Miðstjórn ASÍ ályktar loksins með heimilunum

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 11.2.2010.  Efnisflokkur:  Hagsmunabarátta

Er að eiga sér stað hallarbylting hjá ASÍ?  Miðstjórn samtakanna krefst aðgerða stjórnvalda til að bregðast við greiðsluvanda heimilanna!  Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt og kannski sýnir þessi krafa ASÍ það.  Um þessar mundir eru 2 ár frá hruni gengisins, 16 mánuðir frá hruni bankakerfisins og rúmir 9 mánuðir frá því að Hagsmunasamtök heimilanna (HH) sendu áskorun til launþegahreyfingarinnar að taka undir kröfur samtakanna um aðgerðir til handa heimilum landsins.

Read more

Neytendastofa skiptir sér ekki af því að ólögleg afurð sé í boði!

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.2.2010.  Efnisflokkur:  Stjórnvöld

Neytendastofa birtir á vefsvæði sínu úrskurð í kvörtun vegna gengistryggðs bílaláns frá Avant.  Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að hafa mörg orð um þennan úrskurð.  Skoðun stofunnar fellst í því að spyrja og fá svör.  Sjálfstæð rannsókn er ekki fyrir hendi, svo sem að kalla eftir frumritum pappírsgagna eða sönnunargögnum af tölvu Avant.

Read more

Glæsileg frammistaða, en hvað verður eftir í landinu?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 9.2.2010.  Efnisflokkur:  Atvinnulífið

Framleiðsla í álveri Fjarðaáls er greinilega komin á fullan skrið og er það ánægjulegt.  Í tilkynningu fyrirtækisins er bent á mikil útflutningsverðmæti af framleiðslunni.  Heilir 74 milljarðar króna miðað við núverandi gengi.  Ætla ég ekkert að gera lítið úr þeim árangri, en verð að viðurkenna að þessi tala segir mér ekki neitt um afraksturinn fyrir íslenskt samfélag. 

Read more

Vandi heimilanna - umræða á Alþingi

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 4.2.2010.  Efnisflokkur:  Stjórnvöld, Skuldamál heimilanna

Það var forvitnilegt að fylgjast með umræðu á Alþingi um skuldavanda heimilanna.  Ég ætla ekki að fara út í langt mál um það sem þar kom fram, en eitt verð ég að fjalla um.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, og fleiri var tíðrætt um í lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins væri verið að taka á greiðslu- og skuldastöðu heimilanna.

Read more

Yrði kosið aftur, ef niðurstaðan síðast hefði verið á hinn veginn?

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 29.1.2010.  Efnisflokkur:  Náttúruvernd

Mér finnst þetta vera áhugaverð staða sem er kominn upp í Hafnarfirði.  Fyrir tveimur árum eða svo, var hafnað í atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa að heimila stækkun álversins í Straumsvík.  Það munaði ákaflega mjóu, en meirihluti þeirra sem tók þátt hafnaði stækkuninni.  Maður hefði haldið að niðurstaðan síðast væri endanleg, en annað kemur á daginn.  Það er nefnilega ekkert endanlegt.

Read more

Dýr verður Landsbankinn allur

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.1.2010.  Efnisflokkur:  Bankahrun

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós, að eitthvað stórvægilegt fór úrskeiðis í rekstri Landsbanka Íslands, þ.e. "gamla" Landsbankans.  Icesave reikningurinn stefnir í að vera ekki lægri en 100 milljarðar og hafa menn reiknað hann upp í 1.000 milljarða í versta falli.  Til að komast hjá hinu versta verður að hafna lögum nr. 1/2010 í þjóðaratkvæðagreiðslu og sannfæra Breta og Hollendinga um að fyrirvarar í lögum nr. 96/2009 sé það lengsta sem við Íslendingar getum teygt okkur.

Read more

Fordæmi sett fyrir afskriftir heimilanna?

Í pistli Sigrúnar Davíðsdóttur í Speglinum í kvöld kemur fram að einbýlishús við Gnitanes hafi verið selt á 75 milljónir.  Nafn kaupandans var gefið upp, en ég ætla ekki að velta mér upp úr því.  Það er gott að menn geta gert góð viðskipti við bankana og ekki við kaupanda að sakast vilji seljandinn slá af verðinu…

Read more

Hagsmunasamtök heimilanna eru búin að vara við þessu lengi

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 18.1.2010.  Efnisflokkur:  Staða heimilanna

Niðurstaða könnunar Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) kemur okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna ekkert á óvart.  Þetta er sama niðurstaða og hefur komið fram í tveimur könnunum samtakanna, annarri meðal félagsmanna í fyrra vor og hinni sem Gallup framkvæmdi á landsvísu fyrir samtökin sl. haust.

Read more