Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 19.7.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Umræða
Hann er sífellt að verða þrálátari þessi orðrómur um að til standi að setja lög vegna gengislánadóma Hæstaréttar frá 16. júní. Eyjan bað mig um álit á slíkum hugsanlegum lögum og hefur svar mitt verið birt undir fyrirsögninni: Marinó: Lög á gengislánin væru skilaboð til fólks að éta það sem úti frýs.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 14.7.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Stjórnvöld
Það heldur áfram sjónarspilið í kringum dóm Hæstaréttar. Menn hamast á tölunni 900 milljörðum og segja hana vera upphæðina sem dómur Hæstaréttar virkar á. Enn og einu sinni verð ég að benda á að þetta er ekki rétt tala miðað við upplýsingar sem komið hafa fram hjá Seðlabanka Íslands og bönkunum.
Read more
Það er áhugavert að lesa Markaðspunkta greiningardeildar Arion banka um áhrif gengisdómsins á lán til heimilanna. Fyrir utan ýmsar skemmtilegar söguskýringar, þá er með ólíkindum hve teygt er á tölum…
Read more
Sérkennilega staða er komin upp. Umboðsmaður Alþingis og talmaður neytenda hafa sent Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlit erindi um stjórnvaldsákvarðanir stofnanna til fjármálafyrirtækja um að nota vexti Seðlabankans í stað samningsvaxta á gengistryggð lán. Umboðsmaður Alþingis segir nánast beint að SÍ og FME skortir lagastoð til að gefa út tilmælin, meðan talsmaður neytenda gengur lengra og segir það undanbragðalaust…
Read more
Fyrir Alþingi liggur frumvarp, þar sem lagt er til að innstæður verði varðar upp að EUR 100.000. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að greiðslur fari fram að hámarki 20 dögum eftir að Fjármálaeftirlitið hefur úrskurðað að innlánsstofnun hafi verið tekin til slitameðferðar…
Read more
Það er gott að menn kunni að reikna. Vandamálið er að það er ári of seint. Í febrúar í fyrra var fyrst byrjað að vekja athygli á því á opinberum vettvangi að gengistrygging væri hugsanlega ólöglegt form verðtryggingar…
Read more
Mér finnst þeir vera með ólíkindum orðaleikir stjórnvalda og Landsbankans varðandi verðmæti og afslætti á lánasöfnum. Nú er tími til kominn að menn hætti þessari vitleysu og fari rétt með tölur…
Read more
Mig langar að vekja athygli á því að Hagsmunasamtök heimilanna sendu út fyrir nærri hálfum mánuði tillögur að uppgjörsreglum sem taka á öllum þeim atriðum sem Lilja rekur í viðtalinu við Morgunblaðið. Langar mig að stikla á stóru í reglunum, en þær er auk að finna í heild í skrá sem fylgir með færslunni…
Read more
Ég fékk í kvöld einu sinni sem oftar þessa klassísku spurningu um áhættusækni þeirra sem tóku gengistryggð lán. Ég er búinn að fá þessa spurningu svo oft að ég hef ákveðið að hætta allri "afneitun" og viðurkenna syndir mínar og mistök. Fyrst er það spurningin, en henni var beint til mín á Eyjunni…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 2.7.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Stjórnvöld
Ég fagna ákvörðun talsmanns neytenda að höggva á þann hnút sem Seðlabanki og Fjármálaeftirlit hnýttu í vikunni. Tilmæli hans til fjármálafyrirtækja eru:
Efni: Tilmæli til SFF f.h. aðildarfyrirtækja að um að lægri föst krónutala verði innheimt til bráðabirgða af lánum sem vafi leikur á hvort falli undir fordæmisáhrif nýlegra gengisdóma Hæstaréttar
Read more
Ég hef á undanförnum dögum heyrt í og rætt við nokkuð stóran hóp lögfræðinga. Með fáum undantekningum er menn sammála um að dómur Hæstaréttar hafi snúist um og takmarkast við þrjú atriði…
Read more
Enn einn viðburðarríkur dagur er að kveldi kominn og enn einu sinni voru gengistryggð lán mál málanna. Ég er núna búinn að lesa margar fréttir og horfa á sjónvarpsfréttir á báðum stöðvum, hlusta á viðtöl á útvarpsstöðvum og hér á mbl.is. Þrátt fyrir þetta og vera talsvert vel inni í þessum málum, líklega betur en meðal Jóninn, þá er ég ekki að fatta allt þetta…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 30.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Stjórnvöld.
