Ég verð að furða mig á þessari miklu athygli sem Morgunblaðið og mbl.is veita útspili SP-fjármögnunar. Ennþá meira er ég hissa á hinni gagnrýnislausu "fréttaskýringu" sem þessi færsla er hengd við…
Read moreBónusgreiðslur - einn af sjúkleikum bankakerfisins
Fimmtudaginn 20. maí féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Flemmings Bendsens gegn Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka vegna kröfu Flemmings um að kröfur hans til slitastjórnar bankans verði viðurkenndar sem forgangskröfur. Ég ætla ekki að fjalla um dóminn hér heldur kröfurnar…
Read moreTilboð SP-fjármögnunar: Of lítið, of seint
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 25.5.2010. Efnisflokkur: Skuldaúrræði
SP-fjármögnun sér sæng sína út breidda og býður lækkun höfuðstóls gengistryggðra bílalána. Lána sem fyrirtækið mátti ekki bjóða lögum samkvæmt, lán sem voru í ókennilegum sjóðseiningum sem það hafði ekki starfsheimildir til að bjóða, lán sem það sagðist hafa veitt í gjaldeyri til viðskiptavina, þó fyrirtækið hefði ekki heimild til gjaldeyrisviðskipta.
Read moreHeimilin eru ekki aflögufær - Hvar er skjaldborgin?
Mér þykir höggvið í saman knérum. Enn einu sinni á að leita í vasa heimilanna eftir aur til að laga fjárlagahallann. Bara svo eitt sé á hreinu:
Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fyrir misvitra stjórnmálamenn og illa rekin fjármálafyrirtæki…
Read moreÍsak Rafael Jóhannsson 1972 - 2010
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.5.2010. Efnisflokkur: Minningarorð
Mig hefur í nokkurn tíma langað að minnast gamals nemanda míns og bloggvinar, Ísaks Rafaels Jóhannssonar, en hann lést á Landspítalanum 19. apríl sl.
Ísak gekk inn í fyrsta tímann hjá mér í Iðnskólanum fyrir um 15 árum. Hann var kominn í tölvunám og ætlaði sér stóra hluti. Og ekki skorti viljann. Hann lagði sig alltaf fram við hlutina, þó hann þyrfti oft að leggja meira á sig en margir í kringum hann.
Read moreForsendubrestur vegna verðtryggingar er um 220 milljarða frá 1.1.2008
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er loksins búinn að láta reikna út hvaða upphæð kemur út, ef ætlunin er að leiðrétta verðtryggð lán heimilanna um annars vegar 10% og hins vegar 20%. Hann lét að vísu bara reikna hvað þetta kostar fyrir hluta lánanna, en það gefur samt góða mynd…
Read moreÞað á bara að innheimta 10% af hlutabréfalánunum
Um daginn henti slitastjórn Kaupþings þeirra bombu að innheimta ætti lán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa. Þessi lán voru vægt til orða tekið umdeild eftir að stjórn Kaupþings ákvað á síðustu metrunum fyrir hrun að fella niður persónulegar ábyrgðir tengdar þessum lánum…
Read moreHandtökuskipun ekki harkalegri en aðgerðir fjármálafyrirtækja
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 18.5.2010. Efnisflokkur: Bankahrun
Ég veit ekki við hverju Sigurður Einarsson bjóst. Hann er með aðgerðum sínum búinn að valda íslensku þjóðinni geigvænlegum skaða. Upphæðirnar velta á þúsundum milljörðum króna. Í slóð hans og hans kóna er sviðin jörð, brotin heimili, gjaldþrota fyrirtæki, uppflosnaðar fjölskyldur og fólk sem tekið hefur líf sitt vegna þess að nokkrir gráðugir einstaklingar sáu sér færi á að græða örlítið meira.
Read moreHver er með leiksýningu? - Má nota lög um peningaþvætti?
Sigurður Einarsson og ýmsir sjálfskipaðir verjendur gerenda í hruni íslenska hagkerfisins hafa haldið því fram að aðgerðir Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, séu leikþættir. Ég get ekki annað en sagt á móti…
Read moreNú eru hlutirnir farnir að gerast
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 12.5.2010. Efnisflokkur: Bankahrun
Það er stutt stórra högga á milli. Handtaka Hreiðars Más, Magnúsar Guðmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Steingríms Kárasonar á síðustu dögum, alþjóðleg handtökuskipun gefin út á Sigurður Einarsson sem "þorir ekki heim", krafa um frystingu eigna Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára hér á landi og núna þetta.
Read moreLandsbankinn vaknar með stæl, en héraðsdómur býður betur fyrir suma
Landsbankinn auglýsir á heilsíðum í blöðunum í dag 25% lækkun höfuðstóls lána bæði heimila og fyrirtækja í erlendri mynt. Miðað er við gengi 30. apríl, en þá var gengisvísitala um 226,5. Tilboð bankans þýðir því lækkun í gengisvísitölu 170…
Read moreVogunarsjóðirnir vinna - Evrópa lögð að veði
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.5.2010. Efnisflokkur: Bankakreppa
Risastór björgunarsjóður hefur verið stofnaður. Í hann eiga að renna 750 milljarðar evra. Þetta er engin smá upphæð, en samt ætlar enginn að leggja fram eitt cent, ef marka má fréttaflutning á BBC World.
