Ég fékk póst frá manni í kvöld sem er orðinn ákaflega þreyttur á stjórnvöldum og fjármálakerfinu. Mér finnst að það sem hann sagði eigi erindi til fleiri og fékk því góðfúslegt leyfi hans til að birta að eigin vali úr því sem hann ritaði. Hér kemur það…
Read moreGóð ákvörðun ef rétt er eftir haft - Greiðsluáætlun á að gilda
Sé frétt RÚV rétt (hefur að vísu verið borin til baka), þá verður það gríðarlega stórt skref í rétta átt. Hvort skrefið er í samræmi við ákvæði laga kemur ekki í ljós…
Read moreSanngirni þegar ráðherra hentar og röng lagatilvitnun
Ekki halda að ég sé kominn með Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á heilann, þó ég fjalli mikið um ummæli hans í gær og í dag. Hann er bara endalaus uppspretta glórulausra ummæla, að ég get ekki annað en dregið þau fram…
Read moreLeiðrétting höfuðstóls gengistryggðra lána er þegar inni í bókum bankanna, ekki vextirnir
Í færslu sem ég skrifaði í gærkvöldi (sjá Ertu að segja satt, Gylfi? Gögn Seðlabankans gefa annað í skyn.) skoðaði ég tölur Seðlabankans um útlán bankanna. Þar kemur fram að í lok 3. ársfjórðungs 2008 voru innlend gengisbundin útlán bankakerfisins til fyrirtækja, eignarhaldsfélaga og einstaklinga um 2.800 milljarðar kr…
Read moreTveir bankar hafna málflutningi ráðherra og seðlabankastjóra
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 24.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Nýir bankar
Það er umhugsunarefni, að nú hafa tveir bankar stigið fram og hafnað alfarið málflutningi Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Hafa bankarnir tekið undir málflutning minn, sem byggður er á opinberum gögnum.
Read moreHvernig geta kröfurhafar tapað því sem þeir hafa þegar gefið eftir?
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 24.6.2010. Efnisflokkur: Lánasöfn, Gengislánadómar
Ég get ekki annað en haldið áfram að furða mig á ummælum Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Það bara hlýtur að vera einhver leynisamningur í gangi við kröfuhafa, ef tap þeirra getur numið hundruð milljarða til viðbótar því sem þeir hafa þegar gefið eftir.
Read moreHvernig hægir það uppbyggingu að almenningur og fyrirtæki hafi meira milli handanna?
Stundum er alveg óborganlegt að lesa eða heyra rökstuðning manna fyrir töpuðum málstað. Nú koma seðlabankastjóri og efnahags- og viðskiptaráðherra og segja að það mundi hægja á uppbyggingu ef almenningur og fyrirtæki hafi meira á milli handanna…
Read moreUmræða á villigötum
Pétur H. Blöndal verður seint sakaður um að tala ekki skýrt. Vandinn við hann er einstrengingsleg afstaða hans til hlutanna, sérstaklega þegar kemur að verðtryggingunni. Morgunblaðið birtir í dag ítarlegt viðtal við Pétur og er það á margan hátt mjög fróðlegt, en því miður uppfullt af þeim dæmigerðum ranghugmyndum og rangfærslum sem þingmaðurinn hefur haldið fram í fleiri áratugi…
Read moreEn hvorki talsmaður neytenda eða Hagsmunasamtök heimilanna
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 23.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Stjórnvöld
Já, þetta er fróðleg upptalning á þeim sem sátu fund um áhrif dóms Hæstaréttar:
Read moreViðskiptaráðherra, bankastjórar viðskiptabankanna, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og aðrir aðilar sem dómar Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lánasamninga sneru að..
Ertu að segja satt, Gylfi? Gögn Seðlabankans gefa annað í skyn.
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 23.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Stjórnvöld
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hafa farið mikinn í fjölmiðlum í dag við að verja hin aðframkomnu fjármálafyrirtæki fyrir hinum illa dómi Hæstaréttar og óþrjótandi græðgi lántaka gengistryggðra lána fyrir réttlæti og sanngirni. Hefur verið með ólíkindum að hluta og lesa það sem frá þeim tveimur hefur komið.
