Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 21.4.2010. Efnisflokkur: Hagsmunabarátta
Hagsmunasamtök heimilanna áttu fund með AGS í dag. Var fundurinn að frumkvæði AGS. Fórum við yfir málin án þess að reynt væri að komast að einhverri niðurstöðu. Er það tilfinning mín, að vilji sé fyrir því hjá AGS að taka á skuldamálum heimilanna, en fólk verði að horfast í augu við að það fái ekki allan skaðann bættan. Ekki að við hjá HH höfum nokkru sinni reiknað með því.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 20.4.2010. Efnisflokkur: Náttúruvár, Áhættustjórnun
Nokkuð er rætt á fréttasíðum og í bloggheimi um viðtal Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við BBC í gærkvöldi. Mjög margir gagnrýna Ólaf Ragnar fyrir að vara menn við því að Katla sé komin á tíma og gos í henni gæti orðið margfalt verra en gosið í Eyjafjallajökli. Tala ýmsir um athyglissýki og vilja fá hann úr fjölmiðlum.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 19.4.2010. Efnisflokkur: Stjórnvöld, Bankahrun
Ég var að taka til á tölvunni minni og rakst á skjal sem ég hlóð niður fyrir um 30 mánuðum. [Var leiðrétt úr 40 mán.] Það geymir reglugerð nr. 995 frá 30. október 2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Vissulega voru þessar reglur ekki settir fyrr en 30. október 2007 vegna heimildar í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, til innleiðingar á tilskipun framkvæmdarstjórnar ESB 2006/73/EB.
Read more
Það eru merkilegar tölur sem birtar eru í fréttum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins í dag. Skuldir eigenda bankanna, fyrirtækja sem þeir áttu, stjórnenda bankanna og tengdra aðila við íslensku fjármálafyrirtæki sem féllu námu yfir 7.100 milljörðum kr. Þetta er nærri því fimmföld þjóðarframleiðsla Íslands árið 2008 og örugglega meira en fimmföld þjóðarframleiðsla árið 2009…
Read more
Ég birti eftirfarandi færslu 3. október 2008, þ.e. milli þess sem Glitnir var þjóðnýttur og neyðarlögin voru sett. Í tilefni eldgossins í Eyjafjallajökli og útkomu Skýrslunnar, þá finnst mér vel við eigandi að endurbirta færsluna…
Read more
Í þriðja eða fjórða sinn frá landnámi norrænna manna er hafið gos í Eyjafjallajökli. Síðast gaus 1821 - 23, en einnig er staðfest að gosið hafi á 17. öld og líklegast á 10. öld. Menn hafa hingað til tengt Kötlugos við gos í Eyjafjallajökli, en mig langar að skoða tengsl stærri hamfara, þ.e. gosin í Eldgjá og Lakagígum…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 15.4.2010. Efnisflokkur: Nýir bankar
Það er greinilegt að Íslandsbanki hefur gott svigrúm til að leiðrétta stökkbreytt lán landsmanna. Vonandi nýta þeir þennan góða hagnað til þess að gæta kjör og stöðu viðskiptavina sinna.
Annars sýnir þessi hagnaður, sem er alveg út úr kortinu, að bankinn er byrjaður að innheimta lán af meiri þunga, en kröfuhafar bankans gerðu ráð fyrir.
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 15.4.2010. Efnisflokkur: Lífeyrissjóðir
Ákvörðun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er í samræmi við ákvæði laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Það er því ekki hægt að gagnrýna sjóðinn fyrir að fara að lögum. Spurningin er aftur hvort breyta þurfi lögunum þannig að breyting á tryggingafræðilegu mati taki tillit til breytinga á eignum og skuldbindingum sjóðsins yfir lengri tíma.
