Tilboð SP-fjármögnunar: Of lítið, of seint

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 25.5.2010.  Efnisflokkur:  Skuldaúrræði

SP-fjármögnun sér sæng sína út breidda og býður lækkun höfuðstóls gengistryggðra bílalána.  Lána sem fyrirtækið mátti ekki bjóða lögum samkvæmt, lán sem voru í ókennilegum sjóðseiningum sem það hafði ekki starfsheimildir til að bjóða, lán sem það sagðist hafa veitt í gjaldeyri til viðskiptavina, þó fyrirtækið hefði ekki heimild til gjaldeyrisviðskipta.

Read more

Ísak Rafael Jóhannsson 1972 - 2010

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.5.2010.  Efnisflokkur:  Minningarorð

Mig hefur í nokkurn tíma langað að minnast gamals nemanda míns og bloggvinar, Ísaks Rafaels Jóhannssonar, en hann lést á Landspítalanum 19. apríl sl.

Ísak gekk inn í fyrsta tímann hjá mér í Iðnskólanum fyrir um 15 árum.  Hann var kominn í tölvunám og ætlaði sér stóra hluti.  Og ekki skorti viljann.  Hann lagði sig alltaf fram við hlutina, þó hann þyrfti oft að leggja meira á sig en margir í kringum hann. 

Read more

Handtökuskipun ekki harkalegri en aðgerðir fjármálafyrirtækja

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 18.5.2010.  Efnisflokkur:  Bankahrun

Ég veit ekki við hverju Sigurður Einarsson bjóst.  Hann er með aðgerðum sínum búinn að valda íslensku þjóðinni geigvænlegum skaða.  Upphæðirnar velta á þúsundum milljörðum króna.  Í slóð hans og hans kóna er sviðin jörð, brotin heimili, gjaldþrota fyrirtæki, uppflosnaðar fjölskyldur og fólk sem tekið hefur líf sitt vegna þess að nokkrir gráðugir einstaklingar sáu sér færi á að græða örlítið meira.

Read more

Nú eru hlutirnir farnir að gerast

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.5.2010.  Efnisflokkur:  Bankahrun

Það er stutt stórra högga á milli.  Handtaka Hreiðars Más, Magnúsar Guðmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Steingríms Kárasonar á síðustu dögum, alþjóðleg handtökuskipun gefin út á Sigurður Einarsson sem "þorir ekki heim", krafa um frystingu eigna Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára hér á landi og núna þetta.

Read more

Vogunarsjóðirnir vinna - Evrópa lögð að veði

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.5.2010.  Efnisflokkur:  Bankakreppa

Risastór björgunarsjóður hefur verið stofnaður.  Í hann eiga að renna 750 milljarðar evra.  Þetta er engin smá upphæð, en samt ætlar enginn að leggja fram eitt cent, ef marka má fréttaflutning á BBC World.

Mér sýnist sem stofnun þessa sjóðs sýni og sanni að vogunarsjóðir og spákaupmenn hafa unnið.  Fyrir þremur árum hófst mikil atlaga að fjármálakerfi heimsins.

Read more

Ragnar Reykás í öllum hornum - Bráðgreindur eða ekki, Hreiðari varð verulega á í messunni

Hún er sérkennileg myndin sem birtist mér á síðum vefmiðla og fjölmiðla eftir að tveimur hvítflibbum var stungið í steininn.  Í marga mánuði hefur gagnrýnin dunið á Ólafi Þór Haukssyni (sem ég vil taka fram að er góður vinur minn) fyrir að hafa ekki handtekið neinn og sýni ítrekað getuleysi sitt, reynsluleysi, þekkingarleysi og ég veit ekki hvað…

Read more

Námskeið: Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 29.4.2010.  Efnisflokkur:  Áhættustjórnun

Dagana 25. og 26. maí verða haldin á vegum Betri ákvörðunar ráðgjafaþjónustu Marinós G. Njálssonar tvö námskeið um  Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu.  Námskeiðin hefjast kl. 9.00 báða dagana og standa til um kl. 17.00.

MARKMIРnámskeiðanna er að kynna aðferðafræði við áhættumat annars vegar og stjórnun rekstrarsamfellu hins vegar og samspil áhættumats og stjórnunar rekstrarsamfellu.

Read more

Dropinn holar steininn - Íslandsbanki vill koma til mót við þá sem tóku bílalán

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 28.4.2010.  Efnisflokkur:  Skuldaúrræði, Nýir bankar

Vígin gefa sig eitt af öðrum.  Á Svipunni er frétt undir fyrirsögninni Bankar semja um myntkörfulán og þetta að stjórn Íslandsbanka vill koma til móts við þá sem tóku bílalán.  Vissulega kemur í hvorugri fréttinni fram hvað er gert og hvort það verður afturvirkt, en orð eru til alls fyrst.  Nú er bara að vona, að það taki ekki marga mánuði þar til næstu skref verða tekin.

Ég hef oft sagt, að bankarnir eiga að vinna með viðskiptavinum sínum að lausn vandans.  Það á að vera markmið allra fyrirtækja að viðhalda langtíma viðskiptasambandi við viðskiptavini sína.  Því fyrr sem hægt verður að leysa vanda heimila og fyrirtækja, því fyrr læknum við þjóðfélagið.  Lækningin verður að felast í því að ÖLL heimili og fyrirtæki séu eins virk og hægt er í því að skapa hagvöxt.  Þannig er staðan ekki í dag.

Ég skora enn og einu sinni á fjármálafyrirtækin að koma til viðræðna við hagsmunaaðila og samtök lántaka um leiðir út úr þessum vanda.  Ég trúi því ekki, að menn vilji bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar hvort heldur í bílalánamálunum eða málum sem farin eru í gang varðandi forsendubrest og önnur sem eru í undirbúningi um markaðsmisnotkun, fjárhagsglæpi og fleira eftir því.  Ég trúi því að til sé betri og fljótvirkari lausn og skora enn og aftur á fjármálafyrirtækin að koma að samningaborðinu.  Hagsmunasamtök heimilanna eru hvenær sem er búin til viðræðna.  Það er betra að semja en að fá yfir sig lög eða dóma.


Færslan var skrifuð við fréttina: Vilja koma til móts við þá sem tóku bílalán