Már Guðmundsson svaraði flestum spurningum spyrjanda að stakri prýði í Kastljósinu í kvöld. Jafnvel betur en hann gerði sér grein fyrir og kannski betur en hann ætlaði sér. Í einu svarinu viðurkenndi hann, að hræðsluáróðurinn sem var hér uppi eftir dóma Hæstaréttar og fram yfir dóm héraðsdóms hafi bara verið tómt bull…
Read moreSeðlabankinn birtir álit og minnisblað um ólögmæti gengistryggingar
Seðlabanki Íslands hefur birt lögfræðiálit LEX lögmannsstofu og minnisblað Sigríðar Logadóttur, aðallögfræðings bankans. Á bankinn þakkir skyldar fyrir það…
Read moreSeðlabankastjóri með skáldskap í sjónvarpsfréttum og gerir lítið úr aðallögfræðingi sínum
Það var merkilegt viðtal við Már Guðmundsson, seðlabankastjóra, í sjónvarpsfréttum. Fyrst færir hann í stílinn, þegar hann segir að umræðan hafi verið á fullu í þjóðfélaginu um þessi mál í maí í fyrra. Síðan gerir hann lítið úr aðallögfræðingi Seðlabankans og gefur í skyn að skoðun hans sé harla ómerkileg…
Read moreSeðlabankinn missagna og gerir lítið úr aðallögfræðingi sínum
Samkvæmt frétt Morgunblaðsins, þá segir í minnisblaði Seðlabankans til fjölmiðla:
Read moreSeðlabankinn áréttar að einungis eitt lögfræðiálit hafi talið það "ekki ólíklegt" að lánin væru ólögmæt en álit ýmissa annarra lögfræðinga hafi gengið í aðra átt…
Ekki spurning um að dæma heldur að opna fyrir umræðu
Mér finnst skýring Seðlabankans ekki vera góð. Fyrir nokkrum vikum beið bankinn ekkert með að taka afgerandi afstöðu án þess að vera með skýran lagastuðning. Í fyrra hafði bankinn tækifæri til að koma hér í gang opinni og víðtækri umræðu um lögmæti gengistryggðra lána sem ég hafði hafið með færslu hér á þessari síðu í apríl sama ár…
Read moreStórfrétt: Seðlabankinn þagði um lögfræðiálit frá 12. maí 2009
Tveir þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, sendu áðan tölvupóst til formanna viðskiptanefndar og efnahags- og skattanefndar. Afrit var sent á nefndarmenn, fjölmiðla og auk þess sem hann var birtur á síðu Hreyfingarinnar…
Read moreEinföld skuldajöfnun gerð að flóknu ferli
Í febrúar 2009 ræddi finnskur blaðamaður við mig og fjölskylduna eftir að ég hélt ræðu á Austurvelli. Þegar ég sagði honum að við hjónin værum sem tvær eignir, aðra í byggingu sem við gætum ekki gert klára til notkunar og hina sem við gætum ekki selt, þá sagði hann mér að fólk með tvær eignir hefði verið sá hópur sem kom verst út úr finnsku kreppunni…
Read moreRangfærsla í úrskurði Neytendastofu
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 6.8.2010. Efnisflokkur: Neytendaréttur
Það er ein ákaflega meinleg rangfærsla í úrskurði Neytendastofu. Þessi rangfærsla er svo meinleg að hún gerir niðurstöðuna hálf hjákátlega. Bílasamningar SP-fjármögnunar eru þvi marki brenndir að tekið er lán í SP-einingum. Þannig er í tilfelli þess samnings, sem hér um ræðir, helmingur lánsins í SP5-einingum og hinn í verðtryggðum íslenskum krónum.
Read moreFúsk og vanhæfi - Hverjir vissu þetta líka?
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 6.8.2010. Efnisflokkur: Umræða, Gengistrygging, Stjórnvöld
Stundum verður maður alveg bit á bullinu sem gengur á í þessu þjóðfélagi. Eitt svona dæmi birtist í svörum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits til efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar, sem fjallað er um í yfirlýsingu þingmanna Hreyfingarinnar.
Read moreNeytendastofa valdalaus gagnvart neytendavernd í íslenskum lögum
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 5.8.2010. Efnisflokkur: Neytendavernd
Síðast liðinn föstudag, 30. júlí, gaf Neytendastofa út tvo úrskurði. Annan gegn SP-fjármögnun og hinn gegn Lýsingu. Bæði fyrirtæki brutu að mati Neytendastofu á lántökum við framkvæmd lánasamninga. Í báðum tilvikum bannar Neytendastofa fyrirtækjunum að halda áfram háttsemi sinni frá birtingu úrskurðanna.
