Áslaug Björgvinsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, kvað upp þann úrskurð í dag að…
Read moreMiðstjórn ASÍ ályktar loksins með heimilunum
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 11.2.2010. Efnisflokkur: Hagsmunabarátta
Er að eiga sér stað hallarbylting hjá ASÍ? Miðstjórn samtakanna krefst aðgerða stjórnvalda til að bregðast við greiðsluvanda heimilanna! Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt og kannski sýnir þessi krafa ASÍ það. Um þessar mundir eru 2 ár frá hruni gengisins, 16 mánuðir frá hruni bankakerfisins og rúmir 9 mánuðir frá því að Hagsmunasamtök heimilanna (HH) sendu áskorun til launþegahreyfingarinnar að taka undir kröfur samtakanna um aðgerðir til handa heimilum landsins.
Read moreTikk-tikk-tikk, tímasprengjan tifar, almenningur er að springa
Ég hef aldrei upplifað eins ástand og núna er í þjóðfélaginu. Hver afhjúpunin á fætur annarri um viðskipti svo kallaðra auðmanna, þar sem í ljós kemur að þeir áttu ekkert annað en nafnið, veltur yfir landsmenn. Ólafur Ólafsson átti ekki einn aur í því sem notað var til að kaupa hlutabréf í hinu eða þessu fyrirtæki…
Read moreNeytendastofa skiptir sér ekki af því að ólögleg afurð sé í boði!
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 10.2.2010. Efnisflokkur: Stjórnvöld
Neytendastofa birtir á vefsvæði sínu úrskurð í kvörtun vegna gengistryggðs bílaláns frá Avant. Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki að hafa mörg orð um þennan úrskurð. Skoðun stofunnar fellst í því að spyrja og fá svör. Sjálfstæð rannsókn er ekki fyrir hendi, svo sem að kalla eftir frumritum pappírsgagna eða sönnunargögnum af tölvu Avant.
Read moreGlæsileg frammistaða, en hvað verður eftir í landinu?
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 9.2.2010. Efnisflokkur: Atvinnulífið
Framleiðsla í álveri Fjarðaáls er greinilega komin á fullan skrið og er það ánægjulegt. Í tilkynningu fyrirtækisins er bent á mikil útflutningsverðmæti af framleiðslunni. Heilir 74 milljarðar króna miðað við núverandi gengi. Ætla ég ekkert að gera lítið úr þeim árangri, en verð að viðurkenna að þessi tala segir mér ekki neitt um afraksturinn fyrir íslenskt samfélag.
Read moreKröftugur fundur á Austurvelli - Ræðan mín í dag
Fundurinn á Austurvelli í dag var mjög góður. Drápa Magnúsar Guðmundssonar var feykilega góð. Ég fékk að heyra hana nokkrum sinnum og varð hún betri í hvert sinn. Vona ég að Magnús gefi drápuna út sem fyrst…
Read moreVandi heimilanna - umræða á Alþingi
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 4.2.2010. Efnisflokkur: Stjórnvöld, Skuldamál heimilanna
Það var forvitnilegt að fylgjast með umræðu á Alþingi um skuldavanda heimilanna. Ég ætla ekki að fara út í langt mál um það sem þar kom fram, en eitt verð ég að fjalla um.
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, og fleiri var tíðrætt um í lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins væri verið að taka á greiðslu- og skuldastöðu heimilanna.
Read moreStjórn VR getur ekki stutt Hagsmunasamtök heimilanna né afnám verðtryggingar
Mér finnst með ólíkindum í svari meirihluta stjórnar VR sú yfirlýsing að stjórnin geti ekki stutt við baráttu Hagsmunasamtaka heimilanna vegna samstarfs HH við Nýtt Ísland um baráttufundi á Austurvelli! Orðrétt segir í svari meirihluta stjórnar VR…
Read moreYrði kosið aftur, ef niðurstaðan síðast hefði verið á hinn veginn?
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 29.1.2010. Efnisflokkur: Náttúruvernd
Mér finnst þetta vera áhugaverð staða sem er kominn upp í Hafnarfirði. Fyrir tveimur árum eða svo, var hafnað í atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa að heimila stækkun álversins í Straumsvík. Það munaði ákaflega mjóu, en meirihluti þeirra sem tók þátt hafnaði stækkuninni. Maður hefði haldið að niðurstaðan síðast væri endanleg, en annað kemur á daginn. Það er nefnilega ekkert endanlegt.
