögmæti myntkörfulána. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var spurður um og þó hann hafi notað orðin "lán í erlendri mynt"
Read moreÆi, Gylfi, hættu að hagræða sannleikanum
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, virðist ekki hætt að fara með rangt mál. Nú hefur Pressan eftir honum að hann hafi ekki sagt ósatt á Alþingi, þar sem hann hafi verið spurður út í erlend lán. Skoðum fyrst fyrri hluta fréttar Pressunnar…
Read more