Read moreVont er þeirra ranglæti - verra þeirra réttlæti
Mig langar að birta hér yfirlýsingu sem stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna sendir frá sér áðan…
Read moreDómur héraðsdóms mun fjölga gjaldþrotum einstaklinga og auka á óstöðugleika í hagkerfinu
Ég hef verið að skoða hver áhrif dóms héraðsdóms er á ímyndað lán fyrstu 4 ár lánstímans miðað við að lánið hafi verið tekið í júlí 2006. Niðurstaðan kemur mér verulega á óvart. Lánið sem ég skoða er 20 m.kr. myntkarfa jen og svissneskir frankar. Lántaki er búinn að vera í skilum allan lánstímann og mun vera það áfram…
Read moreDómurinn bætir allt að 54% ofan á það sem þegar hefur verið greitt
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 24.7.2010. Efnisflokkur: Gengistrygging, Dómstólar
Sú ákvörðun dómara að bæta lögbrjótum um "forsendubrest" sem hlaust af því að lögbrot þeirra komst upp fjórfaldar ekki bara vextina. Nei, hann gerir gott betur. Sá lántaki sem tók 20 ára lán um mitt ár 2006 til jafns í JPY og CHF og hefur staðið í skilum allan tímann, þarf að greiða lánveitanda sínum 54% til viðbótar við það sem hann greiddi samkvæmt gengistryggingarákvæðinu.
Read moreGengur þvert á fyrri dóma - Hagsmunir neytenda fyrir borð bornir
Eftir að hafa skoðað dóma héraðsdóms, þá er ekki hægt annað en að verða fyrir vonbrigðum. Er það virkilega niðurstaða dómara, að lántaki hafi ætlað að gangast undir allt að 21% vexti á ári af 5 m.kr. láni? Það gerir rúmlega 1 m.kr. í vexti. Ég segi bara: Guð hjálpi þeim sem eru með húsnæðislán, ef réttlæti Arnfríðar Einarsdóttur mun ganga yfir húsnæðislántaka…
Read moreHugsanlega innan við 5% verðbólga í júlí og 2,5% í árslok
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.7.2010. Efnisflokkur: Vísitala neysluverðs
Ég gleymdi alveg í gær að bæta verðbólguspá inn í færsluna Ánægjulegt að kaupmáttur launa aukist, en afborganir lána hækka meira. - Verðhjöðnun í júlí. Vil ég því bæta út því núna.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar, þá jókst kaupmáttur launa um 2,6% meðan launavísitalan hækkaði um 2,2%.
Read moreFyrrverandi seðlabankastjóri sendir fólki fingurinn og viðurkennir samsekt
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.7.2010. Efnisflokkur: Gengistrygging, Hagstjórn - Seðlabankinn
Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri, bítur höfuðið af skömminni og segir í viðtali við Pressuna lántaka hafa átt að þekkja lögin. Okkur hefur verið sagt að Eiríkur væri vammlaus maður, en þessi ummæli hans benda til annars:
Read moreÉg vil benda á að báðir aðilar brjóta lögin, lántakandinn er aðili að samningnum og á að hafa kynnt sér lögin nægilega vel.
Ánægjulegt að kaupmáttur launa aukist, en afborganir lána hækka meira. - Verðhjöðnun í júlí
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 21.7.2010. Efnisflokkur: Staða almennings
Gott er að sjá að Hagstofan hafi fundið það út að kaupmáttur sé að aukast. Ég verð að viðurkenna, að ég finn lítið fyrir því. Einnig reikna ég með að lífeyrisþegar landsins fari alveg á mis við þessa kaupmáttaraukningu, enda hafa stjórnvöld lítið gert annað undanfarið eitt og hálft ár, en að skerða kjör þeirra.
Read moreHefur stefnumótun fyrir Ísland átt sér stað?
Eftir rúma viku eru 22 mánuðir síðan Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, ákvað án samráðs við aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands, að yfirtaka á Glitnir væri óumflýjanleg. Þessi ákvörðun verður alltaf umdeilanleg, en henni var hrint í framkvæmd. Hvort það var þessari ákvörðun að kenna eða einhverju öðru, þá hrundi bankakerfið með hvelli og dró hagkerfið nánast með sér í heilu lagi…
Read moreUmræða af Eyjunni vegna orðróms um lagasetningu
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 20.7.2010. Efnisflokkur: Umræða, Gengislánadómar
Ég má til að setja hér inn svar sem ég setti inn á frétt, þar sem ég svara spurningum Eyjunnar um þann orðróm að setja eigi lög á gengistryggð lán. Gamall félagi minn af þessari síðu Gunnr, sem búsettur er í Noregi (að ég best veit) setti inn eftirfarandi ádeilu á mig og minn málflutning. Fyrir neðan birti ég svo mín viðbrögð.
Read moreDómarnir ógnar ekki stöðugleika, heldur að veitt hafi verið lán með ólöglegum hætti
Merkilegt hvernig hægt er að snúa hlutunum sífellt á hvolf. Hæstiréttur er ekki sökudólgur í þessu máli. Útlánafyrirtækin eru þeir seku. Að halda einhverju öðru fram er aum tilraun til að þrýsta á Hæstarétt um að rétta hlut lögbrjótanna í næstu umferð…
Read more