Mér sýnist sem stofnun þessa sjóðs sýni og sanni að vogunarsjóðir og spákaupmenn hafa unnið. Fyrir þremur árum hófst mikil atlaga að fjármálakerfi heimsins.
Read moreFundur viðskiptanefndar um verðtryggingu
Ég sat í morgun, sem annar fulltrúi Hagmunasamtaka heimilanna, opinn fund viðskiptanefndar Alþingis um verðtrygginguna. Auk mín var Friðrik Ó. Friðriksson frá HH. Þá sat einnig með Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Hlutverk okkar þriggja var að svara spurningum nefndarmanna um verðtrygginguna og skyld efni…
Read moreRagnar Reykás í öllum hornum - Bráðgreindur eða ekki, Hreiðari varð verulega á í messunni
Hún er sérkennileg myndin sem birtist mér á síðum vefmiðla og fjölmiðla eftir að tveimur hvítflibbum var stungið í steininn. Í marga mánuði hefur gagnrýnin dunið á Ólafi Þór Haukssyni (sem ég vil taka fram að er góður vinur minn) fyrir að hafa ekki handtekið neinn og sýni ítrekað getuleysi sitt, reynsluleysi, þekkingarleysi og ég veit ekki hvað…
Read moreHugvekja um ótrúlegt ástand í landinu
Mér barst í gær afrit af tölvupósti sem m.a. var sendur nokkrum þingmönnum. Mér fannst efni þessa pósts eiga erindi við fleiri og óskaði eftir leyfi höfundar til að birta það hér. Það leyfi var góðfúslega veitt. Hér er pósturinn…
Read moreEru gjaldeyrishöftin stór hættuleg?
Ég velti því fyrir mér í nóvember og desember 2008 hvort gjaldeyrishöftin væru mistök. Hreinlega hættuleg efnahag þjóðarinnar. Rök mín fyrir því voru, og eru enn, að hér á landi er heilmikið fé bundið sem er í eigu erlendra aðila…
Read moreÞað þarf 40 - 65% lækkun til að mæta 80 - 135% hækkun - SP-fjármögnun hefur ekki starfsleyfi fyrir gjaldeyrisviðskiptum
Það er merkilegt að lesa þessi ummæli Kjartans Georgs Gunnarssonar. Auðvitað getur hann sætt sig við 20 - 35% lækkun, þegar Héraðsdómur Reykjavíkur er rétt búinn að dæma að lækka eigi höfuðstól láns um tæp 60%…
Read moreGengistrygging höfuðstóls er ólögleg og ekki má skipta henni út fyrir aðra verðtryggingu
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í morgun upp úrskurð í máli NBI hf. (Landsbankans) gegn fyrirtækinu Þráinn ehf., þar sem gengistrygging höfuðstóls láns er dæmd óheimil með vísan til dóms héraðsdóms frá 12. febrúar sl…
Read moreNámskeið: Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 29.4.2010. Efnisflokkur: Áhættustjórnun
Dagana 25. og 26. maí verða haldin á vegum Betri ákvörðunar ráðgjafaþjónustu Marinós G. Njálssonar tvö námskeið um Áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu. Námskeiðin hefjast kl. 9.00 báða dagana og standa til um kl. 17.00.
MARKMIÐ námskeiðanna er að kynna aðferðafræði við áhættumat annars vegar og stjórnun rekstrarsamfellu hins vegar og samspil áhættumats og stjórnunar rekstrarsamfellu.
Read moreDropinn holar steininn - Íslandsbanki vill koma til mót við þá sem tóku bílalán
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 28.4.2010. Efnisflokkur: Skuldaúrræði, Nýir bankar
Vígin gefa sig eitt af öðrum. Á Svipunni er frétt undir fyrirsögninni Bankar semja um myntkörfulán og þetta að stjórn Íslandsbanka vill koma til móts við þá sem tóku bílalán. Vissulega kemur í hvorugri fréttinni fram hvað er gert og hvort það verður afturvirkt, en orð eru til alls fyrst. Nú er bara að vona, að það taki ekki marga mánuði þar til næstu skref verða tekin.
Ég hef oft sagt, að bankarnir eiga að vinna með viðskiptavinum sínum að lausn vandans. Það á að vera markmið allra fyrirtækja að viðhalda langtíma viðskiptasambandi við viðskiptavini sína. Því fyrr sem hægt verður að leysa vanda heimila og fyrirtækja, því fyrr læknum við þjóðfélagið. Lækningin verður að felast í því að ÖLL heimili og fyrirtæki séu eins virk og hægt er í því að skapa hagvöxt. Þannig er staðan ekki í dag.
Ég skora enn og einu sinni á fjármálafyrirtækin að koma til viðræðna við hagsmunaaðila og samtök lántaka um leiðir út úr þessum vanda. Ég trúi því ekki, að menn vilji bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar hvort heldur í bílalánamálunum eða málum sem farin eru í gang varðandi forsendubrest og önnur sem eru í undirbúningi um markaðsmisnotkun, fjárhagsglæpi og fleira eftir því. Ég trúi því að til sé betri og fljótvirkari lausn og skora enn og aftur á fjármálafyrirtækin að koma að samningaborðinu. Hagsmunasamtök heimilanna eru hvenær sem er búin til viðræðna. Það er betra að semja en að fá yfir sig lög eða dóma.
Færslan var skrifuð við fréttina: Vilja koma til móts við þá sem tóku bílalán