Read moreÚt í hött að verðtryggja lánin. Engin lausn að fara úr einum forsendubresti í annan.
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.6.2010. Efnisflokkur: Gengistrygging
Er línan frá Samfylkingunni núna að verða ljós? Fyrst vildi Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, verðtryggja bílalánin með 15% refsingu og núna vill Mörður Árnason verðtryggja öll fyrrum gengistryggð lán. Hafa þessi menn ekki lesið stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar? Í henni er nefnilega talað um að draga úr vægi verðtryggingar.
Read moreEkki benda á mig segir FME
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Stjórnvöld
Nú er komin í gang áhugaverður leikur sem heitir "Ekki benda á mig". Pressan sendi fyrirspurn á forstjóra FME varðandi gengistryggðu lánin sem fóru framhjá stofnuninni. Í svarinu segir m.a.:
Read moreFréttatilkynning frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna gengistryggðra lána
Mig langar að birta hér fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna viðbragða fjármálafyrirtækja við dómi Hæstaréttar um gengistryggð lán auk leiðbeininga til lántaka…
Read moreSvar Hagsmunasamtaka heimilanna við erindi efnahags- og viðskiptaráðuneytis um meðferð gengistryggðra lána
Hér fyrir neðan birti ég svör Hagsmunasamtaka heimilanna við fyrirspurn frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti um meðferð gengistryggðra lána…
Read moreSamningsstaða NBI er ekki góð, það er aftur geta bankans til að semja.
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 20.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Nýir bankar
Samkvæmt frétt á ruv.is, þá segir Steinþór Pálsson, bankastjóri NBI, samningsstaða bankans sé góð. Hvernig dettur manninum í hug að samningsstaða bankans sé góð? Hún er ömurleg. Bankinn tók yfir ólögleg lán frá Landsbankanum og bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur hafa sagt að gengistrygging þeirra sé óheimil.
Read moreSkuldauppgjör er einfalt í mínum huga - Öll gengistryggð lán undir
Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig skuldauppgjör ætti að fara fram ef gengistrygging yrði dæmd ólögleg, eins og gerðist sl. miðvikudag. Ég hef jú haft í rúmt ár þá bjargföstu trú að gengistryggingin væri ólögleg og að dómstólar gætu ekki komist að annarri niðurstöðu. Af þeim sökum hef ég velt uppgjörinu fyrir mér…
Read moreEru gengistryggð lán ólögleg? - Endurbirt færsla frá 17.4.2009
Í tilefni dóma Hæstaréttar frá 16. júní um lögmæti gengistryggingarinnar, þá má ég til að endurbirta færslu mína frá 17. apríl á síðasta ári…
Read moreUmræða um réttlæti og óréttlæti
Færslan er unnin upp úr athugasemdum við færslu sem var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar, Umræða, Hagsmunabarátta
Eftirfarandi var beint til mín í athugasemd:
Marinó, það sem þú ert alltaf að biðja um er að það borgi einhver "annar" fyrir þá sem fóru óvarlega, þeirra sem eyddu á kostnað þeirra sem spöruðu.
Þú virðist alltaf gleyma því þegar þú biður um að skuldin þín lækki sem allra mest..
Read moreVirðingarverð fyrstu viðbrögð SPRON og Frjálsa - Landsbankinn í afneitun
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 18.6.2010. Efnisflokkur: Gengislánadómar
Ég get ekki annað en fagnað þessum fyrstu viðbrögðum SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans við dómi Hæstaréttar. Fyrirtækin, sem hafa setið undir ámæli um að gera ekkert og hlusta lítið á viðskiptavini sína, hafa núna tekið virðingarvert skref til móts við lántaka sína. Vil ég hrósa þeim fyrir þetta framtak þeirra.
Read moreEnginn að reyna að forðast að greiða það sem rétt er - Leikjafræðin brást fjármálafyrirtækjunum
Ég vona innilega að í eftirfarandi tilvitnun í frétt mbl.is sé eitthvað rangt haft eftir viðmælanda:
Read more„Þessi dómur snýr aðallega um formsatriði málsins þannig að það er vafasamt að það sé hægt að draga af honum víðtækar ályktanir…