Read moreFáránleiki verðtryggingarinnar - Lausnin er að stytta í lánum eins og fólk frekast ræður við
Ég var að leika mér með tölur í kvöld og reiknaði m.a. út áhrif verðtryggingar á 20 m.kr. lán til 40 ára. Niðurstöðurnar komu mér svo sem ekkert á óvart, en þær eru samt fáránlegar…
Read moreStýrivextir lækka en raunstýrivextir hækka!
Ég verð að viðurkenna, að mér fannst vera svigrúm til meiri lækkunar stýrivaxta. Stýrivextir umfram veðbólgu hafa á undanförnum mánuðum verið talsvert lægri, en þeir verða við þessa ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands…
Read moreFME tekur ekki afstöðu til gengistryggðra lána - Tekur FME afstöðu til nokkurs?
Hagsmunasamtök heimilanna sendu Fjármálaeftirlitinu fyrirspurn um lögmæti gengistryggðra lána 18. maí 2009. Sjö mánuðum síðar, eftir nokkrar ítrekanir kom svar. Það er sem hér segir…
Read moreRæða Atla Steins Guðmundssonar á Austurvelli 23/1/2010: Ríkisstjórn Íslands, pereat!
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 24.1.2010. Efnisflokkur: Hagsmunabarátta
Hér fyrir neðan er ræða Atla Steins Guðmundssonar sem hann flutti á Austurvelli í gær, 23. janúar 2010.
Góðir Íslendingar
Náttum fóru seggir
negldar vóru brynjur,
skildir bliku þeirra
við inn skarða mána.
Ræða Jóhannesar Björns á Austurvelli 23/01/2010: Lögin eru með almenningi en valdið ekki!
Hér fyrir neðan er ræða Jóhannesar Björns á Austurvelli 23. janúar 2010…
Read moreDýr verður Landsbankinn allur
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 22.1.2010. Efnisflokkur: Bankahrun
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós, að eitthvað stórvægilegt fór úrskeiðis í rekstri Landsbanka Íslands, þ.e. "gamla" Landsbankans. Icesave reikningurinn stefnir í að vera ekki lægri en 100 milljarðar og hafa menn reiknað hann upp í 1.000 milljarða í versta falli. Til að komast hjá hinu versta verður að hafna lögum nr. 1/2010 í þjóðaratkvæðagreiðslu og sannfæra Breta og Hollendinga um að fyrirvarar í lögum nr. 96/2009 sé það lengsta sem við Íslendingar getum teygt okkur.
Read moreFordæmi sett fyrir afskriftir heimilanna?
Í pistli Sigrúnar Davíðsdóttur í Speglinum í kvöld kemur fram að einbýlishús við Gnitanes hafi verið selt á 75 milljónir. Nafn kaupandans var gefið upp, en ég ætla ekki að velta mér upp úr því. Það er gott að menn geta gert góð viðskipti við bankana og ekki við kaupanda að sakast vilji seljandinn slá af verðinu…
Read moreEf eitthvað væri gert, þyrfti ekki að biðja um uppboð - Kröfur okkar eru einfaldar
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, lýsti því yfir við fréttastofu RÚV, að engin lausn sé í því að fresta uppboðum. Mikið er það rétt hjá blessuðum ráðherranum. Það er engin lausn, en það vill svo til að það er EINA lausnin sem fólki býðst…
Read moreHagsmunasamtök heimilanna eru búin að vara við þessu lengi
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 18.1.2010. Efnisflokkur: Staða heimilanna
Niðurstaða könnunar Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) kemur okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna ekkert á óvart. Þetta er sama niðurstaða og hefur komið fram í tveimur könnunum samtakanna, annarri meðal félagsmanna í fyrra vor og hinni sem Gallup framkvæmdi á landsvísu fyrir samtökin sl. haust.
Read more15. janúar 2010: Hagsmunasamtök heimilanna eins árs
Það var 15. janúar 2009, að Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð á fundi í Háskólanum í Reykjavík. Hópur fólks, sem var búinn að fá nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda vegna stökkbreyst höfuðstóls lána, tók sig saman og stofnaði samtökin…
Read moreEitt að styðja tryggingasjóðinn, annað að tryggja allar innstæður
Ég skil ekki þessa tortímingarstefnu sumra þingmanna VG. Þeim er svo í mun að Íslendingum blæði eins mikið og mögulegt er vegna Icesave, að þeir búa til alls konar rök fyrir því að það sé gert. Nýjasta útspilið er frá Birni Vali Gíslasyni…
Read more