Hrunið - hluti 3: Regluverk og eftirlit með fjármálafyrirtækjum

Ég, eins og fleiri, hóf að líta um öxl á orsakir bankahrunsins í lok september og boðaði þá í færslunni Dagurinn sem öllu breytti, að ég myndi birta skoðun mína á 12 atriðum, sem ég tel mestu skipta.  Ég hef þegar birt tvær færslur, þ.e. Hrunið - hluti 1: Peningamálastjórnun Seðlabanka Íslands og íslenska flotkrónan og Hrunið 2: Einkavæðing bankanna en vil núna taka fyrir næsta atriði á listanum, þ.e…

Read more

Bretum gengur illa að skilja

Það er með ólíkindum hvað margir illa upplýstir aðilar ryðjast fram á sjónarsviðið og blaðra tóma vitleysu um þetta mál.  Í þetta sinn er að Roy Hattersley, lávarður og fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra.  Maður sem aldrei getur komist yfir það, að breska ljónið laut í lægra haldi fyrir litla Íslandi í þorskastríðunum…

Read more

Þegar rykið sest, þá skilja menn málið betur

Nú þegar mesti stormurinn er genginn hjá eftir höfnun forsetans, virðist mér sem fleiri og fleiri séu farnir að átta sig á því að ákvörðunin var rétt.  Hún var rétt vegna þess, að hún túlkar lýðræðislegan vilja þjóðarinnar.  Hún er rétt vegna þess, að almenningur á ekki að borga skuldir einkafyrirtækis.  Hún er rétt vegna þess, að samningurinn í heild er nauðungarsamningur hvað sem viðaukanum frá því í október viðkemur…

Read more

Sorgleg er erlenda pressan

Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 5.1.2010.  Efnisflokkur:  Icesave

Það er sorglegt að sjá erlendu pressuna.  Hver einn og einasti étur upp sömu þvæluna um að Ísland ætli ekki að borga.  Sorglegasta dæmið var "sérfræðingur" BBC Business News sem kom blaðskellandi fram með eitthvert það argasta bull sem ég hef heyrt.  Guardian, BBC News, Times og Reuters eru með sömu vitleysuna í fréttum sínum.

Read more