Read more
Mig langar að vekja aftur athygli á niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna. Ég skrifaði færslu um þetta í gær, Allt að helmingur heimila nær ekki endum saman með tekjum, en hún hefur nákvæmlega enga athygli vakið. Allt tal snýst um Skýrsluna, sem gerir lítið annað en að staðfesta það sem hafði komið fram…
Read more
Ég tók eftir því í umfjöllun RÚV um Skýrsluna, að þar var ótrúleg rangfærsla um áhrif breytinga á húsnæðislánakerfi Íbúðalánasjóðs á íslenska hagkerfið. Þarna létu menn greinilega mata sig af röngum upplýsingum og má spyrja sig af hverju það var gert. Hvernig getur forstöðumaður hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands komið með svona rugl eins og hann gerir, vekur furðu mína…
Read more
Í skjóli birtingar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis voru birtar ekki síður merkilegar upplýsingar í málstofu Seðlabanka Íslands. Málstofan var undir heitinu "Hvernig hefur staða heimilanna breyst á undanförnum misserum og hverju fá aðgerðir í þágu heimila áorkað?". Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar tveggja hagfræðinga Seðlabankans, Karenar Á Vignisdóttur og Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, á gögnum úr bankakerfinu, tekjuupplýsingar og fleira varðandi afkomu heimilanna…
Read more
Lögð hafa verið fram þrjú frumvörp á Alþingi. Eitt um breytingu á lögum um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, annað er að nýjum lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga og þriðja frumvarpið er að lögum um umboðsmann skuldara. Í öllum þessum frumvörpum felst mikil réttarbót fyrir lántaka, þó svo að þau séu vissulega þeim annmarka háð, að hvergi er gerð nokkur tilraun til að viðurkenna þann forsendubrest sem orðið hefur…
Read more
Hagsmunasamtök heimilanna kölluðu í febrúar til þverpólitísks samstarfs grasrótarhópa stjórnmálaflokkanna um skuldavanda heimilanna. Niðurstöður hafa nú loksins komist í vinnuna og voru þær sendar út á fjölmiðla í morgun…
Read more
Ríkisstjórnin kynnti í dag það, sem kallar er "umfangsmiklar aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna". Ég hef á síðustu dögum fengið tvær kynningar á þessum aðgerðum, fyrst af hálfu félagsmálaráðherra á fund þverpólitísks starfshóps Alþingis um skuldavanda heimilanna og fyrirtækja og hins vegar á fundi með aðstoðarkonu félagsmálaráðherra…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 17.3.2010. Efnisflokkur: Hagsmunabarátta
Mig langar að endurbirta hluta færslu frá 2. febrúar 2009 til að sýna að í reynd hefur sáralítið breyst á þessum rúmum 13 mánuðum:
Ég vil byrja á því að fagna þeim ásetningi hinnar nýju ríkisstjórnar að stoppa nauðungarsölur á íbúðarhúsnæði næstu 6 mánuði. Þetta er mikilvægt skref til að koma í veg fyrir að fjölskyldur verði sendar út á Guð og gaddinn.
Read more
Hér er önnur færsla frá síðasta ári. Þessi er frá 23. apríl 2009 og rituðu um það leiti sem gengið var til kosninga…
Read more
Ég verð að leyfa mér að efast um sannleiksgildi svars Arion banka. Enginn banki hefur veitt meiri upplýsingar um stöðu lánasafna sinna og jafnframt hve mikið hefur verið fært á afskriftarreikning og Kaupþing…
Read more
Hin grimmi slagur sem fjármögnunarleigur eru í við viðskiptavini sína er með ólíkindum. Það er ekki bara að þau beiti lántaka miklum órétti við uppgjör á vörslusviptum bílum og bílum sem hefur verið skilað inn, heldur virðast þau þverbrjóta þær heimildir sem þau hafa til starfrækslu fyrirtækjanna…
Read more
Þau eru áhugaverð ummæli Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að bankinn "sé nú þegar að nýta það svigrúm sem hann hefur til afskrifta, bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum." Skora ég á bankann að sýna fram á hvernig bankinn er að nýta þetta svigrúm. Samkvæmt októberskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins voru lánasöfn heimilanna færð frá Glitni til Íslandsbanka með 44% afslætti eða úr um 290 milljörðum króna niður í um 160 milljarða króna…
Read more
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 11.3.2010. Efnisflokkur: Hagsmunabarátta
Ég brá mér frá í nokkra daga til að hlaða rafhlöðurnar. Ótrúleg tilbreyting. Að komast í umhverfi sem er laust við allt þetta sem hefur hvílt sem mara á þjóðlífinu síðustu 18 mánuði, ef ekki lengur. Staðurinn skiptir kannski ekki megin málin, en ég fór til Boston. Fór í verslanir og áttaði mig á því að tekjurnar geta dugað fyrir nauðþurftum. Heimsótti Harvard og MIT og áttaði á mig hvað þessi háskólasamfélög eru eins og eyjur án tenginga við umheiminn.
Read more