Ég, eins og fleiri, hóf að líta um öxl á orsakir bankahrunsins í lok september og boðaði þá í færslunni Dagurinn sem öllu breytti, að ég myndi birta skoðun mína á 12 atriðum, sem ég tel mestu skipta. Ég hef þegar birt tvær færslur, þ.e. Hrunið - hluti 1: Peningamálastjórnun Seðlabanka Íslands og íslenska flotkrónan og Hrunið 2: Einkavæðing bankanna en vil núna taka fyrir næsta atriði á listanum, þ.e…
Read moreBretum gengur illa að skilja
Það er með ólíkindum hvað margir illa upplýstir aðilar ryðjast fram á sjónarsviðið og blaðra tóma vitleysu um þetta mál. Í þetta sinn er að Roy Hattersley, lávarður og fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra. Maður sem aldrei getur komist yfir það, að breska ljónið laut í lægra haldi fyrir litla Íslandi í þorskastríðunum…
Read moreFyrirsláttur að ekki sé hægt að skrá nöfn rétt
Bróðursonur minn heitir góðu og gildu íslensku nafni Matthías Guðmundur og síðan er hann Þorsteinsson. Þetta gerir 33 stafir með stafabilum. Hann heitir því ekki þessu nafni samkvæmt þjóðskrá. Sama gildir um fjölmarga Íslendinga. Þeir fá ekki að heita nöfnunum sem þeir voru skírðir ásamt kenninafni…
Read moreÞegar rykið sest, þá skilja menn málið betur
Nú þegar mesti stormurinn er genginn hjá eftir höfnun forsetans, virðist mér sem fleiri og fleiri séu farnir að átta sig á því að ákvörðunin var rétt. Hún var rétt vegna þess, að hún túlkar lýðræðislegan vilja þjóðarinnar. Hún er rétt vegna þess, að almenningur á ekki að borga skuldir einkafyrirtækis. Hún er rétt vegna þess, að samningurinn í heild er nauðungarsamningur hvað sem viðaukanum frá því í október viðkemur…
Read moreSorgleg er erlenda pressan
Færslan var fyrst birt á Moggabloggi höfundar 5.1.2010. Efnisflokkur: Icesave
Það er sorglegt að sjá erlendu pressuna. Hver einn og einasti étur upp sömu þvæluna um að Ísland ætli ekki að borga. Sorglegasta dæmið var "sérfræðingur" BBC Business News sem kom blaðskellandi fram með eitthvert það argasta bull sem ég hef heyrt. Guardian, BBC News, Times og Reuters eru með sömu vitleysuna í fréttum sínum.
Read moreEr Landsbankinn að bregðast við gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna? - Bankarnir geta gert betur!
Landsbankinn hefur ákveðið að feta í fótspor hinna bankanna og bjóða niðurfærslu skulda. Bjóða núna allir bankarnir, þ.e. Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn sambærilegan "pakka", þó vissulega sé einhver bitamunur á útfærslunni…
Read moreIcesave í þjóðaratkvæði - Mætum á Bessastaði
Það var kostulegt að fylgjast með Icesave umræðunni á Alþingi. Hver þingmaður Samfylkingarinnar kom upp á fætur öðrum og viðurkenndi að nauðsynlegt væri að samþykkja frumvarpið þó það væri vissulega gert í nauð. Við ættum engan annan kost…
Read more