Ég trúi ekki mínum eigin augum. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlit hvetja fjármálafyrirtæki til lögbrota og hafa með því rétt af neytendum.
Menn geta haft mismunandi sýn á niðurstöðu Hæstaréttar, en með tilmælum sínum eru Seðlabanki og FME að hvetja fjármálafyrirtæki til að brjóta gegn 36. gr. laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun 93/13/EBE
Read more
Í kvöld fór fram borgarafundur í Iðnó um dóm Hæstaréttar um gengistrygginguna. Húsfyllir var og fjöldi fólk fylgdist auk þess með umræðunni utandyra. Frummælendur voru fjórir: Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, alþingismennirnir Pétur Blöndal og Lilja Mósesdóttir og loks Guðmundur Andir Skúlason frá Samtökum lánþega. Auk þeirra sátu við pallborðið Ragnar Baldursson lögmaður og síðan ég sjálfur fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 11.6.2010. Efnisflokkur: Stjórnlagaþing
Hún er alveg með ólíkindum hræðsla sjálfstæðismanna við almenning í landinu. Nú hefur þeim tekist að koma í veg fyrir að þjóðin geti fengið að kjósa til stjórnlagaþings til að setja sér nýja stjórnarskrá. Hvað er það sem þeir óttast? Að fólk hafi hugmyndir sem eru betri en þeirra eigin?
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 29.6.2010. Efnisflokkur: Bankahrun
Þessi söguskýring Sambands ungra sjálfstæðismanna er ekki ný á nálinni ig hún er jafn röng núna og þegar hún hefur verið sett fram áður. Hrun efnahagskerfis heimsins og þar með Íslands ristir nefnilega inn í hjartarætur frjálshyggjunnar að einkaframtakinu sé best treystandi og það muni alltaf finna bestu leið til að láta hlutina ganga.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 28.6.2010. Efnisflokkur: Minningargrein
Mig langar að minnast góðs manns, Grétars Vilmundarsonar, fyrrum félaga míns hjá Gróttu og fyrirmyndar í mörgu sem ég og fleiri strákar á mínum aldri gerðum varðandi íþróttaferli okkar. Genginn er einn þeirra sem ég tók mér til fyrirmyndar á mínum yngri árum.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 28.6.2010. Efnisflokkur: Umræður
Ég hef í dag tekið þátt í umræðu á þræði Láru Hönnu á Eyjunni sem heitir Áhættufíkn og Borgarafundur. Langar mig að birta hluta af því sem ég segi þar hér fyrir neðan.
Fyrst vil ég þakka Láru Hönnu fyrir góðar samantektir sem yfirleitt eru betri en bestu fréttaskýringar fjölmiðlanna.
Read more
Athygli fólks hefur í dag verið á bílalánadómunum tveimur sem féllu í Hæstarétti, en ennþá stærri dómur féll líka í dag. Það var í máli NBI gegn Þráni ehf., þar sem NBI krafist gjaldþrotaskipta á Þráni ehf. Héraðsdómur hafnaði í úrskurði sínum 30. apríl sl. beiðni NBI og hélt ég að þeim úrskurði hefði ekki verið áfrýjað, enda komu upplýsingar um slíkt ekki fram á vefi Hæstaréttar…
Read more
Mér finnst einhvern veginn menn hafa gleymt því, að uppgjör milli nýju og gömlu bankanna eiga að koma til endurskoðunar 2012. Vissulega var hugmyndin að sú endurskoðun myndi leiða til þess að kröfuhafar fengju meira í sinn hlut, en hver segir að það sé meitlað í stein…
Read more